Dæmdur fyrir líkamsárás eftir deilur um tóbak í tönnum Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann vegna líkamsárásar fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi í júní 2018. Innlent 30. október 2020 08:14
Dæmdur fyrir háskaför steypubíls á Sæbraut og íkveikju á Pablo discobar Hlynur Geir Sigurðsson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir ýmis brot. Innlent 30. október 2020 07:01
Nældi sér í 125 milljónir í arf og kom þeim undan Kona á sjötugsaldri hefur verið dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af eru fimmtán skilorðsbundnir, fyrir skilasvik og peningaþvætti er hún nældi sér í 125 milljóna króna arf frá móður sinni í reiðufé. Innlent 28. október 2020 20:31
Björn Ingi segir enga kröfu um gjaldþrotaskipti hafa borist Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem heldur úti Viljanum, segir enga kröfu um gjaldþrotaskipti á Útgáfufélagi Viljans hafa borist. Þrátt fyrir það er fyrirtaka um beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um gjaldþrotaskipti á dagskrá í héraði. Viðskipti innlent 27. október 2020 22:49
Farið fram á gjaldþrotaskipti á útgáfufélagi Viljans Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur farið fram á að útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Viðskipti innlent 27. október 2020 21:33
Rökuðu hárið af manni með hrossaklippum en brotið fyrnt Fimm manna hópur var í dag sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af því að hafa ruðst inn á heimili manns og rakað af honum mest allt hár á höfði hans og framan af augnabrúnum hans. Brotin voru fyrnd að mati dómsins. Innlent 27. október 2020 20:47
43 milljónir króna í sekt fyrir 15 milljóna króna skattsvik Tæplega fimmtug kona hefur verið dæmt til greiðslu 43 milljóna króna sektar og í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á skattalögum. Ávinningur konunar var á fimmtándu milljón króna en sekt hennar þreföld hærri. Viðskipti innlent 27. október 2020 11:24
Fallist á endurupptöku í BK-málinu Endurupptökunefnd hefur fallist á beiðni Magnúsar Arnars Arngrímssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis, um að tveggja ára fangelsisdómur sem hann hlaut í svokölluðu BK-máli í Hæstarétti árið 2015 verði endurupptekinn. Viðskipti innlent 27. október 2020 06:30
Dró sér fé til að greiða eigin skuldir Kona hefur verið dæmd í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Dómur yfir konunni féll í Héraðsdómi Suðurlands þann 16. október síðastliðinn, en dómurinn var birtur í dag. Innlent 26. október 2020 20:45
Vildu stöðva „stjórnlausa afbrotahrinu“ í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra fór meðal annars fram á gæsluvarðhald yfir manni búsettum í Hrísey sem grunaður er um fjölmörg ofbeldisbrot til þess að stöðva afbrotahrinu hans, sem lögreglan segir að virðist hafa verið orðin stjórnlaus. Innlent 26. október 2020 19:31
Landamæravörður fletti ítrekað upp upplýsingum um fyrrverandi maka Landamæravörður var í gær sakfelld í Landsrétti fyrir að hafa ítrekað flett upp upplýsingum um fyrrverandi maka sinn og aðra konu í lögreglukerfinu, LÖKE, án þess að það tengdist starfi hennar. Innlent 24. október 2020 17:35
Sýknaður af nauðgun á sambýliskonu sinni Landsréttur sýknaði í dag mann sem var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa nauðgað þáverandi sambýliskonu sinni með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Innlent 23. október 2020 22:12
Telja að Hvalur þurfi að reiða fram rúmar hundrað milljónir eftir dóma Landsréttar Hvalur hf. var í Landsrétti í dag dæmdur til að leiðrétta laun og reiða fram greiðslur til átta starfsmanna sem unnu á hvalvertíðum hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 23. október 2020 16:59
Dómur mildaður í ljótu líkamsárásarmáli Landsréttur hefur dæmt Hafstein Oddsson í fjögurra ára fangelsi fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum haustið 2016. Hafsteinn hlaut sex ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í júlí í fyrra en dómurinn var mildaður um tvö ár. Innlent 23. október 2020 15:52
Skúli sýknaður í áralangri deilu við Sigmar Stemma hf., fyrirtæki Skúla Gunnars Sigfússonar, var í dag sýknuð af kröfum Sigmars Vilhjálmssonar og félagsins Sjarms og garms ehf í Landsrétti. Viðskipti innlent 23. október 2020 15:49
Fær ekki krónu vegna úra og skartgripa sem fundust ekki hjá lögreglu Héraðsdómur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu fyrrverandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Hann vildi fá sextán milljónir frá ríkinu vegna verðmæta sem tekin voru af heimili hans við húsleit lögreglu. Innlent 23. október 2020 10:52
Dæmdur fyrir hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu og nýjum kærasta hennar Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að beita fyrrverandi sambýliskonu sinni hótunum og hóta kærasta hennar líkamsmeiðingar eða lífláti. Innlent 23. október 2020 09:47
Höfðu áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmaður Capacent höfðu báðar áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. Innlent 23. október 2020 09:01
Lýsti atvinnuleysi og vanlíðan síðan henni var sagt upp hjá ON Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem sagt var upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar árið 2018, lýsir miklum átökum sínum og Bjarna Más Júlíussonar fyrrverandi framkvæmdastjóra ON þegar þau störfuðu saman. Innlent 22. október 2020 16:58
Helgi og RÚV sýknuð í meiðyrðamáli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlamanninn Helga Seljan og Ríkisútvarpið í meiðyrðamáli sem karlmaður höfðaði gegn þeim vegna ummæla fyrrverandi eiginkonu sinnar í Kastljósþætti í ágúst 2015. Innlent 22. október 2020 12:43
Fyrrverandi forstjóri Matís sýknaður af ákæru vegna heimaslátrunar Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, var á þriðjudag sýknaður af ákæru fyrir brot gegn lögum um slátrun og sláturafurðir með því að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti sem slátrað hafði verið utan löggilts sláturhúss. Innlent 22. október 2020 10:21
Tugmilljóna kröfu Sjóvár vegna vanhertra bolta vísað frá Tugmilljóna fjárkröfu tryggingafélagsins Sjóvár á hendur vélsmiðjunni Hamar og tryggingafélaginu VÍS hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur, þrátt fyrir að dómurinn telji að vélsmiðjan hafi borið fulla ábyrgð á bilun í skipinu Birtingi Innlent 21. október 2020 14:20
Af sviði fasteignakauparéttar Tveir nýlegir dómar Héraðsdóms Reykjavíkur sýna hversu ríkar kröfur eru gerðar til aðila í fasteignaviðskiptum og hversu erfitt og kostnaðarsamt það getur reynst að sækja rétt sinn þegar út af bregður. Skoðun 21. október 2020 11:00
Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. Innlent 20. október 2020 21:32
Fjögurra vikna síbrotagæsla fyrir ránin þrjú um helgina Átján ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fimm vikna síbrotagæslu til 16. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19. október 2020 15:54
Sigur Rós sendir frá sér yfirlýsingu: Skattalögin til skammar fyrir Ísland Núverandi og fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hvetja íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða íslenska skattalöggjöf sem þeir telja vera óréttláta, harðneskjulega og til skammar fyrir Ísland. Innlent 19. október 2020 15:23
Sagðir hafa hótað drengnum ofbeldi með ostaskera og pinna Landsréttur hefur vísað frá kröfu annars þeirra sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við frelssissviptingarmál á Akureyri í síðustu viku, þess efnis að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yrði felldur úr gildi Innlent 19. október 2020 13:01
Fékk bætur og afsökunarbeiðni frá dómsmálaráðherra Páll Sverrisson hefur fengið milljónir króna í bætur vegna ítrekaðra birtinga á viðkvæmum persónuupplýsingum um hann af hálfu dómstóla. Innlent 17. október 2020 17:44
Skipstjóri og útgerðarfélag sýknuð af ákæru um brottkast á grásleppuveiðum Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað skipstjóra á grásleppubát og útgerðarfélag af ákæru um ólöglegt brottkast á fiski. Innlent 16. október 2020 13:33
Sýknaður af skattsvikaákæru eftir áratug Bjarni Ákason, fjárfestir og athafnamaður, var í gær sýknaður í héraðsdómi af ákæru héraðssaksóknara þess efnis að hafa komið 44 milljónum króna undan skatti. Innlent 16. október 2020 08:26