Tuttugu mánuðir í fangelsi fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og tolla-, lyfsölu- og lyfjalagabrot. Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir innflutning á 900 millilítrum af amfetamínbasa, 95 steratengdum töflum og 120 millilítra af steravökva. Innlent 25. nóvember 2019 16:46
MDE tekur fyrir mál íslenska spilafíkilsins Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir mál Guðlaugs Jakobs Karlssonar sem höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu til innheimtu bótanna vegna tjóns sem hann segist hafa orðið fyrir og rekja megi til þess að ríkinu sé heimilt að reka spilakassa í andstöðu við 183. grein almennra hegningarlaga sem fjalla um fjárhættuspil. Innlent 24. nóvember 2019 21:57
Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. Innlent 23. nóvember 2019 09:30
Réðst ítrekað á unnustu sína og nauðgaði annarri konu Landsréttur staðfesti í dag fjögurra ára dóm yfir karlmanni fyrir nauðgun, þjófnað og líkamsárás. Innlent 22. nóvember 2019 20:38
Lögreglumaðurinn ekki við störf um þessar mundir Tæplega þrítugur lögreglumaður sem ákærður hefur verið fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi er ekki við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem stendur. Innlent 22. nóvember 2019 16:57
Tvítugur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun Tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur fyrir að áreita og nauðga ungri konu á Austfjörðum í nóvember 2017. Honum er gert að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands á þriðjudaginn. Innlent 22. nóvember 2019 14:32
Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás í starfi Tæplega þrítugur lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Er lögreglumaðurinn sakaður um að hafa ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku karlmanns. Innlent 22. nóvember 2019 09:30
Flugvallarmáli frestað í bili Riftunarmál þrotabús ACE Handling ehf. gegn eignarhaldsfélögunum ACE FBO, Global Fuel Iceland og Bjargfasti var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Innlent 22. nóvember 2019 06:00
Excel-skjal sanni samráð um milljónamútur fyrir bílastæðamiða Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir mútubrot, umboðssvik og peningaþvætti. Öðrum manninum, þjónustustjóra hjá Isavia, er gefið að sök að hafa þegið rétt tæpar 3,5 milljónir króna í mútugreiðslur frá hinum manninum, framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis. Innlent 21. nóvember 2019 20:11
Staðfesti farbann vegna gruns um aðild að skipulögðu fólkssmygli í umfangsmiklu máli Landsréttur staðfesti þann 11. nóvember úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 7. nóvember síðastliðnum þar sem erlendur maður var skikkaður í áframhaldandi farbann í ljósi stöðu sinnar sem sakbornings í umfangsmiklu máli í rannsókn lögreglu. Lögregla rannsakar aðild mannsins að skipulögðu smygli á fólki til landsins. Innlent 21. nóvember 2019 16:45
Dæmdur fyrir árás á öryggisvörð Landsbankans sem tók síma af föður hans Kristján Örn Elíasson, sextugur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á öryggisvörð í höfuðstöðvum Landsbankans í Austurstræti í september 2017. Innlent 21. nóvember 2019 14:00
Vill skiptastjóra WOW úr starfi Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur gert kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins. Viðskipti innlent 21. nóvember 2019 06:00
Leggja á línur um opinbera umfjöllun Hæstiréttur mun fjalla um mörk opinberrar umfjöllunar lögreglu og ákæruvalds um sakamál sem til rannsóknar eru. Innlent 21. nóvember 2019 06:00
Sáttamiðlun notuð í of litlum mæli hér á landi Dagný Rut Haraldsdóttir sáttamiðlari segir sáttamiðlun ódýrari kost en að mál veltist um í dómskerfinu. Úrræðið mætti nýta í mun fleiri málum. Á málþingi um sáttamiðlun í dag verður meðal annars fjallað um reynslu Skota. Innlent 21. nóvember 2019 06:00
Hæstiréttur tekur fyrir ummæli í Aserta-málinu Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Gísla Reynissonar, einn fjögurra sakborninga í Aserta-málinu, um að skaðabótamál hans gegn ríkinu verði tekið fyrir. Viðskipti innlent 20. nóvember 2019 17:58
Anda léttar eftir dóm Landsréttar um lögmæti arðgreiðslna fyrirtækja Nýfallinn dómur Landsréttar um lögmæti arðgreiðslna úr fyrirtækjasamstæðu veldur því að Ríkisskattstjóri mun ekki geta tekið til endurskoðunar ýmsar arðgreiðslur fyrirtækja sem höfðu beitt slíkri aðferð um árabil. Viðskipti innlent 20. nóvember 2019 07:00
Unnsteinn stefnir Húsasmiðjunni Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður hefur stefnt Húsasmiðjunni fyrir höfundarréttarbrot vegna lags sem fyrirtækið notaði í auglýsingaherferð. Innlent 19. nóvember 2019 20:36
Á rétt á bótum eftir að hafa tekist á loft við Reynisfjöru Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist. Innlent 19. nóvember 2019 18:04
Zúistar fá ekki dráttarvexti eða skaðabætur ofan á fimmtíu milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af greiðslu dráttarvaxta á sóknargjöldum til trúfélagsins Zuism sem haldið var eftir á meðan greitt var úr hver færi með yfirráð í trúfélaginu frá 2016-2017. Innlent 19. nóvember 2019 14:47
Samþykkir að taka fyrir nauðgunarmál Hæstiréttur hefur fallist á beiðni saksóknara um að taka til meðferðar mál þar sem karlmaður var dæmdur í Landsrétti fyrir að brjóta á fyrrverandi eiginkonu sinni og syni. Innlent 19. nóvember 2019 13:55
Krefst sex til átta ára fangelsisdóms yfir Alvari og Einari Saksóknari í umfangsmiklu amfetamínsmáli krefst sex til átta ára fangelsis yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökuli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni sem sæta ákæru fyrir amfetamínsframleiðslu í sumarbústaði í Borgarfirði. Innlent 19. nóvember 2019 11:29
Telur dóm Landsréttar brot á jafnræðisreglu Landsréttur breytti dómi fyrir kennitölusvindl úr skilorði í fjögurra mánaða fangelsi. Verjandi segir dóminn í hróplegu ósamræmi við sambærileg mál og telur markmið með áfrýjun að bera í bætifláka fyrir óhóflegt gæsluvarðhal Innlent 16. nóvember 2019 08:00
Staðfesti dóm vegna grófrar líkamsárásar og frelsissviptingar Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands Eystra yfir Akureyringi á fertugsaldri sem er gert að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt hann frelsi í handrukkun. Innlent 15. nóvember 2019 22:05
Héraðsdómur hafnaði miskabótakröfu Annþórs Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag 64 milljón króna miskabótakröfu sem Annþór Kristján Karlsson krafðist þess að fá greidda úr ríkissjóði. Annþór taldi sig eiga rétt á bótunum vegna eins og hálfs árs vistar á öryggisgangi á Litla hrauni. Innlent 15. nóvember 2019 19:42
Skúli ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. Viðskipti innlent 13. nóvember 2019 21:39
Hjó hausinn af ketti með öxi og lét ófriðlega Dæmdur í tveggja mánaða fangelsi skilorðsbundið. Innlent 13. nóvember 2019 16:09
Ærumeiðingamál Reynis gegn Arnþrúði tekið fyrir Greint var frá því í desember á síðasta ári að Reynir hygðist leita réttar síns vegna ummæla sem hún lét falla í símatíma á stöðinni. Innlent 13. nóvember 2019 06:15
Kókaíninnflytjandi borgaði leiguna með stolnu parketi af vinnustað sínum Tveir 35 ára karlmenn hafa verið dæmdir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot í febrúar 2018. Um var að ræða innflutning á einu kílói af kókaíni sem barst til landsins með hraðsendingu frá Belgíu en efnin voru falin í fjórum niðursuðudósum. Innlent 12. nóvember 2019 17:00
Dæmdur fyrir brot gegn börnum og konum á Þingeyri Vafasamt athæfið olli fórnarlömbunum verulegu hugarangri. Innlent 12. nóvember 2019 10:41
Flugmannsdóttir stefnir líka Arngrími Lögmaður dóttur Grants Wagstaff sem fórst í flugslysi í Barkárdal sumarið 2015 segir andlát hans mega rekja til stórfellds gáleysis flugmannsins Arngríms Jóhannssonar. Krefst dóttirin 12 milljóna króna miskabóta frá Arngrími og tryggingafélagi hans, Sjóvá. Innlent 12. nóvember 2019 06:15