Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Komst í markmannsskóla með hjálp mömmu

    Veturinn áður en Anton Ari Einarsson gekk í raðir Vals var hann um tíma í markmannsskóla í Englandi og æfði með nokkrum liðum þar í landi, þ.á.m. Manchester City og Bolton. Hann fékk góða hjálp frá móður sinni, Hönnu Símonardóttur, við að komast út í markmannsskólann sem er rétt fyrir utan Wigan.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Markametið er í hættu og hér er ein stór ástæða

    Það hefur enginn fengið inngöngu í klúbbinn í tuttugu ár og markamet Péturs Péturssonar mun halda upp á fertugsafmælið sitt á næsta ári. En lifir það svo lengi? Andri Rúnar Bjarnason er langt á undan methöfunum fjórum þegar þeir áttu jafn marga leiki eftir og hann á í Pepsi-deildinni í sumar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 0-1 | Slysalegt sigurmark fór langt með að fella Skagamenn

    Bikarmeistarar Eyjamanna fóru í burtu með þrjú dýrmæt stig frá Skaganum og skilja Skagamenn eftir í mjög slæmum málum á botni deildarinnar. Brian Stuart McLean skoraði sigurmarkið með skalla sem fór á einhvern óskiljanlegan hátt í gegnum klofið á Árna Snæ Ólafssyni, markverði ÍA. Þetta var fyrsti deildarsigur Eyjamanna síðan í júní.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Formaður FH óánægður með Hafnarfjarðarbæ

    Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, skrifaði pistil á heimasíðu FH í gær þar sem hann fer yfir stöðu mála hjá félaginu. Hann vandar bæjaryfirvöldum Hafnarfjarðarbæjar ekki kveðjurnar og er óánægður með hversu lítið bærinn hefur komið að uppbyggingu hjá félaginu.

    Íslenski boltinn