Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Aðstoðuðu körfuboltakempu við að bjarga bát og fá björgunarlaun

Ferðaþjónustufyrirtækið Drangeyjarferðir ehf. þarf að greiða Útgerðarfélagi Skagfirðinga 2,5 milljónir í björgunarlaun eftir að bátnum Hafsól SK-96 var bjargað frá altjóni við Drangey á síðasta ári. Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði körfuknattleiksliðs Tindastóls og starfsmaður Drangeyjarferða, lék lykilhlutverk í björgun bátsins ásamt áhöfn útgerðarfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtugar hollenskar konur neita sök í kókaínmáli

Tvær rúmlega fimmtugar hollenskar konur neita sök í máli héraðssaksóknara á hendur þeim fyrir innflutning á rúmlega kílói af kókaíni til landsins þann 29. ágúst síðastliðinn. Konurnar eru par og voru með stóran hluta efnisins innvortis.

Innlent
Fréttamynd

Tveir af þremur dæmdir fyrir að nauðga unglingsstúlku

Tveir karlmenn á fertugsaldri hafa verið dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga stúlku á sautjánda ári í húsnæði í Reykjavík í febrúar 2017. Þá þurfa þeir hvor fyrir sig að greiða stúlkunni 1,3 milljónir króna í miskabætur.

Innlent