Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Óli Jóh skelli­hló að við­tali Heimis

    Fyrrum þjálfarinn Ólafur Jóhannesson var sérfræðingur Sýnar Sport í kringum leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Hann réði sér vart fyrir kæti yfir viðtali fyrrum samstarfsfélaga hans, Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, eftir leik.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Búnir að vera á smá hrak­hólum“

    „Varnarlega spiluðum við gríðarlega vel. Við breyttum og skiptum í 4-4-2 og það var bara mjög erfitt að finna lausnir gegn okkur. Svo áttum við góð færi líka. Ég er bara mjög sáttur við leikinn í heildina,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli hans manna við topplið Víkings á Hásteinsvelli í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ás­geir og Hrannar heiðruðu Jota

    Þeir Ásgeir Helgi Orrason, leikmaður Breiðabliks, og Hrannar Snær Magnússon, leikmaður Aftureldingar, fögnuðu báðir að hætti Diogo Jota í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Jota féll frá aðfaranótt fimmtudags.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Varð full­orðinn úti

    Óskar Borgþórsson segist vera spenntur fyrir komandi tímum hjá Víkingi. Hann segist hafa lært að verða fullorðinn úti í Noregi þegar hann var í atvinnumennskunni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“

    KA er í harðri fallbaráttu og þarf nauðsynlega að rífa sig í gang nú þegar seinni hluti tímabilsins er hafinn. Akureyringarnir töpuðu illa fyrir Val í síðustu umferð og fótboltasérfræðingurinn Albert Brynjar Ingason segir frammistöðuna eina þá verstu sem hann hefur séð síðustu ár.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“

    Fram og ÍBV mættust á Lambhagavellinum í dag og lauk leiknum með 2-0 sigri heimamanna. Með sigrinum komust Framarar upp að hlið Vestra í 5. sæti deildarinnar og Rúnar Kristinsson þjálfari liðsins var ánægður með varnarleik sinna manna í dag.

    Fótbolti