Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. Innlent 5. febrúar 2019 12:44
Saman á móti rest í stjórnarskrármálinu Formaður Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins telja ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Forsætisráðherra og formenn annarra flokka eru á öndverðum meiði. Innlent 5. febrúar 2019 07:15
Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. Innlent 5. febrúar 2019 06:45
Framkvæmdum verði flýtt með fjármagni úr ríkissjóði Minnihlutinn skilaði í gær nefndaráliti sínu um samgönguáætlun en undir það skrifa auk Helgu Völu þau Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, og Björn Leví Gunnarsson, Pírötum. Innlent 5. febrúar 2019 06:30
Senda formlegt erindi til siðanefndar vegna Klaustursmálsins Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem skipuð voru sem auka varaforsetar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið, senda nú í kvöld formlegt erindi til siðanefndar Alþingis um að nefndin taki málið til skoðunar. Þetta staðfestir Steinunn Þóra í samtali við fréttastofu. Innlent 4. febrúar 2019 18:27
Segir að betra hefði verið að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina að ESB Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það hafi ekki verið rétt ákvörðun af hálfu ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar árið 2009 að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt var um aðild að Evrópusambandinu og fá þannig fram vilja þjóðarinnar til þess að sækja um. Innlent 4. febrúar 2019 15:44
Vegagerðin segir að framkvæmdum á Kjalarnesi seinki ekki Þrátt fyrir tilfærslur á fjárveitingum verða verklok árið 2022, Innlent 4. febrúar 2019 15:36
Þingmaður Pírata segir algert valdamisvægi milli miðflokksmanna og Báru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir þingmenn Miðflokksins beita fyrir sig tveimur öngum ríkisvaldsins gegn uppljóstraranum sem tók upp samtöl þeirra á barnum Klaustri. Innlent 3. febrúar 2019 08:04
Flokkur fólksins næði ekki fulltrúa inn á þing Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Innlent 2. febrúar 2019 19:41
Sviptir lögræði en haldi þó völdum yfir lífi sínu Hanna Katrín Friðriksson, alþingismaður Viðreisnar, vill að lögræðislögum verði breytt í takt við breytingar í Evrópu. Einstaklingar sem séu sviptir lögræði fái þá tækifæri til að ráða eigin örlögum með fyrirframgefinni ákvörðunartöku. Innlent 2. febrúar 2019 07:15
Launaupplýsingum verði safnað beint frá launagreiðendum Forsætisráðherra vonar að aðilar vinnumarkaðar geti hætt að takast á um forsendur launatölfræði á bak við þróun launa í samfélaginu ef farið verður að tillögu nefndar, þar sem lagt er til að upplýsingum um laun landsmanna verði safnað beint frá launagreiðendum. Laun verði greind þannig að auðveldara verði að ganga til kjarasamninga. Innlent 1. febrúar 2019 18:45
Dæmið gengur ekki upp fyrir stúdenta Það er löngu ljóst að stúdentar hafa beðið í alltof langan tíma eftir kjarabótum og að tekin verði endanleg ákvörðun um raunverulegt framtíðarskipulag á Lánasjóði íslenskra námsmanna Skoðun 1. febrúar 2019 07:00
Löngu tímabært að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt í gær. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir málið löngu tímabært. Viðskipti innlent 1. febrúar 2019 06:00
Oddný fundaði með Ágústi Ólafi í dag Óðum styttist í að þingmaðurinn snúi aftur á Alþingi. Innlent 31. janúar 2019 15:05
Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. Innlent 31. janúar 2019 13:24
Segir atvinnurekendur vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun Frumvarp um bann við burðarplastpokum sem umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra en Evróputilskipunin sem innleidd verður með frumvarpinu. Innlent 31. janúar 2019 12:15
Funda á morgun vegna Klaustursmálsins Þau Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, munu funda á morgun vegna Klaustursmálsins en þau voru kjörin nýir varaforsetar Alþingis í liðinni til að fjalla um málið og hvaða farveg það mun fara í. Innlent 31. janúar 2019 10:20
Aukinn rafbúnaður í Herjólf kostar ríkið sama og fer í Borgarlínu næstu tvö ár Nýr Herjólfur kemur í vor og verður hann að mestu leyti rafknúinn. Innlent 31. janúar 2019 10:15
Stígamót bjóða Brynjari í heimsókn vegna ummæla hans um vændi Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Innlent 30. janúar 2019 22:30
Mótmæltu kynferðisofbeldi og Klaustursmönnum við Alþingishúsið Fimm konur með klút fyrir andliti og með sólgleraugu frömdu táknrænan gjörning við Alþingi í dag. Innlent 30. janúar 2019 21:45
Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. Innlent 30. janúar 2019 20:27
Birgir vill stokka upp trúnaðarstöður í þingflokki Miðflokksins Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins vill að flokksráð verði kallað saman sem fyrst til að fara yfir mál Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, sem hann telur að ekki eigi að geta gengið að trúnaðarstörfum sínum fyrir flokkinn vísum. Innlent 30. janúar 2019 19:00
Heyr heyr hrópuðu þingkonur eftir ræðu Miðflokksmanns Birgir Þórarinsson fordæmdi kynferðislega áreitni á þingi. Innlent 30. janúar 2019 16:23
Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. Innlent 30. janúar 2019 15:41
Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. Innlent 30. janúar 2019 12:30
Sódavatnsvél til bjargar á Alþingi Plastflöskum fækkaði um 2500 í fyrra með kaupum á sódavatnsvél. Þá hafi magn fjölpósts til þingsins minnkað til muna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Innlent 30. janúar 2019 10:58
Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. Innlent 30. janúar 2019 06:00
Þórhildur Sunna ýtir á eftir úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. Innlent 29. janúar 2019 21:00
Segir ósæmilega orðbragðið á fundinum hafa verið tilvitnun í Bergþór sjálfan á Klaustri Björn Leví Gunnarsson og Bergþór Ólason eru ósammála um orðbragð nefndarmanna á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag. Innlent 29. janúar 2019 20:30
Vegtollarnir á grænu ljósi í gegnum þingið Tímamótaskref var stigið í upptöku vegtolla með samþykkt samgönguáætlunar úr þingnefnd í dag. Gera þarf nýja samgönguáætlun í haust þar sem peningunum verður skipt niður á verkefni. Innlent 29. janúar 2019 19:30