Geislafræðingur sem ráðist var á við vinnu fær ekki bætur frá ríkinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2021 13:49 Árásarmaðurinn hrinti geislafræðingnum með þeim afleiðingum að hún hlaut tjón af. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum geislafræðings sem hafði við störf sín árið 2016 orðið fyrir líkamsárás. Vildi geislafræðingurinn meina að ríkið ætti að greiða henni bætur í samræmi við kjarasamninga ríkisins við Félag geislafræðinga. Geislafræðingurinn gerði þá kröfu að íslenska ríkið greiddi henni tæpar 17 milljónir króna í miskabætur. Hafði hún starfað sem geislafræðingur á röntgendeild Landspítalans við Hringbraut. Þann 9. september 2016 hafði hún sótt sér matarbakka í matsal og var á leið aftur upp á röngtgendeild þegar hún gekk fram hjá aðstöðu öryggisvarða. Var þar staddur maður sem átti í orðaskiptum við tvo öryggisverði. Varð maðurinn æstur þegar hann fékk þær upplýsingar frá öryggisvörðunum að geðdeildhafi ekki verið opnuð. Tók hann þá á rás eftir ganginum, hljóp aftan að geislafræðingnum og hrinti henni þannig að hún hlaut tjón af. Maðurinn var sakfelldur fyrir árásina í október 2017 og dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var honum gert að greiða geislafræðingnum 451 þúsund krónur í skaðabætur en það hefur ekki gengið eftir sökum fjárhagsstöðu mannsins. Engin ástæða fyrir öryggisverðina að yfirbuga árásarmanninn Geislafræðingurinn byggði mál sitt á því að hún ætti rétt til frekari bóta á grundvelli slysatrygginga samkvæmt kjarasamningi ríkisins við Félag geislfræðinga. Til vara var málið byggt á því að ríkið bæri ábyrgð á tjóninu þar sem ríkið hafi sem vinnuveitandi geislafræðingsins mistekist að tryggja öryggi hennar. Öryggisverðirnir tveir hafi til að mynda ekki hagað störfum sínum með forsvaranlegum hætti þennan dag. Þá hafi aðbúnaðurinn á Landspítalanum verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar. Að mati dómarans stóðust ekki kröfur geislafræðingsins. Vísaði hann til þess að samkvæmt kjarasamningnum, og þeirri grein sem geislafræðingurinn vísaði til, þyrfti starfsmaðurinn að hafa orðið fyrir tjóni sínu við það að sinna einstaklingnum sem olli tjóninu. Ljóst sé að árásarmaðurinn var ekki í meðferð hjá geislafræðingnum og var hann ekki innritaður sjúklingur á Landspítala. Geislafræðingurinn hafi einnig byggt mál sitt á því að öryggi hennar hafi ekki verið tryggt og vísaði hún sérstaklega til þess að öryggisverðirnir hafi ekki sinnt störfum sínum nægilega vel. Dómurinn féllst ekki á það og taldi ekkert athugavert við að manninum hafi verið vísað inn á spítalann, en hann hafði vakið athygli öryggisvarðanna þegar hann stóð fyrir utan með sambýliskonu sinni og barni og var þar mikill æsingur. Þegar öryggisvörðurinn hafi nálgast parið hafi konan sagt að maðurinn þyrfti hjálp, öryggisvörðurinn hafi því ákveðið að vísa honum inn á spítalann. Þá hafi ekkert átt sér stað, áður en maðurinn tók á rás eftir ganginum, sem réttlætt hefði getið að öryggisverðirnir reyndu að handtaka manninn og yfirbuga hann. Þá var ekki fallist á þá athugasemd geislafræðingsins að aðbúnaður á Landspítala hafi verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér. Dómsmál Landspítalinn Kjaramál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Geislafræðingurinn gerði þá kröfu að íslenska ríkið greiddi henni tæpar 17 milljónir króna í miskabætur. Hafði hún starfað sem geislafræðingur á röntgendeild Landspítalans við Hringbraut. Þann 9. september 2016 hafði hún sótt sér matarbakka í matsal og var á leið aftur upp á röngtgendeild þegar hún gekk fram hjá aðstöðu öryggisvarða. Var þar staddur maður sem átti í orðaskiptum við tvo öryggisverði. Varð maðurinn æstur þegar hann fékk þær upplýsingar frá öryggisvörðunum að geðdeildhafi ekki verið opnuð. Tók hann þá á rás eftir ganginum, hljóp aftan að geislafræðingnum og hrinti henni þannig að hún hlaut tjón af. Maðurinn var sakfelldur fyrir árásina í október 2017 og dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var honum gert að greiða geislafræðingnum 451 þúsund krónur í skaðabætur en það hefur ekki gengið eftir sökum fjárhagsstöðu mannsins. Engin ástæða fyrir öryggisverðina að yfirbuga árásarmanninn Geislafræðingurinn byggði mál sitt á því að hún ætti rétt til frekari bóta á grundvelli slysatrygginga samkvæmt kjarasamningi ríkisins við Félag geislfræðinga. Til vara var málið byggt á því að ríkið bæri ábyrgð á tjóninu þar sem ríkið hafi sem vinnuveitandi geislafræðingsins mistekist að tryggja öryggi hennar. Öryggisverðirnir tveir hafi til að mynda ekki hagað störfum sínum með forsvaranlegum hætti þennan dag. Þá hafi aðbúnaðurinn á Landspítalanum verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar. Að mati dómarans stóðust ekki kröfur geislafræðingsins. Vísaði hann til þess að samkvæmt kjarasamningnum, og þeirri grein sem geislafræðingurinn vísaði til, þyrfti starfsmaðurinn að hafa orðið fyrir tjóni sínu við það að sinna einstaklingnum sem olli tjóninu. Ljóst sé að árásarmaðurinn var ekki í meðferð hjá geislafræðingnum og var hann ekki innritaður sjúklingur á Landspítala. Geislafræðingurinn hafi einnig byggt mál sitt á því að öryggi hennar hafi ekki verið tryggt og vísaði hún sérstaklega til þess að öryggisverðirnir hafi ekki sinnt störfum sínum nægilega vel. Dómurinn féllst ekki á það og taldi ekkert athugavert við að manninum hafi verið vísað inn á spítalann, en hann hafði vakið athygli öryggisvarðanna þegar hann stóð fyrir utan með sambýliskonu sinni og barni og var þar mikill æsingur. Þegar öryggisvörðurinn hafi nálgast parið hafi konan sagt að maðurinn þyrfti hjálp, öryggisvörðurinn hafi því ákveðið að vísa honum inn á spítalann. Þá hafi ekkert átt sér stað, áður en maðurinn tók á rás eftir ganginum, sem réttlætt hefði getið að öryggisverðirnir reyndu að handtaka manninn og yfirbuga hann. Þá var ekki fallist á þá athugasemd geislafræðingsins að aðbúnaður á Landspítala hafi verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér.
Dómsmál Landspítalinn Kjaramál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira