Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Formúlu 1 ekki frestað vegna eldgoss

Bernie Ecclestone, segir að eldgosið á Íslandi og vandamál varðandi flug síðustu daga muni ekki hafa áhrif á spænska kappaksturinn í Barcelona í maí. Meirihluti starfsmanna Formúlu 1 liða eru strandaglóðpar í Kína vegna frestana á flugum í Evrópu.

Formúla 1
Fréttamynd

Button: Besti sigurinn frá upphafi

Bretinn Jenson Button var kampakátur sigurvegari Formúlu 1 mótsins í Kína í dag, en var taugaspenntur um tíma þegar öryggisbíll var kallaður inn á brautina vegna óhapps. Hafði áhyggjur af stöðu sinni eftir að hafa náð forystu.

Formúla 1
Fréttamynd

Webber fljótastur á lokaæfingunni

Ástralinn Mark Webber var fljótastur á lokaæfingu keppnisliðia á Sjanghæ brautinni í Kína í nótt á Red Bull bíl, en bestu tímarnir náðust á lokaspretti æfingarinnar. Æfingin var sú síðasta fyrir tímatökuna sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 05.45.

Formúla 1
Fréttamynd

McLaren í forystu á æfingum

McLaren liðið er til alls líklegt á Sjanghæ brautinn í Kína um helgina, en ökumenn liðsins náðu besta tíma á báðum æfingum í nótt. Lewis Hamiton náði besta tíma yfir heildina á æfingunum tveimur.

Formúla 1
Fréttamynd

Meisturunum tveimur vel til vina

Lewis Hamilton og Jenson eru báðir meistarar og Button núverandi handhafi titilsins. Hamilton sem vann titilinn 2008 var spurður hvort mikil samkeppni ríkti á milli þeirra á blaðamannafundi í dag, en Button er ofar Hamilton í stigamótinu hjá McLaren liðinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher eygir enn meistaratitilinn

Michael Schumacher hefur trú á að hann eigi möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1, þó hann sé aðeins með níu stig á móti 39 stigum Felipe Massa. Hann er kominn til Kína og í frétt á autosport.com telur hann sig eiga möguleika á toppslagnum. þrátt fyrir brösótt gengi.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa: Búumst til varnar gegn McLaren

Felipe Massa hjá Ferrari er í forystu í stigamóti ökumanna og fyrir aftan er þéttur hópur reynslumikilla ökumanna. Massa telur að McLaren með nýjan búnað sem stýrir loftflæði á afturvæng bílsins á nýstárlegan hátt gæti veitt þeim forskot um helgina.

Formúla 1
Fréttamynd

Máttur Indlands eflist í Formúlu 1

Force India liðið, eða Máttur Indlands í beinni þýðingu er keppnislið í Formúlu 1 sem er eigu miljarðamæringsins Vijay Mallay, sem ætlar sér stóra hluti í íþróttinni og vinnur náið með Mercedes, sem sér liðinu fyrir vélum.

Formúla 1
Fréttamynd

Button segir McLaren taka framförum

Jenson Button segir að liðinu hafi tekist að bæta McLaren bílinn fyrir næsta mót sem er í Kína um helgina. Hann flaug frá Malasíu í síðustu viku til Englands til að vinna að þróun bílsins í ökuhermi með tæknimönnum sínum.

Formúla 1
Fréttamynd

Kubica: Flugslysið þjóðarharmleikur

Ein helst íþróttastjarna Pólverja, Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica vottaði í dag löndum sínum samúð sína vegna flugslyssins í Rússlandi á laugardaginn. Þá fórust 96 manns og meðal þeirra forseti Póllands, Lech Kaczynksi og kona hans, auk fjölda yfirmanna pólskrar stjórnsýslu og hermála.

Formúla 1
Fréttamynd

Eilífðarbann Briatore fellt úr gildi

Alþjóðabílasambandið, FIA sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem eilífiðarbanni Flavio Briatore frá Formúlu 1 er breytt í bann til ársins 2013. FIA hefur samið við Briatore og Pat Symonds vegna svindmálsins svokallaða sem kom upp í Singapúr árið 2008.

Formúla 1
Fréttamynd

Kubica ánægður með árangurinn

Robert Kubica hjá Renault hefur halað inn 30 stig í stigamóti ökumanna í tveimur mótum og hefur komið hvað mest á óvart í meistaramótinu í Formúlu 1. Renault er til alls líklegt og stefnir á að skáka Mercedes, sem talið er fjórða besta liðið þessa dagana.

Formúla 1
Fréttamynd

Sígandi lukka Schumachers

Michael Schumacher hjá Mercedes vann á Sjanghæ brautinni í Kína, síðast þegar hann keppti þar árið 2006. Nú mætir hann þremur árum síðar, en er aðeins í tíunda sæti í stigamótinu, eftir heldur brösótt gengi vegna tæknilegra vandamála í tvígang

Formúla 1
Fréttamynd

Button hissa á hörðum stigaslag

Breski meistarinn Jenson Button kveðst hissa á því hve hörð barátta er um meistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Hann telur að stöðugleiki munu ráða úrslitum, jafnvel þó vægi sigurs gefi mörg aukastig umfram annað sætið. Hann ræddi málin á vefsíðu sinni.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton hress með eigin frammistöðu

Bretinn Lewis Hamilton hefur farið mikinn í síðustu tveimur Formúlu 1 mótum, eftir að hafa ræst aftarlega á ráslínu í tvígang. Hann var ellefti á ráslínu í Ástralíu og tuttugasti í Malasíu, en vann sig upp listann með hörkuakstri í kappakstrinum á sunnudaginn. Varð sjött

Formúla 1
Fréttamynd

Barátta Sutil og Hamilton vakti athygli og Force India verðlaunað

Þjóðverjinn Adrian Sutil hjá Force India náði fimmta sæti í Malasíu um helgina og barðist um sætið við vin sinn Lewis Hamilton hjá McLaren. Force India hefur vaxið ásmeginn, en í gær fékk Force India liðið að auki verðlaun fyrir athyglisverðasta atvikið í Formúlu 1 árið 2009.

Formúla 1
Fréttamynd

Kubica og Renault í toppslagnum

Pólverjinn Robert Kubica og Renault er lið sem hefur komið hvað mest á óvart í Formúlu 1 mótunum. Kubica varð annar í Ástralíu og fjórði í Malasíu á sunnudaginn. Alain Permane einn af yfirmönnum liðsins er ánægður með gang mála, enda er Kubica aðeins 9 stigum frá Felipe Massa sem er efstur í stigamótinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Laus ró hefti framför Schumachers

Michael Schumacher reið ekki feitum hesti frá Formúlu 1 mótinu í Malasíu á sunnudaginn. Hann féll úr leik eftir að ró á afturdekki losnaði og er aðeins með 9 stig í stigamótinu, á meðan Felipe Massa sem er fremstur er með 39 og þéttur hópur manna með yfir 30 stig.

Formúla 1
Fréttamynd

Árangur Rosberg kemur ekki á óvart

Nobert Haug hjá Mercedes segir að það komi sér ekkert á óvart að Nico Rosberg sé að standa sig vel sem liðsfélagi Michael Schumacher. Rosberg varð í þriðja sæti á eftir Red Bull mönnum í gær.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel hamingjusamur með stigin

Red Bull ökumaðurinn Sebastian Vettel vann sitt fyrsta Formúlu 1 mót í dag, eftir að hafa skákað liðsfélaganum í fyrstu beygju og þurfti Mark Webber því að sjá á eftir mögulegum sigri til Vettels.

Formúla 1
Fréttamynd

Sebastian Vettel vann malaíska kappaksturinn - tvöfalt hjá Red Bull

Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull vann malaíska kappaksturinn í formúlu eitt í morgun en þetta var fyrsti sigur hans á tímabilinu. Þetta var góður dagur fyrir Red Bull liðið því félagi Vettel, Mark Webber, varð í 2. sæti eftir að hafa byrjað á ráspólnum en missti Vettel fram úr sér í byrjun.

Formúla 1
Fréttamynd

Webber ánægður með klókindi aðstoðarmanns

Mark Webber og Ciaron tæknilegur aðstoðarmaður hans voru að vonum ánægðir með besta tíma í tímatökum í dag, en klókindi þeirra sameiginlega urðu til þess að Webber var einn manna á milligerð af regndekkjum í lokaumferðinni.

Formúla 1
Fréttamynd

Kappar í titilslagnum allir í vandræðum

Tímatakan fyrir Malasíu kappaksturinn var í skrautlegra lagi í dag og heimsmeistarinn Jenson Button er meðal þeirra sem verður aftarlega á ráslínu, eftir brambolt í fyrstu umferð tímatökunnar. Hann er sautjándi, en keppinautar hans í titilslagnum eru enn aftar, eftir mistök í rigningarsamri tímatöku. "Við lásum þetta vitlaust, töldum að veðrinu myndi slota, en það reyndist rangt. Ég skautaði útaf brautinni og festist í malargryfju. Ég vona að ég hafi ekki skemmt neitt, þar sem ég var með vélina í gangi nokkuð lengi og vonaðist til að losna úr prísundunni", sagði Button. Hann er heppinn að því leyti að kapparnir sem eru honum ofar í stigamótinu eru í nítjánda, það er Fernando Alonso og Felipe Massa í tuttugasta og fyrsta sæti. Félagi Buttons, Hamilton er í tuttugasta sæti. Magnaðir kappar sem munu leggja allt í sölurnar í mótinu til að komast ofar. "Við fórum of seint af stað, á svipuðum tíma og önnur topplið, en vorum óheppnir. Ég er búinn að vera fljótastur alla helgina og ég verð bara að hrista þetta af mér og keyra af hjartans list", sagði Hamilton, sem vann sig hratt upp listann í síðasta móti eftir að hafa náð ellefta sæti á ráslínu. .

Formúla 1