Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Ábyrgð á hinu ósýnilega

Sá er sagður reginmunur á hundum og köttum að þótt báðar tegundir upplifi á góðum heimilum svipað atlæti þá dragi þær ólíkar ályktanir.

Skoðun
Fréttamynd

Upprisa holdsins

Svallið átti sér stað í íbúð í eigu kardínálans Francesco Coccopalmerio, en hann er sérstakur aðstoðarmaður og ráðgjafi Frans páfa. Francesco var þó fjarri góðu gamni, en ritari hans var færður á sjúkrastofnun til þess að láta dæla úr sér vímuefnum og svara spurningum lögreglu.

Bakþankar
Fréttamynd

Svíum vegnar vel, en …

Fyrir aldarfjórðungi geisuðu harðar deilur í Svíþjóð um efnahagsmál. Stjórnarstefna jafnaðarmanna sem höfðu verið lengi við völd – samfleytt frá 1932 til 1976, lengst af í minnihlutastjórn, og síðan aftur 1982-1991, 1994-2006 og frá 2014 – sætti margvíslegri gagnrýni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Út úr kú

Það er algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bænin

Ég finn að þegar ég ætla að tala um bænina verð ég svolítið feimin. Við erum mörg sem lifum bænalífi en erum ekki mikið að deila því.

Bakþankar
Fréttamynd

Nýtt upphaf

Það er frekar dapurlegt að fylgjast með því hvernig komið er fyrir Neytendasamtökunum þessa dagana.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ríkra manna íþróttin fótbolti

Íslenskur toppfótbolti má skammast sín og ég vona að þeir lækki miðaverð þannig að heilar fjölskyldur geti farið á völlinn. Annars endar þetta illa og sumarið 2017 verður knattspyrnunni til skammar. Það er nefnilega varla hræða á vellinum.

Bakþankar
Fréttamynd

Þagað um mengun

Það er mikilvægt að hafa hugfast að í þessar þrjár vikur sem skólp rann út í sjó við Faxaskjól vissu starfsmenn Veitna og embættismenn borgarinnar ekki hvort magn saurgerla í sjó væri yfir viðmiðunarmörkum og hvort saurmengun á staðnum væri þannig skaðleg heilsu fólks.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vonbrigði

Við lifum á tímum afþreyingar við hvert fótmál. Tæknibylting síðustu ára hefur margfaldað aðgengi okkar að leiknu sjónvarpsefni og af því leiðir að í framleiðslu á slíku efni er fólgið gríðarlegt sóknarfæri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Æran fæst hvorki keypt né afhent

Uppreist æra er lagatæknilegt fyrirbæri sem á ekkert skylt við hina raunverulegu æru manns. Það er því í raun misskilningur að ætlast til þess að sá sem hefur enga sóma­tilfinningu átti sig á hvað samborgurum er misboðinn hinn lagatæknilegi gjörningur.

Bakþankar
Fréttamynd

Skólaljóðin

Skólaljóðin voru með öðrum orðum barn síns tíma, stórgölluð bók á ýmsan máta og hlaut að vekja sífellt andsvar, jafnvel kalla á uppreisn. En þessi bók hafði einhverja töfra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Listin að vera plebbi

Fyrir mörgum árum var dálkur í Mogganum sem hét Bókin á náttborðinu. Þar var fólk spurt hvað það væri nú helst að lesa. Svarið var yfirleitt eitthvað í líkingu við þetta: "Ég er að lesa Gerplu. Aftur. Alltaf gaman að renna yfir Laxness fyrir svefninn. Svo hef ég verið að lesa ljóð eftir blablabla. Á frummálinu. Mér finnst ljóð hans alltaf svo sterk og eiga mikið erindi við þjóðfélagið. Svo reyni ég að fylgjast með í fræðasamfélaginu og er oft með fræðirit við höndina.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Sleppt og haldið

Samtök iðnrekenda í Bretlandi hafa skorað á Theresu May forsætisráðherra að endurskoða aðferðir og áherslur í Brexit-viðræðunum. Samtökin vilja að Bretar setji hugmyndir um aðra viðskiptasamninga á ís og leggi áherslu á að Bretar hafi óskoraðan aðgang að innri markaði Evrópu og tollabandalaginu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Farsæll forseti

Um árabil fylgdist þjóðin af áfergju með fréttum af danska konungsfólkinu. Familje Journal og Hjemmet voru vinsælustu blöð á landinu. Þjóðhöfðingjar og annað frammáfólk hafa alltaf blómstrað í skini frægðarinnar. Íslensku forsetarnir reyndu líka að vekja athygli fyrir að vera sem þjóðlegastir.

Bakþankar
Fréttamynd

Ofurbónusar

Hvað er eðlilegt að greiða starfsmönnum mikið í bónus? Við því er ekki neitt einhlítt svar en ljóst er að fregnir af bónusum til handa örfáum stjórnendum gömlu bankanna hafa misboðið almenningi.

Fastir pennar
Fréttamynd

London, Ontario

Borgin London í Ontario fylki í Kanada, er einkum þekkt fyrir tvo hluti: Fyrir að bera sama nafn og höfuðborg Bretlands og fyrir fyrir að vera fæðingarstaður Justins Bieber. Til London fer enginn ótilneyddur, nema einstaka ráðvilltur túristi sem bókar flug til London International Airport en fær svo sjokk þegar hann finnur enga Buckingham-höll heldur bara endalaust flæmi af Dick's Sporting Goods verslunum og bílastæðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Staðlað jafnrétti

Nýleg lög frá Alþingi hafa vakið heimsathygli og verið fagnað sem enn einum stórslagaranum frá landinu sem er margfaldur og ríkjandi heimsmeistari í jafnrétti. Lög um jafnlaunastaðal hafa þó fengið misjafnari viðtökur heima fyrir.

Bakþankar
Fréttamynd

Umskipti við Eystrasalt

Meðal frægustu Letta úti um heim er skákmeistarinn Mikhail Tal sem hét réttu nafni Mihails Tals. Öll lettnesk karlmannsnöfn, bæði fornöfn og eftirnöfn, enda á s að mér skilst. Tal vakti heimsathygli þegar hann sigraði Mikhail Botvinnik í heimsmeistaraeinvíginu í skák 1960 og varð yngstur allra heimsmeistara fram að því, 23ja ára að aldri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sala bankanna

Ríkisstjórnin vill minnka eignarhlut ríkisins í bönkunum en í stefnuyfirlýsingu hennar segir að til langs tíma litið sé ekki ákjósanlegt að ríkið fari með meirihlutaeign í viðskiptabönkunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Geri þetta bara á morgun

Ég sló garðinn í fyrradag. Ykkur er alveg frjálst að standa upp frá morgunkorninu og klappa augnablik áður en lestri er haldið áfram. Þetta tók sinn tíma að gerast enda hef ég verið haldinn ævintýralegri frestunaráráttu í mörg ár.

Bakþankar
Fréttamynd

Höfum hátt

Það er aðdáunarvert að fylgjast með baráttu stúlknanna sem urðu fórnarlömb Róberts Árna Hreiðarssonar, nú Robert Downey, fyrir réttlæti og bættu samfélagi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stelpur sem hata á sér píkuna

Hún vakti nokkra athygli í vikunni, umfjöllun BBC um breskar stúlkur sem leita nú í auknum mæli til lýtalækna vegna þess að þær þola ekki útlit kynfæra sinna. Þær eru fimmtán ára og þær hata á sér píkuna.

Bakþankar
Fréttamynd

Gegn einsleitni

Flestir sem tilheyra svokallaðri viðskiptaelítu á höfuðborgarsvæðinu eru búsettir á Seltjarnarnesi og í Garðabæ samkvæmt úttekt fjögurra íslenskra fræðimanna við Háskóla Íslands sem birtist í síðustu viku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Trúir þú á tylliástæður?

Reglulega ræði ég við sýrlenska vini mína um gang mála þar í landi. Einn þeirra er fluttur aftur heim og telur að stríðinu sé að ljúka nema ný tylliástæða finnist til að kynda undir því að nýju. Frásögn þeirra er athyglisverð því hún gengur í berhögg við það sem ég les í fjölmiðlum og því langar mig að deila henni með ykkur.

Bakþankar
Fréttamynd

Tekjublaðið

Það er þessi tími ársins sem þjóðin eyðir einhverjum dögum í að skoða hverjir hafa hæstu tekjurnar, hafa það best og eiga flest og guð má vita hvað og sitt sýnist hverjum eins og gengur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sögulegur sparnaður

Aldrei áður hefur hugarfar fólks verið jafn tengt sparnaði. Og hvernig erum við að spara? Jú, með því að eyða fullt af pening auðvitað.

Bakþankar
Fréttamynd

Við berum það sem við gerum

Það blasir við nánast hverjum manni – nema ef til vill Róberti og lögmanni hans – að hann fær ekki "uppreist æru“ si svona, nema í þröngum lagaskilningi, og hugsanlega í litlum hópi vina og velunnara.

Fastir pennar
Fréttamynd

Færibandafólkið

Það á ekki að vera markmið skólastarfs að framleiða fullorðna einstaklinga á færibandi.

Skoðun