Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Rokk og ról

Íslenska þungarokkshljómsveitin Skálmöld lét vaða í hýra prófílmynd í tilefni föstudagsins eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að bann við hjónavígslum samkynhneigðra bryti gegn stjórnarskránni. Myndskreytingin fór fyrir brjóstið á sumum aðdáendum og er það ekki í fyrsta sinn sem það gerist. Í kringum síðustu Gleðigöngu gerði sveitin það sama — og fýlupúkarnir gerðu það sem þeir gera best; fóru í fýlu.

Bakþankar
Fréttamynd

Vont og verst

Fjölmargir aldraðir á Íslandi eru í þeirri stöðu að sá lífeyrir sem þeir hafa milli handanna er mun minni en svo að hægt sé að framfleyta sér með sómasamlegum hætti. Langt því frá. Það er óviðunandi með öllu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að taka tryllingskast

Ég hef tvisvar á minni fullorðinsævi misst stjórn á skapi mínu á almannafæri. Í fyrra skiptið í Hans Petersen í Bankastræti í ágúst 2002 og í seinna skiptið í afgreiðslunni hjá bílaleigunni Sixt á Bornholmerstrasse í Berlín í júlí 2009. Ástæðan fyrir því að ég man eftir þessum skiptum af sæmilegri nákvæmni er vegna þess að ég skammaðist mín lengi eftir á

Bakþankar
Fréttamynd

Leikgleði

Ég finn mikla þörf til að tala um leikgleði, mikilvægi þess að leika sér einn eða með öðrum í einhverju sem veitir manni hamingju og gleði. Leikurinn gegnir mikilvægu hlutverki í þroskaferli heilans. Hann er hluti af greind. Ungviði flestra dýra eyða miklum tíma í leik. Leikurinn undirbýr þau undir áskoranir seinna meir en virkar líka eins og líkamsrækt fyrir huga þeirra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Steyptir í sama mót

Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, telur óæskilegt að nýútskrifaðir lögmenn starfræki eigin lögmannsstofur. Í nýlegu viðtali veltir Reimar fyrir sér hvort ekki sé æskilegt að gera kröfu um starfsreynslu áður en lögmenn hefja sjálfstæða starfsemi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Verkefni þegar höftum sleppir

Allar líkur virðast á að ekki komi til með að reyna á stöðugleikaskatt þann sem boðaður hefur verið á eignir slitabúa föllnu bankanna hér á landi því kröfuhafar þeirra hafa fallist á að haga uppgjöri þeirra þannig að samrýmist þeim skilyrðum um stöðugleika sem stjórnvöld hafa ákveðið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vælukjóar á þingi

Þolendur eineltis hugsuðu þingkonu Framsóknarflokksins þegjandi þörfina í vikunni þegar henni þótti tímans virði að kvarta undan því að helsti ráðamaður á þingi væri lagður í einelti af stjórnarandstöðunni. Ég veit ekki hvort er meira pirrandi; að gengisfella

Bakþankar
Fréttamynd

Keikó í bearnaise-sósu

Röðin fyrir utan sædýrasafnið í London var löng, sólin heit og annað hvert barn var vælandi – þar á meðal mitt. Ég var löðursveitt og að fá hausverk. Allt var sem sé eins og það átti að vera. Því það að vera foreldri er píslarganga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dæmisaga um kúk

Hugmynd mín um helvíti inniheldur tvennt: Heitan ananas og útikamra. Í helvíti er ananas á öllum pitsum og fólk gengur örna sinna í sameiginlegum útikömrum úr plasti. Langar raðir myndast fyrir utan þá og maður neyðist til að horfa í blóðhlaupin augu þeirra sem skilja eftir sig lyktina.

Bakþankar
Fréttamynd

Katalónía

Hér ætla ég að segja ykkur söguna af sjálfstæðisbaráttu Katalóna. Katalónía prýðir norðausturhluta Spánar. Íbúafjöldinn er 7,5 milljónir eða sjötti hluti Spánverja, litlu minni en í Svíþjóð. Katalónar eiga sér mikla sögu og sérstæða menningu og tungu

Fastir pennar
Fréttamynd

Hrægammar brosa út í annað

Hvers vegna eru stærstu kröfuhafar slitabúa föllnu bankanna svona ánægðir með samkomulagið um stöðugleikaframlagið? Er það vegna þess að íslenska ríkið samdi af sér?

Fastir pennar
Fréttamynd

Um stríðsglæpi

Leiddar eru að því líkur að stríðsglæpir hafi verið framdir bæði af hálfu Ísraelsmanna og Palestínumanna í tengslum við árásir Ísraelshers á Gasa í fyrra. Niðurstaðan, sem sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna birti í byrjun vikunnar, kemur svo sem ekki á óvart.

Fastir pennar
Fréttamynd

Látum okkur leiðast

Við þurfum að kunna að láta okkur leiðast. Maður missir af miklu að kunna ekki að láta sér leiðast, það er svo gott fyrir sálartetrið.“ Ég er búin að hugsa mikið um þessi orð Maríu Einisdóttur, framkvæmdastjóra geðsviðs Landspítalans, sem hún lét falla í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins í síðustu viku.

Bakþankar
Fréttamynd

Smákarlaremba

Fjögurra ára sonur minn elst upp á tveimur heimilum. Annars vegar hjá föður sem eldar og skúrar. Hins vegar hjá móður sem borar og blótar.

Bakþankar
Fréttamynd

Raunveruleikarof

Það er oftar en ekki góð lexía í absúrdisma að hlýða á stjórnmálamenn útskýra lélegt fylgi sitt og flokka sinna. Þannig eru allir sigurvegarar á kosninganótt, jafnvel sá formaður sem hefur beðið algjört skipbrot með flokk sinn er borginmannlegur og tekst að

Fastir pennar
Fréttamynd

Hótel Písland

Þegar lög voru sett á hjúkrunarfræðinga um daginn voru B-ráðherrar settir í verkin: Sigurður Ingi, sem alltaf er sendur í fjósið, kannski af því að hann er dýralæknir, og Gunnar Bragi sem alltaf hljómar eins og dálítið höstugur verkstjóri sem vill ganga í augun á yfirmönnum sínum. Á meðan fóru A-ráðherrarnir á völlinn.

Skoðun
Fréttamynd

Lokum ekki landamærunum

Athyglisverð er sú skoðun sem birtist í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í vikunni að mikill meirihluti Íslendinga vilji að bankarnir verði seldir Íslendingum.

Skoðun
Fréttamynd

Allsber á röngum tíma

Hópur ungs fólks klifraði upp á fjall í Malasíu, striplaðist og setti myndir af því á netið. Skömmu síðar kom jarðskjálfti. Fólk dó. Mannskepnan kann að greina mynstur og einhverjir eru sagðir hafa tengt saman: Túristar að stripla => Andar reiðir =>

Bakþankar
Fréttamynd

Anarkismi

Ég var þrettán ára þegar ég uppgötvaði anarkisma. Það var í gegnum pönktónlist. Fyrst var það líklega Sex Pistols með lagið Anarchy in the UK. Ég heillaðist af þessu orði og vildi vita allt um það. Ég notast við orðið anarkismi því mér finnst orðið "stjórnleysi“ lélegt orð.

Fastir pennar
Fréttamynd

6-4 jafntefli

Forsætisráðherra varð tíðrætt um jafnrétti í ávarpi sínu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn. Með vísan í alþjóðlega mælikvarða Sameinuðu þjóðanna færði hann okkur fagnaðarerindið, að Ísland væri nú orðið fyrirmynd í samfélagi þjóðanna, meðal annars vegna þess að kynjafnrétti væri hvergi meira.

Bakþankar
Fréttamynd

Stór misskilningur

Það er ýmsu misjöfnu haldið fram um trúarbrögð þessa dagana. Sumt er gáfulegt og annað ekki. Einhverjir telja nú allt í einu mjög ósennilegt að það hafi verið sjálfur skaparinn sem færði okkur trúarrit á borð við Biblíuna og Kóraninn. Það þykir mér undarleg afstaða.

Bakþankar
Fréttamynd

Losun hafta: Málið leyst?

Ríkisstjórnin hefur nú loksins lagt fram áætlun um losun gjaldeyrishafta næstum sjö árum eftir hrun. Það er léttir í ljósi forsögunnar þar eð oddvitar ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hafa undangengin misseri talað út og suður um höftin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vannýtt tækifæri

Orð eru til alls fyrst, það er gamall sannleikur og nýr og kannski svo einfaldur í eðli sínu að oft og tíðum gleymum við honum. Það skiptir máli hvað við segjum, hvernig við segjum það og hvort við segjum það. Vissulega skipta gjörðir okkar meira máli en orð, það er að segja ef þetta tvennt stangast á, en það dregur ekki úr mikilvægi þess að tala saman.

Fastir pennar
Fréttamynd

Engum til sóma

Enn er úrbóta þörf í skipulagi og stjórnun safnamála hér á landi. Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslunni "Íslensk muna- og minjasöfn: Meðferð og nýting á ríkisfé“ sem Ríkisendurskoðun skilaði Alþingi í gær. Líklega eru þeir til sem telja að taka mætti enn dýpra í árinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vítavert virðingarleysi

Oddvitar ríkisstjórnarinnar hefðu ugglaust getað hugsað sér kærkomna hvíld eftir vel heppnaða kynningu á aðgerðaáætlun vegna afnáms hafta í byrjun síðustu viku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aftaka á miðju torgi

Ég renndi ekki grun í hvaða undur áttu eftir að eiga sér stað þennan sólbjarta sunnudag þegar ég keypti mér dagblaðið El País í söluturni einum. Fór ég því léttur í lund og settist undir svokölluðu jacaranda-tré við kaffihús eitt og pantaði mér kaffi sóló.

Bakþankar