Strandveiðar efldar! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 12. apríl 2019 16:15 Alþingi lögfesti í vikunni frumvarp um dagakerfi í strandveiðum sem mun leiða til aukins öryggis sjómanna, jafnræðis og sveigjanleika í kerfinu með stórauknum aflaheimildum í strandveiðipottinn. Síðastliðið sumar var gerð tilraun til bráðabrigða um tólf veiðidaga innan hvers mánuðar á strandveiðitímabilinu maí, júní, júlí og ágúst. Skipting aflaheimilda milli landsvæða var felld niður og í stað þess sameiginlegur strandveiðipottur sem duga átti til að standa undir 12 dögum í mánuði á öllum svæðum. Þetta gekk eftir og almenn ánægja var með þær breytingar sem gerðar voru á fyrirkomulaginu. Enn heyrast þó áhyggjur af skiptingu á milli svæða þó það liggi fyrir að dagsaflinn var meiri árið 2018 að meðaltali en frá upphafi strandveiða. Þannig var afli strandveiðibáta á síðasta ári að meðaltali 17,9 tonn eða 1,3 tonnum meiri en árið 2017.Aukið öryggi og sterkari fiskvinnslur Reynslan af síðasta sumri sýndi að meiri möguleikar voru á að veiða verðmeiri fisk sem dreifðist jafnar inn til vinnslu yfir hvern mánuð. Það styrkti fiskvinnslur og fiskmarkaði yfir sumarið þegar samdráttur var í framboði frá öðrum útgerðum. Landhelgisgæslan telur að reynsla síðasta sumars með tólf daga kerfinu hafi verið góð og að veiðidagar hafi frekar verið valdir með tilliti til veðurfars og sjólags. Það auki öryggi sjófaranda og að með varanlegri lögfestingu sé þannig verið að stuðla að auknu öryggi. Þær breytingar eru líka gerðar að nú er hægt að segja sig frá strandveiðum og hefja aðrar veiðar áður en tímabilinu lýkur og hægt að halda áfram þegar það hentar þó liðið sé á tímabilið og vera t.d. á grásleppu. Þessi sveigjanleiki skiptir máli og styður við fjölbreyttari möguleika til veiða yfir sumarið og hagkvæmni í rekstri. 11 þúsund tonn af botnfiski eru sett í strandveiðipottinn en hann var í 10.200 tonnum í fyrra. Þá eru heimildir á ufsa auknar úr 700 tonnum í 1000 tonn sem leyfilegt er að veiða umfram hámarksafla hvern dag sem hlýtur að teljast góð búbót fyrir þá sem eru að veiða á ufsaslóðum. Strandveiðipotturinn gekk ekki út árið 2018 og með þessari miklu aukningu í hann ættu allir að vera öruggir með að heimildirnar mæti 12 veiðidaga kerfisbreytingunni.Áfangasigur Atvinnuveganefnd, sem hefur borið þetta mál uppi í góðri samvinnu sín á milli og með stuðningi sjávarútvegsráðherra, leggur til að Byggðastofnun geri í haust úttekt á reynslu síðustu tveggja strandveiðitímabila. Er stofnuninni ætlað að leggja áherslu á byggðafestu, öryggismál, fiskigengdar, sveigjanleika og útkomu mismunandi landshluta í úttekt sinni. Það verður síðan unnið úr þeirri niðurstöðu næsta vetur með það að leiðarljósi að efla enn frekar strandveiðar og horfa til byggðafestu, nýliðunar, jafnræði byggða og öryggissjónarmiða innan greinarinnar. Það er vissulega áfangasigur að kerfisbreytingin sé nú lögfest varanlega og að tekist hafi að ná breiðri sátt þvert á flokka og með greininni sjálfri. Þannig er þetta skref tekið eftir tíu ára reynslu af strandveiðum sem við Vinstri græn erum afar stolt af að hafa komið á fót á sínum tíma með okkar sjávarútvegsráðherra í fararbroddi Steingrím J. Sigfússon og Jón Bjarnason. Þær hafa rækilega sýnt fram á að vera mikil lyftistöng fyrir margar minni sjávarbyggðir og gefið mönnum möguleika á að stunda veiðar á sumrin án þessa að eiga aflaheimildir eða fara út í stórkostlegar fjárfestingar. Ég treysti því að með þessum breytingum séum við að treysta og efla enn frekar strandveiðar og sjávarbyggðir landsins. Gleðilegt strandveiðisumar með ósk um góðar gæftir og aflabrögð. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður Atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Alþingi lögfesti í vikunni frumvarp um dagakerfi í strandveiðum sem mun leiða til aukins öryggis sjómanna, jafnræðis og sveigjanleika í kerfinu með stórauknum aflaheimildum í strandveiðipottinn. Síðastliðið sumar var gerð tilraun til bráðabrigða um tólf veiðidaga innan hvers mánuðar á strandveiðitímabilinu maí, júní, júlí og ágúst. Skipting aflaheimilda milli landsvæða var felld niður og í stað þess sameiginlegur strandveiðipottur sem duga átti til að standa undir 12 dögum í mánuði á öllum svæðum. Þetta gekk eftir og almenn ánægja var með þær breytingar sem gerðar voru á fyrirkomulaginu. Enn heyrast þó áhyggjur af skiptingu á milli svæða þó það liggi fyrir að dagsaflinn var meiri árið 2018 að meðaltali en frá upphafi strandveiða. Þannig var afli strandveiðibáta á síðasta ári að meðaltali 17,9 tonn eða 1,3 tonnum meiri en árið 2017.Aukið öryggi og sterkari fiskvinnslur Reynslan af síðasta sumri sýndi að meiri möguleikar voru á að veiða verðmeiri fisk sem dreifðist jafnar inn til vinnslu yfir hvern mánuð. Það styrkti fiskvinnslur og fiskmarkaði yfir sumarið þegar samdráttur var í framboði frá öðrum útgerðum. Landhelgisgæslan telur að reynsla síðasta sumars með tólf daga kerfinu hafi verið góð og að veiðidagar hafi frekar verið valdir með tilliti til veðurfars og sjólags. Það auki öryggi sjófaranda og að með varanlegri lögfestingu sé þannig verið að stuðla að auknu öryggi. Þær breytingar eru líka gerðar að nú er hægt að segja sig frá strandveiðum og hefja aðrar veiðar áður en tímabilinu lýkur og hægt að halda áfram þegar það hentar þó liðið sé á tímabilið og vera t.d. á grásleppu. Þessi sveigjanleiki skiptir máli og styður við fjölbreyttari möguleika til veiða yfir sumarið og hagkvæmni í rekstri. 11 þúsund tonn af botnfiski eru sett í strandveiðipottinn en hann var í 10.200 tonnum í fyrra. Þá eru heimildir á ufsa auknar úr 700 tonnum í 1000 tonn sem leyfilegt er að veiða umfram hámarksafla hvern dag sem hlýtur að teljast góð búbót fyrir þá sem eru að veiða á ufsaslóðum. Strandveiðipotturinn gekk ekki út árið 2018 og með þessari miklu aukningu í hann ættu allir að vera öruggir með að heimildirnar mæti 12 veiðidaga kerfisbreytingunni.Áfangasigur Atvinnuveganefnd, sem hefur borið þetta mál uppi í góðri samvinnu sín á milli og með stuðningi sjávarútvegsráðherra, leggur til að Byggðastofnun geri í haust úttekt á reynslu síðustu tveggja strandveiðitímabila. Er stofnuninni ætlað að leggja áherslu á byggðafestu, öryggismál, fiskigengdar, sveigjanleika og útkomu mismunandi landshluta í úttekt sinni. Það verður síðan unnið úr þeirri niðurstöðu næsta vetur með það að leiðarljósi að efla enn frekar strandveiðar og horfa til byggðafestu, nýliðunar, jafnræði byggða og öryggissjónarmiða innan greinarinnar. Það er vissulega áfangasigur að kerfisbreytingin sé nú lögfest varanlega og að tekist hafi að ná breiðri sátt þvert á flokka og með greininni sjálfri. Þannig er þetta skref tekið eftir tíu ára reynslu af strandveiðum sem við Vinstri græn erum afar stolt af að hafa komið á fót á sínum tíma með okkar sjávarútvegsráðherra í fararbroddi Steingrím J. Sigfússon og Jón Bjarnason. Þær hafa rækilega sýnt fram á að vera mikil lyftistöng fyrir margar minni sjávarbyggðir og gefið mönnum möguleika á að stunda veiðar á sumrin án þessa að eiga aflaheimildir eða fara út í stórkostlegar fjárfestingar. Ég treysti því að með þessum breytingum séum við að treysta og efla enn frekar strandveiðar og sjávarbyggðir landsins. Gleðilegt strandveiðisumar með ósk um góðar gæftir og aflabrögð. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður Atvinnuveganefndar.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun