Frábær sigur hjá KR í Njarðvík Íslandsmeistarar KR sýndu mikla seiglu í kvöld þegar þeir lögðu Njarðvíkinga 106-97 í frábærum og sveiflukenndum leik liðanna í Iceland Express deild karla. Körfubolti 7. febrúar 2008 20:50
Tveimur leikjum frestað Tveimur leikjum sem áttu að fara fram í kvöld í Iceland Express-deild karla hefur verið frestað vegna ófærðar. Körfubolti 7. febrúar 2008 14:10
Webb: Verðum hættulegir í úrslitakeppninni Ken Webb var í dag útnefndur besti þjálfari Iceland Express-deildar karla fyrir umferðir 9-15. Hann segir að sínir menn í Skallagrími séu á uppleið. Körfubolti 5. febrúar 2008 16:05
Hlynur: Stefnum á efstu fjögur sætin „Mér finnst alltaf gaman af slíkum viðurkenningum og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga,“ sagði Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Iceland Express-deildar karla í umferðum 9-15. Körfubolti 5. febrúar 2008 14:31
Hlynur valinn bestur Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, var í dag valinn besti leikmaður Iceland Express deildar karla fyrir umferðir 9-15. Körfubolti 5. febrúar 2008 12:02
Fjölnir í bikarúrslitin Karlalið Fjölnis vann í kvöld óvæntan sigur á Skallagrími í Borgarnesi í síðari undanúrslitaleiknum í Lýsingarbikarnum í körfubolta 85-83. Heimamenn voru yfir lengst af í leiknum, en Fjölnismenn, sem eru í botnbaráttu í deildinni, knúðu fram sigur í lokin. Körfubolti 3. febrúar 2008 21:12
Ótrúleg tölfræði Hlyns gegn Njarðvík Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæfells, var með ótrúlega tölfræði í öruggum 17 stiga sigri á Njarðvík í Ljónagryfjunni í undanúrslitaleik Lýsingarbikar karla í dag. Körfubolti 2. febrúar 2008 17:59
Snæfell í bikarúrslitin Snæfell tryggði sér í dag sæti í úrslitum Lýsingarbikarsins í körfubolta þegar liðið skellti Njarðvík örugglega í Ljónagryfjunni 94-77. Körfubolti 2. febrúar 2008 17:28
KR minnkaði forskot Keflavíkur Forysta Keflavíkur í Iceland Express deild karla er tvö stig eftir leiki kvöldsins. Fimmtán umferðum er lokið í deildinni en fjórir leikir voru á dagskrá í kvöld. Körfubolti 28. janúar 2008 21:30
Fjórir leikir í Iceland Express deildinni í kvöld Fjórir leikir eru á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld Klukkan 19:15 mætast Tindastóll og Fjölnir á Króknum, Hamar tekur á móti Grindavík í Hveragerði og KR tekur á móti Þór í DHL Höllinni. Klukkan 20 eigast svo við Stjarnan og Snæfell í Ásgarði. Síðustu tveir leikirnir áttu að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Körfubolti 28. janúar 2008 16:39
Njarðvík vann topplið Keflavíkur Njarðvík vann öruggan sigur á toppliði Keflavíkur í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld, 88-75, í Keflavík í kvöld. Körfubolti 27. janúar 2008 21:01
Grindavík lagði Stjörnuna Fjórtándu umferðinni í Iceland Express deild karla í körfubolta lauk í kvöld með leik Grindavíkur og Stjörnunnar í Grindavík. Heimamenn höfðu sigur 103-91. Körfubolti 25. janúar 2008 21:57
KR lagði Snæfell Fimm leikir voru á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Íslandsmeistarar KR skelltu Snæfelli í Stykkishólmi, ÍR lagði Njarðvík og Fjölnir lagði Hamar í uppgjöri botnliðanna. Körfubolti 24. janúar 2008 21:06
Frábær tilþrif í Keflavík Í dag fór fram svokallaður stjörnudagur hjá íslenskum körfuboltamönnum í Keflavík þar sem landsliðin tóku á móti úrvalsliðum leikmanna úr Iceland Express deildunum. Þá var haldin troðslukeppni í hálfleik á karlaleiknum. Körfubolti 19. janúar 2008 19:57
Úrvalsliðin klár Nú er búið að velja úrvalsliðin í karla- og kvennaflokki sem mæta landsliðum Íslands í æfingaleikjum í körfubolta í Keflavík á morgun. Þá hafa átta leikmenn skráð sig til leiks í troðkeppni sem verður í hálfleik á karlaleiknum. Körfubolti 18. janúar 2008 10:27
Keflvíkingar seinir í gang Einn leikur var á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Keflvíkingar unnu frekar nauman sigur á Fjölni í Grafarvogi þar sem liðið tryggði sér sigurinn með góðum endaspretti. Körfubolti 17. janúar 2008 22:27
Lýsingarbikarinn: Grannaslagur hjá konunum Í dag var dregið í undanúrslitin í Lýsingarbikar karla og kvenna í körfubolta. Grannarnir Grindavík og Keflavík drógust saman í fyrri undanúrslitaleiknum í kvennaflokki en hinn leikurinn verður viðureign Hauka og Fjölnis. Körfubolti 16. janúar 2008 13:55
KR og Keflavík úr leik Fjórðungsúrslitum Lýsingabikarkeppni karla og kvenna lauk í dag og þá fór einn leikur fram í Iceland Express deild karla. Körfubolti 13. janúar 2008 23:25
Keflvíkingar aftur á toppinn Keflvíkingar eru komnir aftur í toppsætið í Iceland Express deild karla eftir góðan sigur á Snæfelli á heimavelli í kvöld 98-95 í hnífjöfnum leik. Körfubolti 11. janúar 2008 22:01
Grindvíkingar lögðu KR Fjórir leikir fóru fram í Iceland Express deildinni í köfubolta í kvöld. Grindvíkingar gerðu góða ferð í vesturbæinn og lögðu KR-inga 87-76, þar sem gestirnir höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu. Körfubolti 10. janúar 2008 20:56
Stórleikur í vesturbænum í kvöld Fjórir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Stórleikur kvöldsins verður í DHL-höllinni í vesturbænum þar sem KR tekur á móti Grindavík. Körfubolti 10. janúar 2008 18:07
Hamarsmenn úr botnsætinu Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Hamar lyfti sér úr botnsætinu með góðum sigri á Tindastól fyrir norðan 88-85 í hörkuleik. KR lagði Fjölni 94-85 og Skallagrímur burstaði Stjörnuna 89-64. Körfubolti 6. janúar 2008 21:07
Þrír leikir í körfunni í kvöld Þrír leikir eru á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Fjölnir og KR eigast við í Grafarvogi, Skallagrímur tekur á móti Stjörnunni og þá fara Hamarsmenn norður á Sauðárkrók og mæta þar Tindastól. Körfubolti 6. janúar 2008 18:44
Snæfell lagði Njarðvík Tveir leikir voru á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í dag. Snæfell tók á móti Njarðvík í Stykkishólmi og hafði 74-67 sigur í hörkuleik. Körfubolti 5. janúar 2008 19:00
Kristinn dæmdi 1000. leikinn Kristinn Óskarsson náði merkum áfanga í gærkvöld þegar hann dæmdi leik Vals og Reynis í 1. deild karla. Þetta var 1000. leikur Kristins á vegum KKÍ á ferlinum og var hann heiðraður sérstaklega á leik ÍR og Þórs í Seljaskóla í dag af þessu tilefni. Körfubolti 5. janúar 2008 16:58
Aðeins 33 prósent sigurhlutfall í fyrsta leik ársins frá árinu 2003 Keflvíkingar töpuðu fyrsta leik sínum í Iceland Express deild karla í körfubolta í vetur þegar þeir steinlágu með 22 stigum, 76-98, í Grindavík á fimmtudagskvöldið. Körfubolti 4. janúar 2008 16:18
Vorum hreint út sagt ömurlegir „Við vorum bara hræðilega lélegir. Ég ætla ekki að taka neitt af Grindavík, þeir spiluðu vel og allt það en við vorum hreint út sagt ömurlegir," sagði Sigurður Ingimundarson. Körfubolti 3. janúar 2008 21:41
Keflavík tapaði sínum fyrsta leik Keflavík, topplið Iceland Express deildar karla, þurfti að játa sig sigrað í stórleiknum gegn Grindavík í kvöld. Körfubolti 3. janúar 2008 21:30
Stórleikur í Grindavík í kvöld Það verður sannkallaður stórleikur í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld þegar grannarnir Grindavík og Keflavík eigast við í Röstinni í Grindavík. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan 20. Körfubolti 3. janúar 2008 16:56
Fannar frá keppni í mánuð Fyrirliðinn Fannar Ólafsson hjá Íslandsmeisturum KR í körfubolta verður frá keppni í einn mánuð vegna meiðsla á hné og hásin. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Fannar meiddist í leik í Powerade bikarnum á sínum tíma og hefur ekki verið á fullum styrk síðan. Vonir standa til um að hann verði orðinn góður áður en úrslitakeppnin hefst í vor. Körfubolti 3. janúar 2008 10:39