Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Upp­gjörið: Breiða­blik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum

    Breiðablik tók á móti FH í einhverjum furðulegasta leik sumarsins. Níu mörk voru skoruð í heildina, FH betri en Breiðablik komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik, lenti svo þremur mörkum undir í seinni hálfleik en var næstum því búið að jafna undir lokin. Lokatölur urðu 4-5 fyrir FH og þeirra helsta hetja var Bragi Karl Bjarkason, sem átti eina bestu innkomu sumarsins.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker

    Ibrahim Turay og Alpha Conteh, leikmenn frá Síerra Leóne, eru gengnir til liðs við Stjörnuna. Þeir eiga báðir landsleiki fyrir Síerra Leóne, líkt og Steven Caulker, spilandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn

    KR-ingar unnu sinn fyrsta sigur í rúmlega fjörutíu daga þegar þeir tóku Aftureldingu 2-1 í Frostaskjólinu í gær. Fyrir utan fótboltann var mikið rætt um einn tiltekinn boltasæki sem var höfðinu hærri en restin og virtist alltof gamall fyrir starfið.

    Lífið
    Fréttamynd

    „Ó­reyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“

    „Þegar þessi skrípaleikur fer af stað hérna á fertugustu mínútu hefðum við átt að vera búnir að klára leikinn“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir 3-2 tap gegn FH. Skagamenn byrjuðu leikinn mun betur og komust tveimur mörkum yfir, en svo hófst það sem Lárus kallar „skrípaleik.“

    Íslenski boltinn