Vill hópfjármögnun fyrir Antony Eftir martraðartíma sinn hjá Manchester United hefur hinn brasilíski Antony svo sannarlega slegið í gegn í spænska boltanum sem lánsmaður hjá Real Betis. Fótbolti 31. mars 2025 09:33
Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Arsenal er í leit að stjörnuframherja og The Athletic fjallar um það í nýrri grein að félagið sé afar áhugasamt um að klófesta sænska markahrókinn Viktor Gyökeres frá Sporting Lissabon. Enski boltinn 31. mars 2025 08:26
Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Erling Haaland haltraði meiddur af velli í dag þegar Manchester City lagði Bournemouth í 8-liða úrslitum enska bikarsins 1-2. Haaland meiddist á ökkla og yfirgaf völlinn eftir leik á hækjum en enn er allt á huldu um alvarleika meiðslanna. Fótbolti 30. mars 2025 22:17
Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og Bayern München, ætti að geta tekið þátt í leikjunum mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni í fótbolta eftir að hafa spilað í toppslag við Leverkusen í dag. Fótbolti 30. mars 2025 15:16
Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Manchester City hefur komist í úrslit ensku bikarkeppninnar tvisvar sinnum í röð og stefnir hraðbyri þangað aftur. Liðið mætti Bournemouth í 8-liða úrslitum í dag og þrátt fyrir að skora aðeins tvö mörk voru yfirburðir City algjörir í 1-2 sigri. Enski boltinn 30. mars 2025 15:00
Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í Preston, eina B-deildarliðinu sem enn var með í keppninni, máttu sín lítils gegn Aston Villa og töpuðu 3-0 á heimavelli í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta. Enski boltinn 30. mars 2025 14:16
Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Í enska bikarnum eigum við Íslendingar okkar fulltrúa í átta liða úrslitunum, Skagamanninn Stefán Teit Þórðarson, leikmann Preston North End, sem verður í eldlínunni þegar að enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa mætir í heimsókn í dag. Fótbolti 30. mars 2025 10:33
Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Kona sem starfaði fyrir Manchester City og sá um að klæða sig upp sem lukkudýr félagsins, Moonbeam, sakar Erling Haaland um að hafa slegið sig í höfuðið þegar hún var í búningnum. Hún hafi þurft að fara á sjúkrahús og farið með málið til lögreglu. Enski boltinn 30. mars 2025 10:02
Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Tugþúsundir fólks gengu um götur Newcastle í gær og fögnuðu deildarbikarnum, sem liðið vann í úrslitaleik gegn Liverpool á dögunum og endaði sjötíu ára bið stuðningsmanna eftir titli. Enski boltinn 30. mars 2025 07:03
Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Nottingham Forest komst áfram í undanúrslit FA bikarsins með sigri gegn Brighton í vítaspyrnukeppni. Enski boltinn 29. mars 2025 20:24
Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Willum Þór Willumsson var í byrjunarliðinu og Alfons Sampsted kom inn af bekknum hjá toppliði Birmingham í 4-1 sigri gegn Shrewsbury, neðsta liði League One deildarinnar á Englandi. Enski boltinn 29. mars 2025 17:03
Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Benoný Breki Andrésson og félagar í Stockport County fengu fyrirlestur frá fljótasta manni sögunnar, Usain Bolt, í aðdraganda fyrsta leiks eftir landsleikjahlé og fögnuðu svo sigri, 2-1, gegn Íslendingafélaginu Burton Albion. Enski boltinn 29. mars 2025 14:43
Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Crystal Palace varð í dag fyrsta liðið til að komast í undanúrslit ensku bikarkeppninnar, með afar flottum 3-0 sigri gegn Fulham í Lundúnaslag á Craven Cottage. Mörkin má sjá á Vísi. Enski boltinn 29. mars 2025 14:15
Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Fótboltaþjálfarinn þrautreyndi Harry Redknapp kallaði Thomas Tuchel, þjálfara enska landsliðsins, þýskan njósnara á góðgerðarsamkomu á dögunum. Enski boltinn 28. mars 2025 08:30
Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Eftir að Joey Barton var dæmdur fyrir að hafa ráðist á eiginkonu sína hafa gömul ummæli hans á X verið dregin fram í dagsljósið. Enski boltinn 27. mars 2025 11:31
Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Willie Kirk, sem var rekinn frá Leicester City eftir að hafa viðurkennt að eiga í ástarsambandi með leikmanni, vill fá annað tækifæri. Enski boltinn 26. mars 2025 09:01
Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Fyrrum knattspyrnumaðurinn Joey Barton hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á eiginkonu sína,Georgiu. Atvikið átti sér stað á heimili fjölskyldunnar í Lundúnum sumarið 2021. Enski boltinn 25. mars 2025 17:48
Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Það virðist endanlega frágengið að bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold gangi í raðir Evrópumeistara Real Madrid í sumar þegar samningur hans við Liverpool rennur út. Enski boltinn 25. mars 2025 07:31
Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands England vann 3-0 gegn Lettlandi í undankeppni HM. Reece James mætti aftur í landsliðið og skoraði beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik, Harry Kane og Eberechi Eze bættu svo við í seinni hálfleik. Fótbolti 24. mars 2025 22:00
„Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Dean Huijsen átti frábæran fyrsta leik í spænsku landsliðstreyjunni gegn Hollandi. Justin Kluivert, andstæðingur hans í gær en liðsfélagi hjá Bournemouth, segist viss um að Huijsen sé á förum frá félaginu í sumar. Enski boltinn 24. mars 2025 18:03
Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Crystal Palace hefur fengið frábærar fréttir því framherjinn Jean-Philippe Mateta verður með í bikarleiknum við Fulham á laugardag, þrátt fyrir fólskulega sparkið sem hann fékk í andlitið í leik við Millwall 1. mars. Enski boltinn 24. mars 2025 15:00
Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Knattspyrnumaðurinn Jadon Sancho hefur verið á láni hjá Chelsea frá Man. Utd í vetur og það mun kosta sitt ef félagið sleppir því að kaupa hann í sumar. Enski boltinn 24. mars 2025 12:46
Sló met Rashford og varð sá yngsti Myles Lewis-Skelly hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarna mánuði. Hann var settur í byrjunarliðið í sínum fyrsta landsleik í gær, skoraði eftir aðeins tuttugu mínútur og bætti í leiðinni met sem Marcus Rashford hefur haldið síðan 2016. Fótbolti 22. mars 2025 08:02
Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Ítalski landsliðsmaðurinn Riccardo Calafiori, leikmaður Arsenal, er mættur aftur til Lundúna eftir að hafa meiðst í leik gegn Þýskalandi í gærkvöldi. Enski boltinn 21. mars 2025 22:33
Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Matheus Cunha mun þurfa að taka út einn auka leik í banni, vegna hegðunar sinnar í garð Milos Kerkez leikmanns Bournemouth. Cunha mun því taka út fjögurra leikja bann í stað þriggja leikja bannsins sem hann fékk sjálfkrafa fyrir beint rautt spjald. Enski boltinn 21. mars 2025 17:56
Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Rasmus Höjlund, framherji Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo hafi lengi verið sitt átrúnaðargoð. Þess vegna nýtti hann tækifærið í gærkvöld til að fagna eins og Ronaldo, beint fyrir framan goðið sitt, í 1-0 sigri Danmerkur gegn Portúgal í Þjóðadeildinni. Fótbolti 21. mars 2025 07:31
Púllarinn dregur sig úr hópnum Ryan Gravenberch, leikmaður Liverpool, hefur neyðst til að draga sig úr landsliðshópi Hollands vegna meiðsla. Meiðslin eru að líkindum ekki alvarleg en hann hefur verið máttarstólpi á miðju enska liðsins í vetur. Enski boltinn 20. mars 2025 12:33
Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Þegar Chelsea fékk enska vængmanninn Jadon Sancho lánaðan frá Manchester United síðasta sumar var það undir þeim formerkjum að Lundúnaliðið myndi kaupa leikmanninn að loknu yfirstandandi tímabili. Chelsea hefur nú skipt um skoðun og er tilbúið að borga sekt frekar en að festa kaup á leikmanninum. Enski boltinn 20. mars 2025 07:01
Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Leikmannasamtök efstu deilda á Englandi, PFA, hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að öryggi kvenkyns leikmanna sé ógnað sökum slæmra vallaraðstæðna í stórleikjum. Fótbolti 19. mars 2025 23:01
Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, hefur komið markverði Millwall, Liam Roberts, sem fékk rautt spjald fyrir ljótt brot á honum í bikarleik á dögunum til varnar. Enski boltinn 19. mars 2025 11:31