Dómararnir klæðast bleiku á sunnudaginn Dómarar í leik Vals og Grindavíkur í 17. og næstsíðustu umferð Pepsi-deildar kvenna á sunnudaginn mun ekki vera í sínum vanalega svarta dómarabúningi. Dómararnir munu hinsvegar klæðast bleiku til stuðnings brjóstakrabbameinsátaki. Íslenski boltinn 17. september 2010 13:45
Systir Margrétar Láru skorar á hana að spila með ÍBV næsta sumar ÍBV tryggði sér sæti í Pespi-deild kvenna á miðvikudaginn og sigur í 1. deild kvenna í gær með 3-1 sigri á Þrótti í úrslitaleik. Fyrirliði liðsins er Elísa Viðarsdóttir, yngri systir landsliðsframherjans Margrétar Láru Viðarsdóttur. Íslenski boltinn 6. september 2010 13:00
Freyr: Valur er Rosenborg Íslands Valsstúlkur hafa orðið Íslandsmeistarar fimm ár í röð. Eftir töp Breiðabliks og Þórs/KA á laugardaginn þurfti Valur aðeins að vinna Aftureldingu til að tryggja sér tvöfaldan sigur í ár eftir bikarmeistaratitilinn fyrir nokkrum vikum. Íslenski boltinn 6. september 2010 07:30
ÍBV vann 1. deild kvenna ÍBV vann 1. deild kvenna í knattspyrnu eftir úrslitaleik við Þrótt í dag. Lokatölur voru 3-1 fyrir Eyjastelpur. Íslenski boltinn 5. september 2010 14:55
Dóra María: Óvæntasti Íslandsmeistaratitillinn Dóra María Lárusdóttir bar fyrirliðaband Vals í dag, þar til Katrín Jónsdóttir kom inn á. Dóra gat fagnað vel eftir leikinn enda Íslandsmeistari með Val fimmta árið í röð. Íslenski boltinn 4. september 2010 20:30
Freyr: Stelpurnar eiga skilið að fagna loksins á laugardegi Freyr Alexandersson var stoltur maður eftir að Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Freyr stýrði liðinu einn annað árið í röð, og í bæði skiptin vann hann tvöfalt með liðið. Íslenski boltinn 4. september 2010 19:38
Valur tvöfaldur meistari annað árið í röð Valsstúlkur urðu Íslandsmeistarar í dag þegar þær unnu Aftureldingu 8-1 í Mosfellsbænum. Hagstæð úrslit gerðu það að verkum að liðið varð nokkuð óvænt meistari í dag. Íslenski boltinn 4. september 2010 19:22
Valur verður Íslandsmeistari í kvöld vinni það Aftureldingu Valur verður Íslandsmeistari á eftir vinni liðið Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 17. Þór/KA og Breiðablik töpuðu sínum leikjum í dag. Íslenski boltinn 4. september 2010 16:22
ÍBV og Þróttur upp í Pepsi deild kvenna ÍBV og Þróttur komust upp í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Liðin tryggðu sér sigur í úrslitakeppni 1. deildarinnar. Íslenski boltinn 1. september 2010 21:00
Blikar aftur í annað sætið Hlín Gunnlaugsdóttir skoraði eina mark Breiðabliks sem lagði Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Öll lið deildarinnar hafa þar með spilað fimmtán leiki. Íslenski boltinn 1. september 2010 20:18
Fimm stjörnu sigur í Árbænum Stjarnan vann öruggan sigur á Fylki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stjörnustúlkur skoruðu fimm mörk gegn engu í Árbænum. Íslenski boltinn 31. ágúst 2010 20:18
Stórsigur Þórs/KA á FH fyrir norðan Þór/KA komst upp í annað sæti Pepsi-deildar kvenna með 5-1 sigri á FH í kvöld. Íslenski boltinn 30. ágúst 2010 22:22
Úrslitin í Pepsi-deild kvenna: Valur á sigurbraut sem fyrr Valur steig enn eitt skrefið í átt að Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild kvenna er Valsstúlkur pökkuðu KR saman, 7-0. Íslenski boltinn 29. ágúst 2010 16:01
Hrefna Huld á leið til Noregs Knattspyrnukonan Hrefna Huld Jóhannesdóttir heldur til Noregs í næsta mánuði þar sem henni hefur verið boðið að koma og æfa með norska B-deildarliðinu Grand Bodö. Íslenski boltinn 17. ágúst 2010 17:15
Óttast að Katrín landsliðsfyrirliði sé með slitið liðband Katrín Jónsdóttir, fyrirliði nýrkrýndra bikarmeistara Vals og íslenska landsliðsins, mun hugsanlega ekki spila fleiri leiki á tímabilinu og missa þar af leiðandi af landsleiknum mikilvæga á móti Frökkum á laugardaginn. Íslenski boltinn 16. ágúst 2010 14:00
Katrín: Alltaf jafn gaman að vinna titla Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals, var kát eftir bikarúrslitaleikinn í dag. Valur vann 1-0 sigur en sjálfsmark Stjörnunnar réði úrslitum. Íslenski boltinn 15. ágúst 2010 21:15
Sjálfsmark tryggði Valskonum bikarinn Valskonur lögðu Stjörnuna 1-0 í bikarúrslitum kvenna í dag. Eina mark leiksins var sjálfsmark Stjörnunnar en það skoraði Kristrún Kristjánsdóttir á tólftu mínútu. Íslenski boltinn 15. ágúst 2010 17:39
Kvennalið Blika missir fimm lykilmenn Breiðablik er að missa fimm leikmenn sem hafa verið lykilmenn í liðinu í sumar. Þetta eru Greta Mjöll Samúelsdóttir, Hekla Pálmadóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir Maura Q Ryan og markmaðurinn Katherine Loomis. Íslenski boltinn 10. ágúst 2010 23:45
Jafnt hjá Val og Stjörnunni Valur og Stjarnan gerðu jafntefli í stórleik kvöldsins í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Lokatölur í Garðabænum voru 2-2 eftir að Stjarnan komst tvisvar yfir. Íslenski boltinn 10. ágúst 2010 21:12
Jóhannes: Tókum eflaust út okkar skerf af heppni í sumar í dag Jóhannes Karl Sigursteinsson gat ekki annað en hrósað stelpunum sínum í hástert eftir að Breiðablik komst áfram í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í dag. Íslenski boltinn 10. ágúst 2010 19:30
Aftur stórsigur hjá kvennaliði Breiðabliks Breiðablik burstaði rúmenska liðið Targu Mures í forkeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld 7-0. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö af mörkunum. Íslenski boltinn 7. ágúst 2010 20:01
Valskonur komnar með sex stiga forskot á toppnum Kvennalið Vals steig stórt skref í átta að fimmta Íslandsmeistaratitlinum í röð með 3-0 sigri á Þór/KA á Vodafone-vellinum í kvöld. Þór/KA gat með sigri minnkað forskot Vals niður í eitt stig en í staðinn eru Valskonur komnar með sex stiga forskot á Breiðablik sem er í 2. sætinu. Íslenski boltinn 6. ágúst 2010 22:15
Freyr: Erum til í hvað sem er ef liðið er svona gírað „Við vorum miklu betri aðilinn í dag," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, eftir sigurinn örugga gegn Þór/KA í kvöld. Íslenski boltinn 6. ágúst 2010 21:30
Rakel: Vandamál sumarsins að klára færin „Mér fannst við alls ekki vera lélegar í þessum leik. Það var alveg barátta til staðar," sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Þórs/KA, eftir 3-0 tap fyrir Valskonum í kvöld. Íslenski boltinn 6. ágúst 2010 21:27
Langþráður og glæsilegur sigur Grindavíkurstelpna Grindavík endaði sex leikja taphrinu í Pepsi-deild kvenna í fótbolta með glæsilegum 4-1 heimasigri á Aftureldingu í kvöld. Það voru líka óvænt úrslit því botnlið FH og Hauka náðu bæði í stig á móti liðum talsvert ofar en þau í töflunni. Íslenski boltinn 6. ágúst 2010 21:19
Umfjöllun: Valskonur í lykilstöðu eftir öruggan sigur á Þór/KA Valur er með sex stiga forystu í Pepsi-deild kvenna eftir leiki kvöldsins. Valskonur unnu öruggan sigur á Þór/KA 3-0 á Vodafone-vellinum og þurfa að misstíga sig hressilega í þeim umferðum sem eftir eru til að missa af Íslandsmeistaratitlinum. Íslenski boltinn 6. ágúst 2010 21:00
Olga Færseth tekur fram skóna að nýju - Skiptir í Selfoss Olga Færseth, ein allra mesta markadrottning í sögu kvennafótboltans, hefur tekið skóna úr hillunni. Síðast lék hún 2008 með KR. Þetta kemur fram á vefsíðunni sunnlenska.is. Íslenski boltinn 1. ágúst 2010 14:02
Fyrsta tap Vals - steinlá í Árbænum Valur tapaði sínum fyrsta leik í Pepsi-deild kvenna í kvöld er það steinlá fyrir Fylki í Árbænum, 3-0. Íslenski boltinn 27. júlí 2010 21:10
Katrín: Þetta er langt í frá að vera búið Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals og landsliðsins, lék í landsliðsstöðunni sinni en ekki í sinni vanalegu stöðu á miðjunni þegar Valur tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á laugardaginn. Íslenski boltinn 26. júlí 2010 06:00
Kristín Ýr: Ég og Hallbera náum rosalega vel saman Kristín Ýr Bjarnadóttir var í miklu stuði á Vodafone-vellinum í dag þegar hún skoraði þrennu í 3-0 sigri Vals á Þór/KA í undanúrslitaleik VISA-bikars kvenna. Íslenski boltinn 24. júlí 2010 17:15