Oft betra að taka krók á leiðinni ef mikið ber á milli til að ná farsælli sátt Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að góð niðurstaða sem náist í samtali fleiri flokka haldi til lengri tíma og stuðli um leið að meiri sátt í samfélaginu. Innlent 14. desember 2017 21:06
Tími til að horfast í augu við grundvallarspurningar um gagnsemi ýmissa kerfa Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segist hafa áhyggjur af því að Vinstri græn hafi vanmetið hvað sé þjóðfélaginu sem heild til heilla til lengri tíma með því að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda. Innlent 14. desember 2017 20:36
Söguskoðun Sigmundar merkileg Fjármálaráðherra segir að í nýja ríkisstjórnarsamstarfinu hafi verið lögð áhersla á verkefni sem flokkarnir þrír gætu sameinast um. Innlent 14. desember 2017 20:30
Forseti Íslands: Rétturinn til ágreinings undirstaða frjálsra þjóða „Fulltrúaþingið þarf eftir föngum að endurspegla fjölbreytni samfélagsins og þingmenn þurfa að takast á með rökum strauma og stefnur.“ Innlent 14. desember 2017 20:30
„Þetta er kerfisstjórn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina ætla að "pikkfesta“ samfélagið í viðjum kerfishugsunar frá síðustu öld. Innlent 14. desember 2017 20:17
Vaxtabyrði ríkissjóðs enn mikil á næsta ári þrátt fyrir 50 milljarða lækkun skulda Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. Innlent 14. desember 2017 20:15
Ríkisstjórnin fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að breidd ríkisstjórnarsamstarfsins sé stórlega orðum ofaukin. Innlent 14. desember 2017 20:15
„Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. Innlent 14. desember 2017 20:00
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, flytur stefnuræðu sína. Innlent 14. desember 2017 19:00
Efast um skilaboðin með minni lækkun kolefnisgjalds Þrátt fyrir ríkisstjórnin stefni á kolefnishlutleysi innan 23 ára leggur hún til minni hækkun kolefnisgjalds en fyrri ríkisstjórn. Innlent 14. desember 2017 14:45
Forseti Íslands um MeToo-byltinguna: „Hingað og ekki lengra“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gerði MeToo-byltinguna að viðfangsefni sínu í ávarpi sínu er Alþingi var sett fyrr í dag. Hann segir skilaboð kvenna um víðan heim skýr. Kynferðislegt ofbeldi og áreitni verði ekki lengur liðin. Innlent 14. desember 2017 14:43
Bein útsending: Þingsetning og ávarp forseta Íslands Þingsetningarathöfnin hefst kl. 13.30 fimmtudaginn 14. desember með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfandi forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Innlent 14. desember 2017 13:08
Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. Innlent 14. desember 2017 09:26
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp næsta árs Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018. Innlent 14. desember 2017 08:30
Bergþór verður formaður umhverfis- og samgöngunefndar Þingmaður Miðflokksins var um tíma aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar, þáverandi samgönguráðherra. Innlent 13. desember 2017 15:03
Helga Vala verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Tveir dagar þar til Alþingi kemur saman - ívilnun vegna rafbíla framlengd til þriggja ára í nýju fjárlagafrumvarpi Innlent 12. desember 2017 19:30
Kristján Þór segir frá styrkjum og launum hjá Samherja Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist munu meta hæfi sitt sérstaklega ef upp komi mál í hans embættistíð sem snerti Samherja. Innlent 12. desember 2017 10:59
Píratar vilja fá formann Þingmenn Pírata ræða þessa dagana hvort flokkurinn eigi að breyta skipulagi sínu með því að taka upp embætti formanns Innlent 12. desember 2017 06:00
Launakostnaður á Alþingi aldrei hærri Metfjöldi stjórnmálaflokka á Alþingi elur af sér fleiri formenn og þingflokksformenn sem fá álagsgreiðslur á þingfararkaup sitt. Formenn flokka fá 50 prósent álag á launin sín en formenn þingflokka 15 prósent. Innlent 12. desember 2017 06:00
Halldóra Mogensen stýrir velferðarnefnd Seinni helming kjörtímabilsins mun þingmaður Samfylkingar stýra nefndinni en þá taka Píratar við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Innlent 11. desember 2017 17:27
Dagskrá setningar Alþingis á fimmtudaginn Forseti Íslands setur sitt þriðja þing á rúmu ári. Innlent 11. desember 2017 10:53
Allt að fimmtán milljarða innspýting Áætlað er að framlög til reksturs heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins aukist verulega í frumvarpi til fjárlaga sem lagt verður fram síðar í vikunni. Innlent 11. desember 2017 06:00
Margir kallaðir en fáir útvaldir til formennsku í nefndum Stjórnarandstöðuflokkarnir hittast í fyrramálið til að ákveða hvort þeir taka boði meirihlutans um formennsku í Umhverfis- og samgöngunefnd, Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Velferðarnefnd. Kosið verður í fastanefndir þingsins á fyrsta þingfundi nýs þings á fimmtudag. Innlent 10. desember 2017 21:56
Katrín segir að gætt verði að efnahagslegum stöðugleika í fjárlagafrumvarpi Forsætisráðherra segir að gætt verði að efnahagslegum stöðugleika í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt verður fram á fimmtudag. Útgjaldatillögur þess verði hóflegar. Innlent 8. desember 2017 13:30
Sælgætisrisar fordæma áformin um sykurskatt Sælgætisframleiðendur gagnrýna hugmynd heilbrigðisráðherra um endurupptöku sykurskatts. Helgi í Góu spyr hvort eigi þá að deila út skömmtunarseðlum og forstjóri Nóa Síríus segir ósanngjarnt ef taka eigi einn fæðuflokk fyrir. Viðskipti innlent 8. desember 2017 06:00
Taka á ofbeldi í Samfylkingunni Samfylkingin vinnur þessa dagana að því að taka upp verkferla sem gera eiga flokknum kleift að taka á kynferðisbrotum, kynferðislegri áreitni og einelti. Innlent 7. desember 2017 08:00
Fyrrverandi forseti þingsins veltir borginni fyrir sér Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, íhugar nú hvort hún ætli að bjóða sig fram í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Innlent 7. desember 2017 05:00
Þing kemur saman 10 dögum fyrir jól: „Það átta sig allir á því að tíminn er knappur“ Þingmálaskrá ætti að liggja fyrir á föstudag að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Innlent 5. desember 2017 16:06
Alþingi sett á fimmtudag í næstu viku Þingsetning verður á fimmtudaginn í næstu viku, 14. desember, og um kvöldið verður umræða um stefnuræðu forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur. Innlent 5. desember 2017 14:40
Líklegt að Alþingi fundi milli jóla og nýárs Það ætti að skýrast á morgun eða á miðvikudaginn hvenær Alþingi kemur saman í næstu viku. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Innlent 4. desember 2017 11:52