Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Vinstri vængurinn styrkist

Fyrr í sumar var því haldið fram á þessum vettvangi að ódýrara yrði fyrir þjóðina að fá Ögmund Jónasson í ríkisstjórn heldur en að láta lausbeislaðan vinstri væng VG þvinga fram þjóðnýtingu HS-orku. Nú er spurning hvort kenningin stenst.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í Bóksölunni

Fyrir nokkrum árum, fleiri en ég kæri mig um að muna, vann ég í Bóksölu stúdenta í nokkur misseri. Eins og gefur að skilja var álagið mest í upphafi haustannar; vikurnar á undan bárust fleiri hundruð tonn af kennsluritum og lagerinn minnti einna helst á völundarhús úr bókum. Stundum sótti sú tilfinning að mér að ég myndi hreinlega daga uppi í rangölum vísdómsins. Svo byrjuðu kúnnarnir að streyma að í þúsundavís; háskólafólkið – framtíð landsins. Sumir dálítið utan við sig.

Bakþankar
Fréttamynd

Yfirvegun í stað stóryrða

Þingsályktunartillaga um að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka er meðal þeirra mála sem kunna að verða rædd og jafnvel afgreidd á septemberþingi sem hefst í dag.

Fastir pennar
Fréttamynd

Um nýja stjórnarskrá

Stjórnarskrá Íslands, sem samþykkt var með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu við lýðveldisstofnunina á Þingvöllum 17. júní 1944, er í öllum meginatriðum samhljóða stjórnarskrá Danmerkur. Það eru því ekki endilega annmarkar á stjórnarskránni, sem knýja á um, að þjóðin setji sér nú nýja stjórnarskrá, enda hefur Danmörku vegnað býsna vel. Danir gerðu að vísu nokkrar breytingar á stjórnarskrá sinni 1953 einkum vegna hugsanlegrar inngöngu í Evrópusambandið síðar, en Íslendingar hafa ekki gert samsvarandi breytingar, að frátöldum nýjum mannréttindakafla. Þessi munur skiptir þó ekki miklu máli.

Fastir pennar
Fréttamynd

Núið

At leve i nuet er livets teknik Og alle folk gør deres bedste Men halvdelen vælger det nu som gik Og halvdelen vælger det næste

Bakþankar
Fréttamynd

Grillir í sátt?

Mögulega grillir nú í útlínur sáttar um fiskveiðistjórnunina í starfshópi sjávarútvegsráðherra. Þar mun yfirgnæfandi meirihluti vera fyrir svokallaðri samningaleið, eins og Fréttablaðið hefur sagt frá. Hún felur í sér fráhvarf frá fyrningarleiðinni, sem ríkisstjórnin lagði upp með, en gerir ráð fyrir að veiðiheimildum verði að stærstum hluta endurúthlutað til útgerðarinnar í sömu hlutföllum og nú, en á grundvelli samninga og komi gjald fyrir. Þannig verði undirstrikað að veiðiheimildirnar séu þjóðareign en ekki í einkaeigu og að kvótinn sé afnotaréttur, ekki eignarréttur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bréf til biskups

Þegar ég var ungur vann ég í tvö sumur í sumarskóla einum fyrir einhverf börn. Hófst sá stutti starfsferill brösuglega en samstarfsmönnum mínum þótti ég eiga erfitt með að kenna krökkunum góðar umgengnisreglur. Svo keyrði um þverbak þegar kollegar mínir sáu sig nauðbeygða til að kenna mér sjálfum eitt og annað um umgengni.

Bakþankar
Fréttamynd

Þjófar sakleysisins

Sá sem gengur inn á heimili vinar, sér þar dýrgrip sem hann ágirnist, stingur honum inn á sig þegar hann er einn í stofunni og fer með hann heim, er þjófur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Glæpur og refsing

Fréttablaðið sagði í síðustu viku frá athyglisverðum niðurstöðum könnunar, sem gerð var á viðhorfi Norðurlandabúa til refsinga í ýmsum brotamálum. Í íslenzka hluta könnunarinnar, sem Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur stýrði, kom fram að almenningur á Íslandi telur annars vegar að refsidómar séu vægari en þeir raunverulega eru og hins vegar að þær refsingar, sem þátttakendur í könnuninni útdeildu sjálfir eftir að hafa kynnt sér málavöxtu í mismunandi brotamálum, eru vægari en þær sem reyndir dómarar ákveða í sömu málum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Réttlæting letiblóðs

Faðir minn, sextugur upp á dag, er staddur í eftirlætislandinu sínu að borða eftirlætismatinn sinn. Hann, hálfur Þjóðverji, er sérlegur aðdáandi Bæjaralands og það var aldrei spurning hvar hann myndi eyða þessum degi. Í Ölpunum, við stórt stöðuvatn, horfandi á seglbáta. Það er reyndar daglegt brauð, og gæti allt eins gerst þótt hann væri 59 eða 61. Sjálf get ég ekki ímyndað mér hvar ég verð stödd árið 2037, sextug. Ég hef ekki enn þá þróað með mér smekk á neinu eftirlætislandi og markmið mín í lífinu eru yfirleitt svo einföld og lítilfjörleg að flestir myndu kalla það metnaðarleysi á einfaldri íslensku. Þegar ég er sérstaklega löt í markmiðum og áætlunum í lífi mínu les ég stundum endurholdgunarfræði og gleðst innra með mér yfir því að „gömlu sálirnar" - þær sem eru búnar að lifa flest líf á jörðinni - eru samkvæmt þeim fræðum jafnframt sagðar þær lötustu þegar kemur að metnaði fyrir eigin hönd. „Til hvers? Hlaupa hvert? Gera hvað? Við erum öll á leið á sama stað hvort sem er," segja þær og halda áfram að leika sér í Farmville.

Bakþankar
Fréttamynd

Afneitun stjórnarformanns

Eftir fáeinar vikur verða tvö heil ár liðin frá falli íslenska bankakerfisins. Hrun íslenska bankakerfisins var afleiðing alþjóðlegrar fjármálakreppu. Sú kreppa dugir þó ekki ein til útskýringar á því hversu illa fór hér á landi þar sem bankakerfið hrundi nánast eins og það lagði sig. Hér koma til viðbótar þættir eins og örsmá mynt og svo gríðarlegur og hraður vöxtur íslenska bankakerfisins sem stundaði viðskipti sín um heim allan en gerði þó alltaf út frá heimahöfninni á Íslandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tengjast kirkjugarðar trú?

Tilraun var gerð þegar ég heimsótti Korputorg í fyrsta sinn í gær. Vinkona var dregin með því annars hefði ég líklega ekki ratað því mér finnst allt fyrir ofan Elliðaárnar vera sveit.

Bakþankar
Fréttamynd

Sápukúlur í valdabaráttu

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tókst í liðinni viku að láta Evrópuumræðuna snúast um þær staðhæfingar Heimssýnar að umsóknarferlið sé aðlögunarferli. Í því felst sú hugsun að Ísland þurfi að innleiða löggjöf Evrópusambandsins áður en þjóðin fær tækifæri til að greiða atkvæði um hugsanlegan samning.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kjötbollur og söngur

Þessi vika var skemmtileg í lífi fjölskyldunnar því þá hóf frumburðurinn skólagöngu. Ég fékk mér far með skólarútunni fyrsta daginn og fylgdi syni mínum inn í stofu. Eitthvað súrnaði okkur mæðrunum í augum frammi á gangi eftir að hafa kvatt afkvæmin. Þau voru allt í einu eitthvað svo lítil og skólinn svo stór. Þegar ég sótti drenginn síðdegis spurði ég hann hvernig hefði verið þennan fyrsta skóladag en það varð fátt um svör. „Það er löng saga,“ lét barnið sér nægja að segja. Það var ekki fyrr en um kvöldið að ég fékk að heyra lagið sem sungið er í lok hvers skóladags og að það hefðu verið kjötbollur í matinn. Auðvitað reyndist allt hafa gengið vel.

Bakþankar
Fréttamynd

Læmingi í flæmingi

Ég trúi á Guð, samkvæmt skilningi mínum á honum, ég trúi á Jesú Krist og þá siðfræði sem honum er eignuð en ég hef enga trú á heilagri, almennri kirkju.

Bakþankar
Fréttamynd

Ég á!

Fyrir um viku síðan var lögð hjólarein á Hverfisgötuna. Í þeim tilgangi þurfti að fjarlægja um fjörutíu bílastæði í eigu borgarinnar úr syðri vegkantinum og mála þar græna rönd með hjólamerki. Á norðurakreininni voru málaðir nokkrir svokallaðir hjólavísar en það eru merki sem eiga að minna ökumenn á að þeir deili götunni með hjólreiðamönnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hjónasæla í súld

Íslensk sumarbrúðkaup eru frábær. Sérstaklega þegar brúðhjónin spila djarft og halda þau úti við. Á sumarblíðu er ekki að treysta á klakanum og ekki hægt að panta sólina eins og hverja aðra rjómatertu. Það er þó einungis þegar fólk hengir sig í smáatriðin sem eitthvað getur farið úrskeiðis. Því strangari sem verðandi brúðhjón eru á tímasetningum, skreytingum, veitingum og væntingum, er hættara við að eitthvað fari út um þúfur.

Bakþankar
Fréttamynd

Krónan hækkar heita vatnið

Gífurlegur fjárhagsvandi Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Fyrirtækið skuldar 240 milljarða króna og afborganir á næstu árum verða tugir milljarða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Staðarbófar og farandbófar

Um stjórnmál eru ævinlega skiptar skoðanir, svo sem liggur í hlutarins eðli. Sum atriði eru þó hafin yfir skynsamlegan ágreining í okkar samfélagi. Þannig er lýðræðisskipanin hafin yfir allan vafa. Um þetta sagði George Brown, utanríkisráðherra Bretlands 1966-68: „There shall be no one to stop us from being stupid if stupid we want to be." Með öðrum orðum: Lýðræði er algilt og óvefengjanlegt líkt og önnur mannréttindi og leyfir engin frávik, engar undantekningar. Lýðræði er æðra öðru stjórnskipulagi óháð því, hvort það skilar almenningi betri kjörum en til dæmis einræði, fáræði eða þjófræði (e. kleptocracy). Lýðræði er samt ekki alltaf samfelldur dans á rósum, segja sumir. Um þetta sagði Winston Churchill, forsætis-ráðherra Bretlands í stríðinu: „Lýðræði er versta stjórnskipulagið, nema allt hitt er enn verra."

Skoðun
Fréttamynd

Skarfalausar sundlaugar

Sauðölvaður maður keyrir bíl sinn inn í banka og heilsustofnun býður aukin úrræði fyrir útúrstressað fólk. Það var greinilegt á fréttum gærdagsins að haustlægðin er að skella á með öllum sínum þunga eftir sólarsömbu sumarsins.

Bakþankar
Fréttamynd

ESB og aðlögunin

Andstæðingar aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið, undir forystu Jóns Bjarnasonar ráðherra, hafa nú fundið sér enn eina ástæðuna til að fara fram á að viðræðunum verði hætt. Það er að í raun sé „aðlögun" Íslands að löggjöf Evrópusambandsins þegar hafin, án þess að þjóðin hafi ákveðið að ganga í sambandið. Jón Bjarnason hefur látið hafa eftir sér að aðildarferlið sé eitthvað allt annað en það sem Alþingi samþykkti á sínum tíma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fjórtán ár í útlegð

Eitt af því fyrsta sem ég meðtók í kristinni trú var að kirkjan, hús guðs, væri skjól mitt og griðastaður, sérstaklega ef ég ætti um sárt að binda. Þar gætti réttlætis. Þar nyti ég verndar. Æðsti yfirmaður þess skjóls hefur breytt þessari vissu í daprar efasemdir.

Bakþankar
Fréttamynd

Skalli

Gylfi Magnússon efnahagsráðherra var sakaður um að hafa leynt Alþingi vitneskju um að gengistrygging lána væri ólögmæt. Svo vill til að Alþingi setti lög um bann við slíkri tryggingu árið 2001. Síðan þá hefur það verið opinber staðreynd og birt með lögmætum hætti öllum borgurum þessa lands til eftirbreytni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Það sem gleymist

Það hefur alltaf tíðkast að konum sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi sé ekki trúað. Ýmist það eða það hefur bara ekki þótt ástæða til að aðhafast neitt í málunum, og ofbeldið þannig samþykkt. Að minnsta kosti höfum við séð mörg dæmi um þetta á Íslandi, sérstaklega þegar um er að ræða sifjaspell - svo ekki sé talað um ef ofbeldismaðurinn er þekktur í samfélaginu.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvernig er hægt að þegja?

Þjóðkirkjan hefur að undanförnu verið harðlega gagnrýnd fyrir að taka ekki nógu hart og ákveðið á grun um kynferðisbrot innan stofnunarinnar. Vilji kirkjunnar manna til að bæta um betur hefur þó ekki farið á milli mála og á síðustu dögum hafa verið tilkynntar aðgerðir og gefnar upplýsingar, sem benda eindregið til að kirkjan vilji gera hreint fyrir sínum dyrum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kirkjugrið og níðingar

Ætli okkur sé ekki flestum heldur hlýtt til þjóðkirkjunnar? Fólk treystir þessari stofnun til þess að vera vettvangur fyrir mikilvægustu stundir lífsins. Kirkjan er svolítið syfjuleg stundum sem er ágætt, því ekki fer vel á æsingi og hamagangi í trúarefnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Meðaltalsuppeldið

Menntaráð Reykjavíkur samþykkti fyrr í mánuðinum tillögu Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa um að unnið skuli markvisst að því að efla námsárangur drengja í grunnskólum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Habbðu vet…

Ömmur mínar voru afar ólíkar. Önnur var fín frú í Reykjavík sem átti það til að fornemast ógurlega, en sjálf gætti hún þess að sénera aldrei nokkurn mann. Amma í sveitinni fæddist aftur á móti á Fljótsdalshéraði aldamótaárið 1900 og átti það til að fussa og sveia yfir því sem henni fannst lítið vet. Afi í sveitinni, sem alist hafði upp á Barðaströndinni, habbði hins vegar litlar áhyggur og saggði mér oft sögur.

Bakþankar
Fréttamynd

Skólastarf verður að vera öruggt

Niðurskurður blasir nú við hvarvetna bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Engin þjónusta sem veitt er af opinberum aðilum mun þar eiga undankomu og skólar eru engin undantekning, leik- og grunnskólar hjá sveitarfélögunum og framhaldsskólar hjá ríkinu.

Fastir pennar