

Fótbolti
Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum
Brahim Diaz var hetja Real Madrid í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Benoný Breki áfram á skotskónum
Benoný Breki Andrésson tryggði Stockport County 1-1 jafntefli á útivelli á móti Northampton Town í ensku C-deildinni í fótbolta í kvöld.

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Valskonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Lengjubikar kvenna í fótbolta í kvöld en þær unnu þá 5-0 sigur á Tindastól á Hlíðarenda.

Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu
Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir leiddi lið sitt til sigurs í sænsku bikarkeppninni í kvöld.

Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni
Aston Villa gerði góða ferð til Belgíu í kvöld og vann þá 3-1 sigur á Club Brugge í fyrsta leik sextán liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum
Ítalska Seríu A fótboltadeildin er að kanna það fyirr alvöru að spila deildarleiki á bandarískri grundu í næstu framtíð.

Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla
Ivan Perisic, Króatinn þrautreyndi í liði PSV Eindhoven, hrósaði mótherjum sínum í Arsenal fyrir leikinn í Hollandi í kvöld í Meistaradeild Evrópu en sagði jafnframt eitthvað hafa vantað í liðið til að það næði þeim árangri að vinna titla.

„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enska knattspyrnusambandið hefur greint frá því hvað Arne Slot, stjóri Liverpool, sagði við Michael Oliver dómara eftir leik Liverpool og Everton.

Gæti fengið bann sem gildir um allan heim
Paulo Fonseca, hinn portúgalski þjálfari Lyon í Frakklandi, er í vondum málum eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu og ógnað dómara leiks við Brest um helgina.

Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo
Íranska sendiráðið í Bretlandi segir það ekki vera rétt að til hafi staðið að veita Cristiano Ronaldo svipuhögg líkt og haldið var fram í fjölda fjölmiðla í gær.

Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir
Hafnarfjarðarbær hefur fest kaup á Skessunni, fótboltahöll FH-inga, og nemur kaupverðið samtals 1.190 milljónum króna.

Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid
Nú þegar 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eru að hefjast í kvöld og á morgun þá hafa sérfræðingar Opta-tölfræðiveitunnar fundið út hvaða lið séu líklegust til að vinna keppnina.

„Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David
Íslensk-kanadíska samvinnan í fremstu víglínu hjá franska fótboltaliðinu Lille hefur óhjákvæmilega vakið athygli í vetur. Það reynir á hana í kvöld í samkeppni við markahæsta leikmann Meistaradeildar Evrópu.

Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg
Cristiano Ronaldo var hvergi sjáanlegur þegar lið hans spilaði mikilvægan leik í Meistaradeild Asíu í gær. Það var mjög sérstök ástæða fyrir því.

Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United
Framherji kvennaliðs Manchester United ber félaginu ekki góða söguna og hefur tjáð sig um slæma upplifun sína á samfélagsmiðlum.

Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst
Fótboltaleikjum hefur nú verið aflýst af mörgum mismunandi ástæðum í gegnum tíðina en það er ekki oft sem ástæðan er sú sem orsakaði það að leikur í þýsku neðri deildunum fór ekki fram um helgina.

Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi
Lionel Messi missti af síðasta leik Inter Miami í MLS-deildinni en það kom ekki að sök þökk sé hetjudáðum góðs vinar hans frá Úrúgvæ.

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Nottingham Forest varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta en þá kláruðust sextán liða úrslitin.

Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga
Juventus vann í kvöld sinn fimmta deildasigur í röð í ítölsku Seríu A. Liðið hefur fallið út út bikarnum og Meistaradeildinni á síðustu dögum en er aftur á móti að klára deildarleiki sína. Fyrir vikið er liðið að nálgast titilbaráttuna.

Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu
Ekkert varð af leik Villarreal og Espanyol í spænsku fótboltadeildinni, La Liga, en hann átti að fara fram í kvöld.

Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst
Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby voru svo ótrúlega nálægt því að landa langþráðum sigri í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Vinícius Júnior er stanslaust orðaður við félög í Sádí Arabíu en segist sjálfur vilja nýjan samning við Real Madrid eins fljótt og auðið er.

Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir stóð í marki Häcken í kvöld þegar liðið fór illa með mótherja sína í sænsku bikarkeppninni.

Réð son sinn sem forseta félagsins
Eigandi spænska fótboltafélagsins Valencia er ekki einn af þeim vinsælu. Hann er heldur ekkert að auka vinsældir sínar með nýjustu ákvörðun sinni.

Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu
FH og Vålerenga gerðu 1-1 jafntefli í dag í æfingarleik á Marbella á Spáni þar sem liðin eru í æfingarbúðum fyrir komandi tímabil.

Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni
Framherjinn stórefnilegi Chido Obi-Martin verður fjarri góðu gamni á fimmtudagskvöldið þegar Manchester United spilar við Real Sociedad í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Thomsen mættur aftur í íslenska boltann
Framherjinn Tobias Thomsen hefur ákveðið að snúa aftur í íslenska fótboltann og nú með Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Amorim: „Ég er ekki barnalegur“
Vont tímabil Man. Utd varð verra í gær er liðið féll úr leik í ensku bikarkeppninni. United tapaði í vítakeppni gegn Fulham.

Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Boltarnir sem notaðir hafa verið í ensku bikarkeppnunum í vetur virðast ekki hafa slegið í gegn. Pep Guardiola, stjóri Manchester City, leyfði sér að kvarta undan boltanum í ljósi þess að liðið hafði unnið Plymouth í FA-bikarnum á laugardag.

Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“
Stjóri Stockport County var í skýjunum með unga Íslendinginn sinn um helgina. Benoný Breki Andrésson skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Blackpool og var hylltur með víkingaklappi.