Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarna daga fundað með forsvarsmönnum knattspyrnufélaga vegna áfengissölu og hefur eitt þeirra hætt henni á meðan leyfisumsókn stendur. Fyrrum framkvæmdastjóri segir félögin verða fyrir gríðarlegu tapi vegna málsins, tekjur af bjórsölu séu í sumum tilvikum orðnar meiri en af miðasölu. Innlent 1. júlí 2025 20:30
Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle hafa sent frá sér afsökunarbeiðni vegna myndbands sem notað var til að kynna þriðja búning liðsins fyrir komandi tímabil. Fótbolti 1. júlí 2025 20:15
„Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Guðjón Bjarni Hálfdánarson, formaður meistaraflokksráðs karla á Selfossi, segir að sameiginlegt átak bæjarbúa hafi átt þátt í því að fá Jón Daða Böðvarsson aftur heim. Fótbolti 1. júlí 2025 19:32
Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Valur tók á móti Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikars karla á Hlíðarenda. Bæði lið duttu út í undanúrslitum í fyrra og voru því bæði lið að vonast til þess að komast einu skrefi lengra í kvöld. Fótbolti 1. júlí 2025 18:45
Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ „Hann kemur með mikla reynslu, sérstaklega þegar kemur að varnarleik og varnarskipulagi,“ segir Guðmundur Krisjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, um Steven Caulker, sem samdi við liðið á dögunum. Fótbolti 1. júlí 2025 18:01
Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Miðvörðurinn frábæri Natalia Kuikka verður að vanda í lykilhlutverki hjá finnska landsliðinu á EM. Hún er klár í erfiðan leik gegn Íslendingum á morgun og segir allt geta gerst í A-riðlinum. Fótbolti 1. júlí 2025 17:32
„Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ KA er í harðri fallbaráttu og þarf nauðsynlega að rífa sig í gang nú þegar seinni hluti tímabilsins er hafinn. Akureyringarnir töpuðu illa fyrir Val í síðustu umferð og fótboltasérfræðingurinn Albert Brynjar Ingason segir frammistöðuna eina þá verstu sem hann hefur séð síðustu ár. Íslenski boltinn 1. júlí 2025 16:45
Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Engin meiðsli eða veikindi eru í íslenska landsliðshópnum fyrir fyrsta leik á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í Sviss. Fótbolti 1. júlí 2025 16:09
Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Íslands á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í A-riðli. Upptöku af fundinum má nú sjá á Vísi. Fótbolti 1. júlí 2025 15:15
Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist hafa með íþróttum að úrslitakeppni EM kvenna hefst miðvikudaginn 2. júlí. Ísland leikur fyrsta leikinn í mótinu gegn Finnum og hjá mörgum er spennan orðin ansi mikil. Skoðun 1. júlí 2025 15:00
Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi Marko Saloranta, landsliðsþjálfari Finnlands, segir sitt lið þurfa að passa sérstaklega upp á Sveindísi Jane Jónsdóttur í leiknum gegn Íslandi á EM í Sviss á morgun. Fótbolti 1. júlí 2025 14:32
„Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ „Þetta er búið að vera ágætis ferðalag, þrettán ár úti og Ísland var farið að kalla mann heim“ segir Jón Daði Böðvarsson, nýjasti leikmaður Selfoss í Lengjudeild karla. Hann skrifaði undir samning við félagið áðan og batt þar með enda á atvinnumannaferilinn erlendis. Íslenski boltinn 1. júlí 2025 14:03
Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Stelpurnar okkar verða dyggilega studdar á Evrópumótinu í fótbolta sem nú fer að hefjast í Sviss. Fæstir stuðningsmenn verða á fyrsta leik, við Finna á morgun, en þó má búast við á annað þúsund Íslendingum. Tólfan verður að sjálfsögðu á sínum stað. Fótbolti 1. júlí 2025 14:02
Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Jón Daði Böðvarsson er fluttur heim og hefur samið við Selfoss um að leika með liðinu í Lengjudeild karla. Íslenski boltinn 1. júlí 2025 13:06
Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Skipst hefur á sólskini og skúrum í Sviss, þangað sem íslenska kvennalandsliðið er mætt til leiks á Evrópumótið. Stelpurnar okkar leyfa háum hita ekki að hafa áhrif en tóku rigningu gærdagsins fagnandi þar sem það er engin loftkæling á hóteli liðsins. Fótbolti 1. júlí 2025 12:02
Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ „Það er alltaf aðeins meiri eftirvænting fyrir stórum bikarleikjum. Það er alltaf extra skemmtilegt og meiri tilhlökkun,“ segir Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, um leik hans manna við Val í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 1. júlí 2025 11:32
EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Nú dregur nær fyrsta leik íslenska landsliðsins í fótbolta á EM í Sviss og spennan fer vaxandi og Íslendingum í Thun fjölgar. í EM í dag verður farið yfir helstu tíðindi í tengslum við þátttöku Íslands á mótinu Fótbolti 1. júlí 2025 11:15
Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Þrátt fyrir að vera ung að árum er Amanda Andradóttir mætt á sitt annað stórmót fyrir Íslands hönd. Hún var ekki viss um hvort það yrði raunin eftir mikla baráttu við meiðsli og komst að því á samfélagsmiðlum að hún vær á leið á EM í Sviss. Fótbolti 1. júlí 2025 11:00
Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fabio Deivson Lopes Maciel, 44 ára gamall markmaður Fluminense, er langelsti leikmaðurinn á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann hefur slegið heimsmet ítalska markmannsins Gianluigi Buffon fyrir að halda marki oftast hreinu og er nú á leið með að verða leikjahæsti fótboltamaður allra tíma. Fótbolti 1. júlí 2025 10:32
„Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Lautaro Martínez lét liðsfélaga sinn hjá Inter, Hakan Calhanoglu, heyra það eftir að liðið datt úr leik á heimsmeistaramóti félagsliða í gær. Calhanoglu tók ekki þátt í leiknum, sem hann segir vera vegna meiðsla. Fótbolti 1. júlí 2025 09:30
„Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Auk þess að leika lykilhlutverk innan vallar, með íslenska landsliðinu í fótbolta, sá Karólína Lea Vilhjálmsdóttir um það í heilt ár að vinna samfélagsmiðlaefni liðsins. Hún fann svo nýjan mann í starfið fyrir EM. Fótbolti 1. júlí 2025 09:02
Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Besti leikmaður heims, miðjumaðurinn Aitana Bonmatí, er komin til móts við spænska landsliðið á æfingasvæðinu í Sviss eftir að hafa verið lögð inn á sjúkrahús á Spáni vegna heilahimnubólgu. Fótbolti 1. júlí 2025 08:32
Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Diljá Ýr Zomers er mætt á sitt fyrsta stórmót með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta og þar með er draumur að rætast. Diljá hefur lagt allt í sölurnar yfir krefjandi tímabil til þess að ná þeim stað. Eftir að hafa sigrast á þrautagöngu og efasemdum uppsker hún rækilega núna. Fótbolti 1. júlí 2025 08:01
City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Ríkjandi heimsmeistarar félagsliða í Manchester City eru úr leik á mótinu eftir sjö marka framlengdan spennutrylli gegn Al-Hilal þar sem varnirnar hripláku. Fótbolti 1. júlí 2025 07:21
Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Opta tölfræðiveitan telur meira en helmingslíkur á að stelpurnar okkar fari upp úr sínum riðli og í 8-liða úrslit á EM í fótbolta. Þá eru 2,1% líkur á því að þær hreinlega lyfti Evrópumeistarabikarnum 27. júlí. Möguleikinn er því til staðar og hægt að færa góð rök fyrir því að Íslandi muni í það minnsta vegna afar vel á mótinu. Fótbolti 1. júlí 2025 07:03
Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Alþjóðaleikmannasamtökin FIFPRO óttast að verði spilaðir leikir um miðjan dag á ákveðnum völlum á HM 2026 geti of mikill hiti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Fótbolti 30. júní 2025 23:17
Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn ÍA vann mikilvægan 4-3 sigur er liðið tók á móti Fylki í botnslag Lengjudeildar kvenna í kvöld. Fótbolti 30. júní 2025 22:53
Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Sérfræðingar Stúkunnar ætluðu ekki að trúa eigin augum þegar þeir voru að fara yfir leik Fram og ÍBV í 13. umferð Bestu-deildar karla. Fótbolti 30. júní 2025 22:01
Fluminense sendi Inter heim Brasilíska liðið Fluminense er á leið í átta liða úrslit HM félagsliða í knattspyrnu eftir 2-0 sigur gegn Inter frá Ítalíu í kvöld. Fótbolti 30. júní 2025 21:05
Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Það voru Íslendingar í eldlínunni í þremur leikjum sem fram fóru í norska og sænska boltanum í kvöld. Tveimur leikjanna lauk með jafntefli, en Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Brann unnu dramatískan sigur. Fótbolti 30. júní 2025 19:03