Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Umfjöllun og myndir: Ísland - Spánn 1-2 | Tap í fyrsta leik á EM

Íslensku strákarnir í U19 töpuðu gegn Spánverjum 1-2. Spánverjar komust yfir með marki úr hornspyrnu í fyrri hálfleik. Þeir bættu síðan við öðru marki þegar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik eftir afar klaufalegan varnarleik hjá Íslandi. Ágúst Orri Þorsteinsson minnkaði muninn í uppbótartíma með laglegu skoti.

Fótbolti
Fréttamynd

Evrópumeistararnir fá engar bónusgreiðslur á HM

Leikmenn enska kvennalandsliðsins í fótbolta furða sig á því að þær muni ekki fá neinar árangurstengdar bónusgreiðslur frá enska knattspyrnusambandinu, FA, út frá því hvernig liðinu gengur á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sem hefst síðar í mánuðinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslensk mörk í sigrum í sænska og norska boltanum

Þeir Sveinn Aron Guðjohnsen og Ari Leifsson voru báðir á skotskónum er lið þeirra unnu sigra í sænska og norska boltanum í kvöld. Sveinn Aron skoraði fyrra mark Elfsborg í 2-0 sigri gegn Hammarby og Ari skoraði ein mark Strömsgodset í 1-0 sigri gegn Stabæk.

Fótbolti
Fréttamynd

Gerrard tekinn við Al-Ettifaq

Steven Gerrard, fyrrverandi leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, er tekinn við stjórnartaumunum hjá Al-Ettifaq í sádiarabísku deildinni.

Fótbolti