Ábyrgðin á Icesave Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skynjar ákveðna örvæntingu í greinargerðinni sem fylgir Icesave-frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í viðtali Bjarna við fréttastofu Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld. Fastir pennar 2. júlí 2009 00:01
Að éta útsæðið Hrepparígur og útburður gróusagna um nágrannann hefur lengi viðgengist. Ef til vill er ekki óeðlilegt að meira beri á slíku þegar harðnar á dalnum og fólki verður umhugaðra um þá hluti sem nær standa. Fastir pennar 1. júlí 2009 06:00
Hámarkslaunin Alþingi skorar á ríkisstjórnina að láta undirbúa löggjöf um hámarkslaun, þar sem kveðið verði á um að ekki megi greiða hærri laun hér á landi en sem svarar tvöföldum vinnulaunum verkamanns miðað við 40 stunda vinnuviku." Bakþankar 1. júlí 2009 06:00
Fjarri viftum og tölvuskjám Það er víst haft fyrir satt að sumarið nú hafi átt lélegustu innkomu í líf sólþyrstra Íslendinga í einn og hálfan áratug. Þetta las ég í það minnsta á fréttavefnum pressan.is og varð þó nokkuð hissa. Í fyrsta sinn frá því ég var barn að leik við læki og á melum og í móum hafði mér tekist að taka lit sem ekki var ættaður frá ströndum sólarlanda eða ljósabekkja, nú eða kemískum áburði. Bakþankar 30. júní 2009 06:00
Goðsögn og furðufugl Sviplegt fráfall Michaels Jackson í seinustu viku markar tímamót fyrir fólk af minni kynslóð. Fastir pennar 30. júní 2009 06:00
Markvissari forgangsröðun Við Íslendingar erum fremur óvanir atvinnuleysi og fylgifiskum þess. Þó að atvinnuleysisprósentan hafi hér eitthvað hreyfst upp og niður er það svo að lengst af hefur hér verið vinnu að hafa fyrir alla þá sem geta og vilja vinna. Síðustu ár var atvinnuástandið svo þannig að hér á landi var of lítið vinnuafl miðað við þá atvinnu sem var í boði. Fastir pennar 30. júní 2009 06:00
Nýting og niðurrif Nú á miðju sumri hopar jafnvel ljótleiki kreppunnar dálítið fyrir birtunni, næstum allt virðist fallegra í góðu veðri. Ummerki hrunsins eru þó hvarvetna sýnileg, jafn sorglega æpandi og daglegar fréttir af atvinnuleysi og gjaldþrotum. Enginn er ósnortinn, nema að því er virðist þeir sem í eigin þágu hjuggu harðast í undirstöðurnar en sýna nú ekki snefil af eftirsjá. Bakþankar 29. júní 2009 06:00
Ágætur sáttmáli svo langt sem hann nær Um stöðugleikasáttmálann má segja að hann sé ágætur svo langt sem hann nær. Hann var betur gerður en ógerður. Að því leyti sem hann felur í sér nýmæli er fagnaðarefni að um þau skuli ríkja breið samstaða. Fastir pennar 27. júní 2009 06:00
Dýrmæt skilaboð Undirskrift stöðugleikasáttmálans í gær er dýrmætur sigur fyrir alla sem að honum koma. Fyrir ríkisstjórnina var þessi áfangi mikilvæg staðfesting á einbeittum vilja hennar til að ná breiðri samstöðu um áætlun við endurreisn efnahagslífsins. Það tókst og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði því ríka ástæðu til að brosa breitt í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Þessi stund var ekki síst persónulegur sigur fyrir hana. Fastir pennar 26. júní 2009 06:15
Fimm ára gelgja Vinkona mín var einu sinni súpermódel í viku þegar hún sat fyrir í auglýsingu fyrir ónefnda sófabúð á Smáratorgi. Árið 2006. Þá tæplega þrítug. Við rifjuðum þá dásemd upp um daginn. Það var eins og hún hefði unnið nóbelinn þá helgi sem hún birtist á Mogga-opnunni í hvítum leðursófa og sófamódelið kynntist nýju þrepi í virðingarstiganum. Bakþankar 26. júní 2009 00:01
Löglegt? Siðlegt? Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson prófessor hafa í nokkrum greinum í Morgunblaðinu fært rök að því, að Íslendingum beri ekki lagaskylda til að axla IceSave-ábyrgðirnar og að Alþingi eigi því að hafna samningi fjármálaráðherra við Breta og Hollendinga um greiðslur vegna ábyrgðanna. Þeir Lárus og Stefán Már hafa lýst eftir rökstuðningi fyrir því, að íslenzka ríkinu beri að lögum að efla Tryggingasjóð innlána umfram lögbundið lágmark og greiða ábyrgðirnar, en þau rök hafa ekki komið fram, segja þeir, hvorki innan þings né utan. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari og Sigurður Líndal prófessor hafa líkt og Lárus og Stefán Már lýst þeirri skoðun í fjölmiðlum, að rétt væri að vísa málinu til dómstóla. Fastir pennar 25. júní 2009 08:17
Heimspeki á laugardagskvöldi Ætlarðu að drulla þér frá eða á ég að þurfa að ýta þér?" spurði maður sem langaði að komast að barboðinu þar sem ég sat nokkra stund á laugardagsnótt. Ég leit á manninn og átti satt best að segja von á því að sjá ógæfulegan og sauðdrukkinn mann fyrir aftan mig en svo var ekki. Hann var samkvæmt mínum fordómum afar ólíklegur til að gera sig sekan um slíkan dónaskap. Bakþankar 24. júní 2009 06:00
Uppnám í vali nemenda Hún er æf, móðirin. Faðirinn tekur þessu létt. Krakkinn er í losti. Það er búið að berja á allar dyr og svörin eru blandin. Alla vega kemst krakkinn ekki í Versló og heldur ekki í MR eða Kvennó. Ármúlinn blasir við. Fastir pennar 24. júní 2009 06:00
Valkosturinn við alþjóðasamstarf Gerðar hafa verið lærðar úttektir á mismuninum á stöðu Íslands og Nýfundnalands. Nokkru eftir seinna stríð varð ofan á hjá nágrönnum okkar í vestri að ganga til liðs við Kanada, meðan Íslendingar völdu leið sjálfstæðis og sjálfstjórnar. Fastir pennar 24. júní 2009 06:00
Fjandskapur við skriðsóley Umhverfis grösin er sprottið þétt fagurgrænt teppi af arfa. Kræklurnar standa uppúr teppinu en undir er einhver tegund sem ég ber ekki kennsl á. Þar í bland sé ég fornan fjanda minn í garðrækt, skriðsóleyjaranga. Í jaðrinu eru gott ef ekki er njólablöð. Ofar öllu eru mín glæstu kartöflugrös. Stæðileg og fönguleg liggja þau í brúskum ofan á illgresinu sem er svo þétt í smágervðri rótinni að stinga má fingrum undir teppið og svopta ví burtu með einu handtaki svo lófastórt gat verður eftir í grænni voðinni. Bakþankar 23. júní 2009 06:00
Efnahagslegt heilsuleysi Þegar Sesselja Sigmundsdóttir, stofnandi Sólheima í Grímsnesi, var að alast upp á Brúsastöðum í Þingvallasveit kom farandkennari á veturna, bjó á heimilinu um hríð og kenndi börnunum. Þetta var ung kona, Unnur Vilhjálmsdóttir, afbragðskennari og í miklum metum hjá fjölskyldunni. Þegar Sesselja ákveður að stofna heimili fyrir munaðarlaus börn og koma þeim til manns, fer hún utan til að afla sér þekkingar og reynslu og biður föður sinn að fylgjast með ef gott jarðnæði losnar í nágrenni Reykjavíkur meðan hún er erlendis, því hún ætlar að stunda búskap. Hún skrifar gamla kennaranum sínum um hagi sína og framtíðaráform, og Unnur svarar um hæl, samgleðst henni og hvetur til dáða. „Lærðu það sem veitir þér atvinnu og peninga, svo að þú þurfir ekki að vera upp á aðra komin, svo þú getir verið sjálfstæður borgari, hvort heldur er karl eða kona." Þetta var árið 1927. Fastir pennar 23. júní 2009 06:00
Að fleyta rjómann Langt er síðan hætt var að flokka nemendur eftir getu í grunnskólum landsins. Hraðferð og hægfærð í nútímaskólastarfi á ekkert skylt við tossabekki fyrri ára. Fastir pennar 22. júní 2009 06:00
Pólitísk lausung er veikleikamerki Flestir eru á einu máli um að endurreisn efnahagslífsins er möguleg. Hitt er alveg sjálfstæð spurning hvort þannig verði haldið á málum að það takist. Fram hjá því verður ekki horft að ýmis veikleikamerki blasa við. Fastir pennar 20. júní 2009 00:01
Pólitísk lausung er veikleikamerki Flestir eru á einu máli um að endurreisn efnahagslífsins er möguleg. Hitt er er alveg sjálfstæð spurning hvort þannig verði haldið á málum að það takist. Fram hjá því verður ekki horft að ýmis veikleikamerki blasa við. Fastir pennar 20. júní 2009 00:01
Hverjir mega segja hvað? Tilveran getur verið undarlega öfugsnúin og mótsagnakennd. Meðal þess sem fyrst var gagnrýnt eftir hrunið í haust var frammistaða fjölmiðla landsins á góðæristímanum. Fjölmiðlarnir þóttu ekki hafa staðið vaktina nægilega vel. Þeir voru sagðir hafa verið of gagnrýnislausir, ef ekki beinlínis meðvirkir með viðskiptalífinu. Þeir áttu að hafa forðast að ræða tiltekin mál og farið silkihönskum um valda einstaklinga. Fastir pennar 19. júní 2009 07:00
Sómi Íslands Vinur minn er í Jónafélaginu. Í því eru allir, hvort sem þeir vita það eða ekki, sem heita nöfnum sem dregin eru af nafni Jóhannesar skírara í Biblíunni. Í Jónafélaginu eru því allir Jónar, Jónasar, Jensar, Jóhannesar og Jóhannar, og svo líka þeir sem heita Hannes, Ívan, Jean og John, Sean, Giovanni og öðrum skyldum nöfnum. Og svo auðvitað allar Jónur, Hönnur og Jóhönnur. Bakþankar 19. júní 2009 06:00
Dauðum hrafni veifað Félagi minn, sem telur sig allra manna fróðastan um bíla, bauðst fyrir nokkru til að aka fjölskyldubílnum á bílasölu til þess að kanna hvort fyrir hann mætti fá góðan jeppa. Nokkrum mínútum eftir að hann kom á staðinn hringdi bílaáhugamaðurinn og spurði hvort fjölskylda mín gæti hugsað sér að skipta á Volvónum góða og svörtum Range Rover með „milljón á milli“ eins og hann orðaði það. Bakþankar 18. júní 2009 06:00
Íran/Ísland Hálfa leið um hnöttinn reis fólk úr rekkju í morgun eftir órólega nótt. Gærdaginn var mótmælt á götum. Lögregla hefur farið um götur og hús, leitað nafntogaða menn uppi og fangelsað með hörkulegum hætti: blaðamenn, sem reynst hafa iðnir síðustu viku að greina frá massífum mótmælum, eru horfnir bak við lás og slá. Skeinuhættum stjórnvöldum hefur tekist að koma helstu gagnrýnendum sínum í bann. Útvarpssendingar frá erlendum stöðvum eru djammaðar, vefsetrum lokað, SMS-sendingar læstar, fjölmiðlar lúta valdi stjórnvalda. Klerkaveldið nötrar og sjálfskipuð stjórn sem situr eftir spilltar kosningar situr magnþrota með ónýtt umboð. Um göturnar fer ungt fólk og konur eru í framlínunni. Næstu dagar verða örlagaríkir: munu mótmæli almennings hrinda valdhöfum sem eru kennistéttunum þóknanlegar, lýtur valdastéttin í lægra haldi fyrir „skrílnum"? Fastir pennar 18. júní 2009 06:00
Fjórar bækur um hrun Íslenzkir kvikmyndagerðarmenn munu vonandi búa til góðar bíómyndir um hrunið líkt og ítalskir kvikmyndamenn hafa gert mynd eftir mynd um spillinguna á Ítalíu. Sumt fólk kýs að horfa heldur á bíómyndir og fara í leikhús en lesa blöð og bækur. Bíó, bækur, háskólar og leikhús eiga að hjálpast að við að upplýsa almenning um ástandið í samfélaginu. Pólitískt leikhús er varla til á Íslandi, ekki enn. Nýleg undantekning er sýningin Þú ert hér eftir Mindgroup í Borgarleikhúsinu. Þar var fjallað um hrunið. Eitt fyndnasta og áhrifamesta atriði sýningarinnar var löng og mærðarmikil lofræða manns í blindfullum embættisskrúða um Ísland og Íslendinga, á meðan tveir aðrir hámuðu í sig pylsur hinum megin á sviðinu, ca þúsund pylsur. Ræðan var höfð orðrétt eftir biskupi og forseta Íslands. Fastir pennar 18. júní 2009 06:00
Misskilningurinn um Evu Joly Meinlegur misskilningur virðist vera útbreiddur um hlutverk Evu Joly hér á landi. Svo virðist sem margir haldi að Joly hafi beina aðkomu að rannsókn bankahrunsins, sé jafnvel í því starfi með sérstökum saksóknara, Ólafi Þór Haukssyni. Gildir þetta bæði um aðdáendur Joly, og ýmsa af hinum sem eru minna hrifnir af henni. Hið rétta er að sú norsk-franska er „sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar vegna rannsókna á efnahagsbrotum sem tengjast hruni fjármálakerfisins“, eins og stóð í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins þegar hún var ráðin. Fastir pennar 17. júní 2009 07:00
Blendnar tilfinningar á þjóðhátíðardegi Þjóðhátíðardagurinn er í dag og bærst sjálfsagt víða blendnar tilfinningar í brjósti fólks. Þjóðin hefur orðið fyrir gífurlegu áfalli eftir hrun bæði gjaldmiðils og fjármálakerfis og sjálfstraustið er skert. Ekki er því útilokað að einhverjir sveifli fána með hálfum hug í rigningarsudda á Austurvelli í dag. Fastir pennar 17. júní 2009 00:01
Skuldir Skuldir heimilanna hafa verið eitt af meginviðfangsefnum stjórnmálanna undanfarinn vetur en ekki verður sagt að þær hafi áður talist til stórverkefna íslenskra stjórnmálamanna. Það er að mörgu leyti athyglisverð staðreynd því að mikil skuldasöfnun íslenskra heimila er alls ekki nýtilkomin. Undanfarna þrjá áratugi hafa skuldir heimilanna við lánakerfið stöðugt verið að aukast. Þær voru 20% af ráðstöfunartekjum árið 1980, 80% árið 1990, 140% árið 1998 og rúmlega 200% árið 2005. Á þessum tíma voru það þó einungis fáeinir stjórnmálamenn (einkum Steingrímur J. Sigfússon) og fáeinir fræðimenn (einkum Stefán Ólafsson) sem lýstu verulegum áhyggjum af þróuninni. Mikill meirihluti stjórnmálamanna og gervallt hagfræðingastóð landsins áleit þessa þróun hins vegar ekkert sérstakt vandamál. Lengi vel hélst skuldasöfnunin líka í hendur við vaxandi meðaltekjur og virðast flestir stjórnmálamenn hafa séð fyrir sér að sú þróun gæti einungis stefnt í eina átt. Fastir pennar 16. júní 2009 00:01
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun