Jóhanna lækkaði hæstu laun innan kerfisins vegna kreppunnar Jakob Bjarnar skrifar 15. apríl 2020 15:00 Sem einn liður í því að takast á við kreppuna taldi Jóhanna það mikilvægt að lækka laun æðstu embættismanna kerfinsins. Katrín Jakobsdóttir segist skilja að fólk sé ósátt við hækkanir á launum þingheims en Bjarni hefur bent á að við horfum fram á afar djúpa efnahagslægð. Í kjölfar hruns fjármálakerfisins árið 2008 boðaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að laun æðstu embættismanna yrðu lækkuð. Þetta var til að mæta vanda þeim sem þjóðin stóð frammi fyrir. Viðmiðið var það að engin laun yrðu hærri en forsætisráðherrans sem þá, í maí árið 2009, voru 935 þúsund krónur. Fátt bendir til þess að þingið vilji taka á sig lækkun Lagabreytingu þurfti til að koma þessu í gegn, það er að lækka laun ýmissa ríkisforstjóra. Í dag liggur fyrir að enn dýpri kreppa en hófst árið 2008 blasir við vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það er ef marka má orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem talar um fordæmalausa efnahagskreppu; mesti samdráttur í heila öld. Hins vegar hefur komið fram að laun þingheims, ráðherra og ráðuneytisstjóra hækkuðu nú í upphafi árs að teknu tilliti til launavísitölu Hagstofunnar ársins 2018. Almennur vinnumarkaður stendur í ljósum logum en opinberi geirinn stendur í vari – um hríð. Í samtali við Jón Þór Ólafsson þingmann Pírata þá segir hann engin merki þess að vilji þingmanna standi til þess að vilja deila kjörum með þjóðinni með lækkun launa sín. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata hefur gefið það út að hún vilji að hækkanirnar í byrjun árs gangi til baka. En, þá er verið að tala um lækkun á launum þingmanna um sem nemur 6,3 prósentum. Bankastjórar lækkuðu í launum um tæpa milljón Sé aftur litið um öxl, til ársins 2009, þá fóru fréttastofur yfir það hvað yfirlýsingar ríkisstjórnar Jóhönnu hefðu í för með sér með fáeinum dæmum. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Finnur Sveinbjörnsson þá forstjóri Kaupþings voru með 1750 þúsund í mánaðalaun. Þetta þýðir að þeirra laun þurfa að lækka um 815 þúsund til að fara niður í laun forsætisráðherra. Ásmundur Stefánsson kollegi þeirra í Landsbankanum er með eina og hálfa milljón í laun, þannig að hans laun þyrftu að lækka um 565 þúsund. Hulda Gunnlaugsdóttir forstjóri Landspítalans er með 1390 þúsund í mánaðarlaun, sem er 455 þúsundum meira en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur í laun. Forstjóri Íbúðalánasjóðs, Guðmundur Bjarnason eru með laun upp á 1218 þúsund á mánuði, þannig að hans laun þyrftu að lækka um 283 þúsund og Gunnar Þ. Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins er með 1250 þúsund í laun, eða 315 þúsundum meira en forsætisráðherra. Svo fáein dæmi séu nefnd. Kjaramál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Formenn flokkanna ræddu launahækkanir í dag Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu. 14. apríl 2020 20:00 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Í kjölfar hruns fjármálakerfisins árið 2008 boðaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að laun æðstu embættismanna yrðu lækkuð. Þetta var til að mæta vanda þeim sem þjóðin stóð frammi fyrir. Viðmiðið var það að engin laun yrðu hærri en forsætisráðherrans sem þá, í maí árið 2009, voru 935 þúsund krónur. Fátt bendir til þess að þingið vilji taka á sig lækkun Lagabreytingu þurfti til að koma þessu í gegn, það er að lækka laun ýmissa ríkisforstjóra. Í dag liggur fyrir að enn dýpri kreppa en hófst árið 2008 blasir við vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það er ef marka má orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem talar um fordæmalausa efnahagskreppu; mesti samdráttur í heila öld. Hins vegar hefur komið fram að laun þingheims, ráðherra og ráðuneytisstjóra hækkuðu nú í upphafi árs að teknu tilliti til launavísitölu Hagstofunnar ársins 2018. Almennur vinnumarkaður stendur í ljósum logum en opinberi geirinn stendur í vari – um hríð. Í samtali við Jón Þór Ólafsson þingmann Pírata þá segir hann engin merki þess að vilji þingmanna standi til þess að vilja deila kjörum með þjóðinni með lækkun launa sín. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata hefur gefið það út að hún vilji að hækkanirnar í byrjun árs gangi til baka. En, þá er verið að tala um lækkun á launum þingmanna um sem nemur 6,3 prósentum. Bankastjórar lækkuðu í launum um tæpa milljón Sé aftur litið um öxl, til ársins 2009, þá fóru fréttastofur yfir það hvað yfirlýsingar ríkisstjórnar Jóhönnu hefðu í för með sér með fáeinum dæmum. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Finnur Sveinbjörnsson þá forstjóri Kaupþings voru með 1750 þúsund í mánaðalaun. Þetta þýðir að þeirra laun þurfa að lækka um 815 þúsund til að fara niður í laun forsætisráðherra. Ásmundur Stefánsson kollegi þeirra í Landsbankanum er með eina og hálfa milljón í laun, þannig að hans laun þyrftu að lækka um 565 þúsund. Hulda Gunnlaugsdóttir forstjóri Landspítalans er með 1390 þúsund í mánaðarlaun, sem er 455 þúsundum meira en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur í laun. Forstjóri Íbúðalánasjóðs, Guðmundur Bjarnason eru með laun upp á 1218 þúsund á mánuði, þannig að hans laun þyrftu að lækka um 283 þúsund og Gunnar Þ. Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins er með 1250 þúsund í laun, eða 315 þúsundum meira en forsætisráðherra. Svo fáein dæmi séu nefnd.
Kjaramál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Formenn flokkanna ræddu launahækkanir í dag Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu. 14. apríl 2020 20:00 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55
Formenn flokkanna ræddu launahækkanir í dag Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu. 14. apríl 2020 20:00
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00
Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14