Dramatík í toppslagnum í Seríu B Topplið Parma vann dramatískan 2-1 sigur á Íslendingaliðinu Venezia í toppslag Seríu B í dag. Fótbolti 3. febrúar 2024 15:07
Everton bjargaði mikilvægu stigi Tottenham gat blandað sér toppbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni með sigri á Everton sem er í bullandi fallbaráttu en liðin enduðu á að skipta stigunum á milli sín. Enski boltinn 3. febrúar 2024 14:35
Richarlison hætti snarlega við að fagna gegn sínum gömlu félögum Brasilíski framherjinn Richarlison hefur snögghitnað fyrir framan markið í síðustu leikjum eftir langa markaþurrð og kom Tottenham á bragðið á fjórðu mínútu gegn Everton en liðin eigast við á Goodison Park. Fótbolti 3. febrúar 2024 14:01
Fellaini leggur skóna á hilluna Hinn 36 ára Marouane Fellaini hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, en þessi fyrrum leikmaður Manchester United og Everton hefur leikið í Kína síðan 2019. Fótbolti 3. febrúar 2024 13:01
Jessie Lingard til FC Seoul ef allt gengur upp Félagaskipti Jessie Lingard til S-Kóreu virðast vera að ganga í gegn. Leikmaðurinn er með tilboð á borðinu frá FC Seoul og gildir samningurinn til tveggja ára. Fótbolti 3. febrúar 2024 10:35
Valdi Tottenham fram yfir Barcelona Tottenham tilkynnti formlega um félagaskipti Lucas Bergvall í gærkvöldi eftir að leikmaðurinn gekkst undir læknisskoðun hjá liðinu. Bergvall fagnaði því bæði félagaskiptum í gær sem og 18 ára afmæli sínu. Fótbolti 3. febrúar 2024 10:00
Blikar frá Barcelona beint á æfingu: „Erfitt að hringja sig inn veikan þá“ Karlalið Breiðabliks hóf í vikunni undirbúning fyrir komandi leiktíð í Bestu deild karla. Aldrei hefur lið hafið undirbúninginn eins seint. Leikmenn liðsins eru örlítið ryðgaðir en fagna nýbreytninni. Íslenski boltinn 3. febrúar 2024 08:01
Mætti á þyrlu og reið um á hesti með sverð í hönd er hann var kynntur til leiks Síleska liðið Colo-Colo tjaldaði öllu til þegar knattspyrnumaðurinn Arturo Vidal snéri aftur til uppeldisfélagsins. Fótbolti 3. febrúar 2024 07:01
Blæs á sögusagnir um að Haaland sé óánægður hjá City Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segir ekkert til í þeim sögusögnum að Norðmaðurinn Erling Braut Haaland sé óánægður hjá félaginu. Fótbolti 2. febrúar 2024 23:02
Nígería og Kongó fyrst í undanúrslit Nígería og Lýðstjórnarlýðveldið Kongó urðu í kvöld fyrstu tvær þjóðirnar til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Afríkukeppninnar í fótbolta. Fótbolti 2. febrúar 2024 21:58
Son skaut Suður-Kóreu í undanúrslit Suður-Kórea tryggði sér í kvöld sæti í úndanúrslitum Asíumótsins í fótbolta með 2-1 sigri gegn Ástralíu í framlengdum leik. Fótbolti 2. febrúar 2024 21:49
Minntu á opnunartíma skrifstofunnar svo KR gæti skilað bikarnum Víkingur og KR mættust í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í gær þar sem KR-ingar göfnuðu sigri eftir vítaspyrnukeppni. Víkingum var þó dæmdur sigurinn þar sem KR-ingar notuðu ólöglegan leikmann. Fótbolti 2. febrúar 2024 18:51
Segir fótboltáhugafólk í Bandaríkjunum ekki hafa mikið vit á íþróttinni Lindsey Horan, fyrirliði bandaríska kvennalandsliðsins, hefur ekki mikla trú á knattspyrnuþekkingu margra stuðningsmanna landsliðsins. Fótbolti 2. febrúar 2024 16:01
Höjlund sló met sem Ronaldo átti Danski framherjinn Rasmus Höjlund bætti í gær met hjá Manchester United sem áður var í eigu Cristiano Ronaldo. Enski boltinn 2. febrúar 2024 15:30
KSÍ sektar KR um sextíu þúsund krónur Knattspyrnusamband Íslands hefur nú staðfest það að KR tapar úrslitaleik Reykjavíkurmótsins vegna þess að liðið notaði ólöglegan leikmann í leiknum. Íslenski boltinn 2. febrúar 2024 15:04
Þjálfarinn talaði ekki við Albert í þrjá daga: „Nýju kaupin okkar“ Alberto Gilardino, þjálfari ítalska knattspyrnufélagsins Genoa, er hæstánægður með að fá áfram að þjálfa nafna sinn, Albert Guðmundsson, eftir óvissu síðustu sólarhringa. Fótbolti 2. febrúar 2024 15:01
Mætti of seint á fund þar sem átti að reka hann fyrir óstundvísi Enski fótboltamaðurinn Djed Spence virðist vera óstundvísasti maður sem sögur fara af. Það sannaðist í þessum mánuði. Enski boltinn 2. febrúar 2024 14:30
Alveg sama um hvaða liði kaupandi Arsenal-hússins haldi með Frægt blátt hús við Aðalstræti 5 á Akureyri, sem hefur gjarnan verið kennt við enska fótboltaliðið Arsenal, er komið á sölu. Eignin er fjögurra herbergja sérhæð í steyptu tvíbýli og tæplega fimmtíu milljóna verðmiði er settur á það. Lífið 2. febrúar 2024 13:39
Davíð til Danmerkur Fótboltamaðurinn Davíð Ingvarsson er genginn í raðir danska B-deildarliðsins Kolding frá Breiðabliki. Íslenski boltinn 2. febrúar 2024 13:23
Klaga Bellingham fyrir að kalla Greenwood nauðgara Getafe hefur klagað Jude Bellingham, leikmann Real Madrid, eftir að hann átti að hafa kallað Mason Greenwood nauðgara í leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Real Madrid vann leikinn, 0-2, en Joselu skoraði bæði mörkin. Fótbolti 2. febrúar 2024 12:31
Segir að Mainoo minni sig á Seedorf Maður gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni var hinn átján ára Kobbie Mainoo, átján ára leikmaður Manchester United. Fyrrverandi leikmaður liðsins líkti honum við mikla hetju eftir sigurinn á Wolves. Enski boltinn 2. febrúar 2024 12:00
Fótboltamaður skotinn til bana í miðjum leik Við heyrum hverja fréttina á fætur annarri um óöld og ofbeldi í Mexíkó og menn virðast hvergi vera öruggir, ekki einu sinni inn á fótboltavellinum. Fótbolti 2. febrúar 2024 11:31
Titillinn tekinn af KR: „Þetta er bara klúður“ KR-ingar þurfa að öllum líkindum að horfa á eftir Reykjavíkurmeistaratitlinum í fótbolta, sem þeir fögnuðu í gærkvöld, í hendur Víkinga sem verður dæmdur 3-0 sigur í leik liðanna vegna ólöglegs leikmanns KR. Íslenski boltinn 2. febrúar 2024 10:30
Tíu bestu liðin (1984-2023): Stjarnan 2014 | Sú tilfinning er engu lík Undir taktföstum tónum Silfurskeiðarinnar vann Stjarnan sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil á eins ævintýralegan hátt og mögulegt var. Stjörnumenn fóru einnig lengra í Evrópukeppni en íslenskt lið hafði áður farið og mætti meðal annars Inter í tveimur leikjum. Úrslitaleik FH og Stjörnunnar gleymir svo enginn sem hann sá. Íslenski boltinn 2. febrúar 2024 10:01
Ágúst Eðvald: Veit alveg hvað í mér býr Ágúst Eðvald Hlynsson samdi nýverið við AB Gladsaxe sem spilar í C-deildinni í Danmörku. Hann segir að ekki sé um að ræða skrif niður á við frá Breiðabliki þar sem hann spilaði á síðasta ári en nýir eigendur AB stefna hátt og er Ágúst Eðvald spenntur að vera hluti af því verkefni. Fótbolti 2. febrúar 2024 09:00
Ákall um að FIFA og UEFA banni Ísrael að spila við Ísland FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hafa verið hvött til að banna Ísrael frá allri keppni í fótbolta vegna hörmunganna á Gasa. Slíkt bann hefði mikil áhrif á Ísland. Fótbolti 2. febrúar 2024 08:31
Sá sem talað var um í klefa Man. Utd: „Eins og að mig sé að dreyma“ Rasmus Höjlund segir það hafa verið mál manna í búningsklefa Manchester United síðasta sumar að í hópnum væri einstakt hæfileikabúnt, Kobbie Mainoo. Sá síðarnefndi átti í gær kvöld sem var draumi líkast. Enski boltinn 2. febrúar 2024 07:31
Ensku liðin ekki eytt jafn litlu síðan á farsóttartímabilinu Lið í stærstu deildum Evrópu voru heldur róleg í tíðinni á síðasta degi félagsskiptagluggans í gær. Raunar hafa lið í ensku úrvalsdeildinni ekki eytt jafn litlu í janúarglugganum síðan árið 2021 þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði yfir. Fótbolti 2. febrúar 2024 07:02
Mainoo hetja Manchester United Manchester United vann dramatískan 3-4 sigur er liðið heimsótti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 1. febrúar 2024 22:22
Joselu skaut Madrídingum á toppinn Joselu skoraði bæði mörk Real Madrid er liðið vann 2-0 útisigur gegn Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum skutust Madrídingar á topp deildarinnar. Fótbolti 1. febrúar 2024 21:53