Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Inter Ítalíu­meistari eftir sigur á ná­grönnum sínum í AC Milan

Inter frá Mílanó varð í kvöld Ítalíumeistari í 20. skipti eftir 2-1 sigur á erkifjendum sínum og nágrönnum í AC Milan. Inter komst 2-0 yfir en AC Milan minnkaði muninn áður en það sauð upp úr undir lok leiks. Það kom ekki að sök og Inter orðið meistari þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ólafur frá næstu vikurnar

Ólafur Guðmundsson, varnarmaður FH, verður frá næstu vikurnar. Hann fór meiddur af velli í sigri liðsins á HK í 3. umferð Bestu deild karla í fótbolta á dögunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Finnur Arnar fyrir pressunni? „Þjálfari fé­lags sem svífst einskis til að ná árangri“

Valur tapaði fyrir Stjörnunni í fyrsta leik 3.um­ferðar Bestu deildar karla síðast­liðið föstu­dags­kvöld og sitja Vals­menn því að­eins með fjögur stig af níu mögu­legum eftir fyrstu þrjá leiki sína á yfir­standandi tíma­bili. Arnar Grétars­son, þjálfari liðsins, virtist illa fyrir kallaður í við­tölum eftir leik og var staða hans til um­ræðu í upp­gjörs­þættinum Stúkan á Stöð 2 Sport í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Antony gagn­rýndur fyrir fagnið

Brasilíumaðurinn Antony hefur víða verið gagnrýndur fyrir það hvernig hann fagnaði sigri Manchester United á Coventry City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í gær.

Enski boltinn
Fréttamynd

Á­saka dómara um ó­heilindi og hlut­drægni

Nottingham Forest tók til samfélagsmiðla eftir leik gegn Everton og ásakaði Stuart Atwell, myndbandsdómara leiksins, um hlutdrægni í ákvarðanatöku. Félagið hefur ekki lagt fram formlega kvörtun eða kæru en íhugar valkosti sína vandlega. 

Enski boltinn