Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Valur lenti 2-0 undir gegn Fylki í úrslitaleik Lengjubikars karla í fótbolta en kom til baka og vann 2-3 sigur í Árbænum. Íslenski boltinn 22. mars 2025 15:50
Héldu hreinu gegn toppliðinu Brøndby gerði markalaust jafntefli við Fortuna Hjørring í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir stóð vaktina í vörn Brøndby. Fótbolti 22. mars 2025 13:56
Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Stefán Teitur Þórðarson var svekktur með að byrja ekki fyrri leik Íslands gegn Kósovó í umspili fyrir sæti í B-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta líkt og hver einasti leikmaður í landsliðinu hefði verið. Hann metur möguleikana fyrir seinni leikinn mikla og segir að samstaða hópsins sé það sem geti skilað liðinu langt. Fótbolti 22. mars 2025 11:02
Tuchel skammaði Foden og Rashford Thomas Tuchel, þjálfara enska fótboltalandsliðsins, fannst Phil Foden og Marcus Rashford ekki spila nógu vel gegn Albaníu í gær. Fótbolti 22. mars 2025 10:02
Valkostum Arnars fjölgar fyrir seinni leikinn mikilvæga Valgeir Lunddal er klár í að byrja seinni leikinn gegn Kósovó á morgun í umspili fyrir sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir að hafa hrist af sér smávægileg meiðsli sem héldu honum frá keppni í fyrri leiknum. Fótbolti 22. mars 2025 09:31
Sló met Rashford og varð sá yngsti Myles Lewis-Skelly hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarna mánuði. Hann var settur í byrjunarliðið í sínum fyrsta landsleik í gær, skoraði eftir aðeins tuttugu mínútur og bætti í leiðinni met sem Marcus Rashford hefur haldið síðan 2016. Fótbolti 22. mars 2025 08:02
Handboltamenn ósáttir við ummælin: „Kári Árnason litli kall“ Ummæli Kára Árnasonar eftir landsleik Íslands og Kósovó í gær hafa fallið í grýttan jarðveg hjá handboltasamfélaginu. Sport 21. mars 2025 22:54
Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Ítalski landsliðsmaðurinn Riccardo Calafiori, leikmaður Arsenal, er mættur aftur til Lundúna eftir að hafa meiðst í leik gegn Þýskalandi í gærkvöldi. Enski boltinn 21. mars 2025 22:33
Skoraði í fyrsta landsleiknum England vann 2-0 á Wembley gegn Albaníu í undankeppni HM 2026. Þetta var fyrsti leikur Englendinga undir stjórn Tomas Tuchel. Hinn átján ára gamli Myles Lewis-Skelly skoraði opnunarmarkið, í sínum fyrsta landsleik, Harry Kane bætti svo við í seinni hálfleik. Fótbolti 21. mars 2025 22:00
„Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Sverrir Ingi Ingason segir leikkerfið sem nýi landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson leggur upp með krefjast mikils af leikmönnum. Frammistaðan í gær hafi verið góð í ljósi þess að liðið fékk bara tvo daga til að slípa sig saman. Góð frammistaða sé mikilvægari en sigur í einvíginu. Fótbolti 21. mars 2025 21:01
Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Breiðablik vann 2-1 gegn Val á Kópavogsvelli í undanúrslitum Lengjubikars kvenna og mun mæta annað hvort Þór/KA eða Stjörnunni í úrslitaleik. Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði sigurmarkið með lúmsku skoti rétt fyrir leikslok. Íslenski boltinn 21. mars 2025 20:05
Fá ekki að taka þátt á HM félagsliða Club Leon hefur verið meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti félagsliða í sumar sökum þess að félagið er í eigu sömu aðila og annað lið í keppninni, Pachuca. FIFA úrskurðaði í málinu í dag en eigendur félaganna munu áfrýja til æðri dómstóla. Fótbolti 21. mars 2025 18:42
Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Matheus Cunha mun þurfa að taka út einn auka leik í banni, vegna hegðunar sinnar í garð Milos Kerkez leikmanns Bournemouth. Cunha mun því taka út fjögurra leikja bann í stað þriggja leikja bannsins sem hann fékk sjálfkrafa fyrir beint rautt spjald. Enski boltinn 21. mars 2025 17:56
Alisson fór meiddur af velli vegna höfuðmeiðsla Markvörðurinn Alisson þurfti að fara af velli í leik Brasilíu og Kólumbíu í undankeppni HM 2026 eftir að lent í samstuði við Davinson Sánchez. Fótbolti 21. mars 2025 17:01
Jóhann Berg tók fullan þátt í æfingu dagsins Eftir að hafa verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn tók Jóhann Berg Guðmundsson fullan þátt í æfingu dagsins. Fótbolti 21. mars 2025 16:10
Pedersen framlengir við Val Patrick Pedersen, markahæsti erlendi leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Val. Íslenski boltinn 21. mars 2025 15:48
Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann frábæran 3-0 sigur gegn Ungverjalandi í vináttulandsleik á Pinatar Arena, nærri Torrevieja á Spáni, í dag. Fótbolti 21. mars 2025 14:58
Fékk gult spjald fyrir að gefa eiginhandaráritanir Markahrókurinn Chris Wood fékk gult spjald fyrir nokkuð sérstakar sakir í leik Nýja-Sjálands og Fídjí í undankeppni HM 2026. Fótbolti 21. mars 2025 14:17
Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Eftir 2-1 tapið gegn Kósovó í Pristina í gærkvöld er ljóst að Ísland verður að vinna sigur þegar liðin mætast aftur í heimaleik Íslands á sunnudag klukkan 17, í Murcia á Spáni, til að forðast fall í C-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta. Fótbolti 21. mars 2025 13:30
Jóhann Berg kallaður inn í landsliðið Arnar Gunnlaugsson hefur kallað Jóhann Berg Guðmundsson inn í íslenska landsliðið fyrir seinni leikinn gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fótbolti 21. mars 2025 12:34
Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen Besta deildin hefur upphitun sína fyrir fótboltasumarið formlega í dag þegar fyrsta auglýsing deildarinnar fer í loftið. Íslenski boltinn 21. mars 2025 12:03
LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Magnús Már Einarsson tók við þjálfun Aftureldingar í nóvember 2019, þá þrítugur að aldri. Hann er nú mættur með liðið í efstu deild karla í fótbolta. Leikstíllinn hefur vakið athygli og Magnús fór yfir það í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Íslenski boltinn 21. mars 2025 11:00
Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Valsmenn hafa keypt varnarmanninn öfluga Andi Hoti frá Leikni og gert við hann samning til fimm ára. Andi, sem leikið hefur fyrir U19- og U21-landslið Íslands, segir erfitt að yfirgefa Breiðholtið en er spenntur fyrir að stíga inn á stóra sviðið. Íslenski boltinn 21. mars 2025 10:10
Ærðust og fögnuðu með steinhissa Henry Panama-menn gjörsamlega ærðust af fögnuði og hópuðust einhverra hluta vegna að frönsku goðsögninni Thierry Henry þegar þeir unnu hádramatískan sigur gegn Bandaríkjunum í gærkvöld. Fótbolti 21. mars 2025 09:31
Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta, gagnrýnir þá leið íþróttayfirvalda að dæma leikmenn í leikbann vegna veðmálabrota og kallar eftir því að þeir fái aðstoð og menntun í staðinn. Gagnrýnin kemur fram í ljósi banns fyrirliða Vestra. Íslenski boltinn 21. mars 2025 09:00
Alveg hættur í fýlu við Heimi Matt Doherty, leikmaður Wolves, kveðst búinn að ná sáttum við Heimi Hallgrímsson eftir að hafa fundist Eyjamaðurinn sýna sér vanvirðingu í haust. Fótbolti 21. mars 2025 08:33
„Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það?“ Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson voru afdráttarlausir á Stöð 2 Sport í gærkvöld varðandi það að Ísland þyrfti svo sannarlega að vinna Kósovó á sunnudaginn og halda sér í B-deild Þjóðadeildar UEFA. „Höfum smá stolt. Ekki neðar en B,“ sagði Lárus. Fótbolti 21. mars 2025 08:02
Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Rasmus Höjlund, framherji Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo hafi lengi verið sitt átrúnaðargoð. Þess vegna nýtti hann tækifærið í gærkvöld til að fagna eins og Ronaldo, beint fyrir framan goðið sitt, í 1-0 sigri Danmerkur gegn Portúgal í Þjóðadeildinni. Fótbolti 21. mars 2025 07:31
Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Þrítugi miðjumaðurinn Simon Hjalmar Friedel Tibbling hefur skrifað undir samning við Fram og mun leika með liðinu í Bestu deild karla á komandi tímabili. Svíinn hefur verið með liðinu í æfingaferð á Spáni síðustu daga og skrifaði undir samning í gær. Íslenski boltinn 21. mars 2025 07:00
„Besta lausnin væri að vera með tvo Hákona“ en Gylfi gæti líka leyst hlutverkið Hákon Arnar Haraldsson var settur í nýtt hlutverk í leiknum gegn Kósovó. Hann spilaði á miðjunni, sótti boltann og stýrði uppspilinu, frekar en að vera framar á vellinum. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports voru sammála um að hann væri góður í því hlutverki en best væri að hafa annan eins, eða svipaðan leikmann, með honum. Gylfi Þór Sigurðsson var snöggt nefndur í því samhengi. Fótbolti 20. mars 2025 23:11