England: Róðurinn þyngist enn hjá Burnley Þremur leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag og var nokkuð um óvænt úrslit. Norwich City tókst að vinna sigur, West Ham tapaði og Leicester nældi sér í þrjú stig. Fótbolti 10. apríl 2022 15:22
Tottenham færist nær Meistaradeild | Leeds færist fjær fallsæti Tottenham vann öflugan 0-4 sigur á Aston Villa á Villa Park í ensku úrvalsdeildinni í dag en á sama tíma rúllaði Leeds yfir Watford á Vicarage Road, 0-3. Enski boltinn 9. apríl 2022 20:02
Valgeir og Jón Daði í byrjunarliðunum | Alfreð allan tíman á bekknum Valgeir Lunddal Friðriksson og Jón Daði Böðvarsson fengu mínútur í leik sinna liða í dag en Alferð Finnbogason kom ekkert við sögu gegn toppliði Bayern Munchen. Fótbolti 9. apríl 2022 18:02
Chelsea skoraði sex gegn Southampton Chelsea var búið að tapa tveimur leikjum síðustu sex daga með markatölunni 7-2 en svöruðu heldur betur fyrir það í dag með því að gjörsigra Southampton 0-6 á St. Mary‘s vellinum. Enski boltinn 9. apríl 2022 16:31
Aftur tapar Arsenal Baráttan um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni er galopin eftir að Brighton gerði sér lítið fyrir og sigraði Arsenal á Emirates vellinum í dag, 1-2. Enski boltinn 9. apríl 2022 16:01
Rangnick: Hefðum átt að skapa meira Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, var að vonum niðurlútur eftir erfitt tap sinna manna gegn Everton í hádeginu í dag. Fótbolti 9. apríl 2022 14:45
Frábær sigur Everton á Manchester United Everton vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag á heimavelli. Lokatölur í leiknum urðu 1-0 fyrir heimamenn sem eru eftir sigurinn fjórum stigum frá fallsæti. Enski boltinn 9. apríl 2022 13:30
Chris Wood tryggði Newcastle sigur gegn Úlfunum Chris Wood skoraði eina mark leiksins er Newcastle vann 1-0 sigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Enski boltinn 8. apríl 2022 21:04
Brassar vongóðir um að landa Guardiola og myndu borga svimandi há laun Forráðamenn brasilíska knattspyrnusambandsins eru vongóðir um að Pep Guardiola verði næsti landsliðsþjálfari Brasilíu, þegar valdatíma Tite lýkur eftir HM í lok þessa árs. Fótbolti 8. apríl 2022 16:30
Þriggja ára bann fyrir niðrandi orð um samkynhneigða Ungur stuðningsmaður Arsenal fær ekki að stíga fæti inn á knattspyrnuleikvang næstu þrjú árin eftir að hafa kallað niðrandi orð um samkynhneigða er Arsenal heimsótti Brighton & Hove Albion í október á síðasta ári. Enski boltinn 8. apríl 2022 11:30
Afhjúpa styttu af Agüero á tíu ára afmæli marksins sem tryggði titilinn Manchester City ætlar að afhjúpa styttu af Sergio Agüero fyrir utan heimavöll sinn þann 13. maí næstkomandi, nákvæmlega tíu árum eftir að framherjinn tryggði liðinu enska meistaratitilinn með marki gegn QPR í uppbótartíma. Enski boltinn 8. apríl 2022 10:30
Man City enn undir rannsókn: Tölvupóstar sýna fram á brot á fjárhagslegri háttvísi Þýski fjölmiðillinn Der Spiegel segist hafa undir höndum gögn sem sýni fram á að rannsókn á enska knattspyrnufélaginu Manchester City sé enn í gangi. Enski boltinn 8. apríl 2022 07:01
Ronaldo segir Rooney öfundsjúkan Cristiano Ronaldo hefur svarað ummælum sem Wayne Rooney lét falla fyrr í vikunni. Hann sagði þá að kaup Manchester United á Ronaldo hefðu ekki gengið upp. Enski boltinn 7. apríl 2022 12:01
Styttist í að Ten Hag verði tilkynntur sem nýr þjálfari Man United Allt bendir til þess að Erik ten Hag, þjálfari Ajax, verði næsti þjálfari Manchester United. Hann hefur verið í umræðunni allt frá því Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn og stefnir í að hann taki við fyrr heldur en síðar. Enski boltinn 7. apríl 2022 08:00
Klopp: Engar líkur á því að Haaland komi til Liverpool Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur neitað þeim sögusögnum að norski framherjinn Erling Braut Haaland sé á leiðinni til í Liverpool í sumar. Haaland verður að öllum líkindum á faraldsfæti frá Dortmund í sumar en hann hefur verið orðaður við öll helstu stórlið Evrópu undanfarið. Enski boltinn 7. apríl 2022 07:00
Burnley enn þá á lífi í ensku úrvalsdeildinni en Everton komið í alvöru vandræði Áfram tapar Everton á útivelli en í þetta skipti í 6 stiga fallbaráttuslag gegn Burnley, lokatölur 3-2 fyrir heimamenn á Turf Moor. Enski boltinn 6. apríl 2022 19:47
Hefði getað stórslasað nýstirni Liverpool ef hann hefði hitt Luis Diaz átti enn á ný góðan leik í gær þegar Liverpool vann 3-1 sigur í fyrri leik sínum á móti Benfica í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Kvöldið hefði þó getað endað mjög illa fyrir Kólumbíumanninn. Enski boltinn 6. apríl 2022 08:31
Micah Richards: Hræðilegur leikur fyrir Man. City til að byrja risastóra viku Það er nóg af stórleikjum hjá Englandsmeisturum Manchester City þessa dagana og fjörið byrjar strax í kvöld með fyrri leik liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Enski boltinn 5. apríl 2022 14:30
Mike Dean: Hótuðu að henda bensínsprengju á húsið hans Mike Dean hefur gengið í gegnum ýmislegt á 22 ára dómaraferli sínum í ensku úrvalsdeildinni en í viðtali við breska ríkisútvarpið þá sagði hann eina svakalega sögu af eftirmálum leiks sem hann dæmdi. Enski boltinn 5. apríl 2022 13:30
Van Dijk með augun á „ógleymanlegu“ tímabili hjá Liverpool Liverpool á enn möguleika á að vinna fjóra bikara á tímabilinu og í kvöld spilar liðið fyrri leik sinn á móti Benfica í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Enski boltinn 5. apríl 2022 12:30
Rooney telur Man. United þurfa yngri og hungraðri leikmenn en Ronaldo Wayne Rooney, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir sitt gamla félag þurfa yngri og hungraðri leikmenn en Cristiano Ronaldo til að lyfta því upp úr þeim öldudal sem það virðist fast í. Enski boltinn 5. apríl 2022 09:01
Klopp segir að illa hafi verið komið fram við kvennalið Liverpool Jürgen Klopp, þjálfari karlaliðs Liverpool, hrósaði kvennaliði félagsins fyrir að vinna sér sæti í efstu deild. Hann segir þó góða ástæðu fyrir því að þetta sigursæla félag hafi fallið um deild, það var einfaldlega ekki komið nægilega vel fram við liðið. Enski boltinn 4. apríl 2022 23:30
Hrósaði bæði leikmönnum og stuðningsfólki Palace eftir magnaðan sigur „Ég er mjög stoltur. Við spiluðum frábærlega. Við vörðumst vel og nýttum færin okkar,“ sagði sigurreifur Patrick Vieira eftir magnaðan 3-0 sigur Crystal Palace á Arsenal fyrr í kvöld. Enski boltinn 4. apríl 2022 23:01
Vieira gerði fyrrum liði sínu skráveifu í baráttunni um Meistaradeildarsæti Lærisveinar Patrick Vieira í Crystal Palace gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Arsenal saman í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni, lokatölur 3-0. Enski boltinn 4. apríl 2022 21:05
„Engin gleði í spilamennsku Man. United“ Jamie Redknapp gagnrýndi spilamennsku Manchester United eftir jafnteflið á móti Leicester City og segir að það hljóti verið erfitt fyrir stuðningsmenn United að horfa upp á liðið sitt. Enski boltinn 4. apríl 2022 11:00
Konan hans Klopp hannaði að hans mati „besta barinn“ í Liverpool á Anfield Nú vitum við hvar Jürgen Klopp heldur sig eftir heimaleiki Liverpool á Anfield. Hann og hans fólk hafa útbúið sér sérstakan samastað undir nýju stóru stúkunni á leikvanginum. Enski boltinn 4. apríl 2022 09:01
Fyrrverandi stjóri Man Utd er með krabbamein Louis van Gaal, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United og núverandi landsliðsþjálfari Hollendinga, greindi frá því í gær að hann er með krabbamein. Fótbolti 4. apríl 2022 07:00
Ólíklegar hetjur skutu Tottenham upp í Meistaradeildarsæti Tottenham vann afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn lyftir liðinu í það minnsta tímabundið upp í fjórða sæti deildarinnar, en þrír varnarmenn komu sér á blað fyrir heimamenn. Enski boltinn 3. apríl 2022 17:29
Stálheppinn tippari vann 104 milljónir króna Hæsti vinningur í sögu Íslenskra getrauna vannst í gær þegar íslenskur tippari búsettur í Kópavogi fékk þrettán rétta á Enska getraunaseðilinn og varð 104 milljónum króna ríkari. Innlent 3. apríl 2022 17:15
Sjáðu skallamark Jóns Daða Jón Daði Böðvarsson skoraði sitt fjórða mark á tímabilinu í gær, í 1-1 jafntefli gegn Wigan Athletic eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Fótbolti 3. apríl 2022 16:30