Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker

Ibrahim Turay og Alpha Conteh, leikmenn frá Síerra Leóne, eru gengnir til liðs við Stjörnuna. Þeir eiga báðir landsleiki fyrir Síerra Leóne, líkt og Steven Caulker, spilandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Er að koma inn í hlut­verk sem ég veit að ég er góð í“

Ís­lenska lands­liðs­konan í fót­bolta, Ingi­björg Sigurðar­dóttir er mætt aftur í þýsku úr­vals­deildina en nú í verk­efni af öðrum toga en hún tókst á við áður. Eftir von­brigði á EM með Ís­landi vill Ingi­björg taka ábyrgð og skref út fyrir þæginda­rammann.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ein­hver vildi losna við mig“

Gianluigi Donnarumma hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Paris Saint Germain en hann sendi stuðningsmönnum félagsins kveðju þar sem hann ásakar franska félagið um að ýta sér út.

Fótbolti
Fréttamynd

Enska augna­blikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum

Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Son Heung-Min, sem kvaddi Tottenham í sumar, hefur glatt Hjálmar Örn Jóhannsson mikið í gegnum tíðina.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vildi hvergi annars­staðar spila

Félagaskipti Jack Grealish til Everton hafa að vonum vakið nokkra athygli enda er Grealish dýrasti leikmaður í sögu Manchester City. Hann fer nú á láni til Everton en að hans sögn er Everton draumaliðið hans.

Enski boltinn
Fréttamynd

Lehmann færir sig um set á Ítalíu

Skærasta stjarna kvennaknattspyrnunnar, utan vallar í það minnsta, Alisha Lehmann, mun leika með Como FC í ítölsku deildinni á komandi tímabili en hún kemur til liðsins frá meisturum Juventus.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta var bara út um allt“

Thelma Lóa Hermannsdóttir var besti leikmaður vallarins í Kaplakrika í kvöld. Hún átti þátt fjórum af fimm mörkum FH í leiknum, skoraði þrennu og lagði upp eitt. Sannarlega frábær frammistaða, en fyrir leikinn hafði Thelma Lóa aðeins skorað tvö mörk í efstu deild.

Fótbolti
Fréttamynd

Wrexham á­fram eftir vítaspyrnukeppni

Alls fóru 29 leikir fram í fyrstu umferð enska deildarbikarsins í kvöld. Þrettán lið úr B-deildinni tryggðu sig áfram í næstu umferð, þar sem úrvalsdeildarliðin byrja að tínast inn.

Fótbolti
Fréttamynd

Enska augna­blikið: Forsjáli fé­laginn sem missti af öllu

Þrír dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kristinn Kjærnested fór í frægðarför til Liverpool-borgar árið 2006 og sá grannaslag Liverpool og Everton á Anfield.

Enski boltinn
Fréttamynd

Úr enska boltanum í eitur­lyfja­smygl og sjö ára fangelsi

Ronnie Stam, fyrrum fótboltamaður sem varð hollenskur meistari með Twente og spilaði með Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir eiturlyfjasmygl. Hann er sagður hafa verið mjög umsvifamikill í hollensku undirheimunum eftir að fótboltaferlinum lauk.

Enski boltinn
Fréttamynd

Isak ætlar aldrei að spila fyrir New­cast­le aftur

David Orn­stein, blaðamaður The At­hletic segir það staðfasta skoðun sænska fram­herjans Alexander Isak að hann muni aldrei aftur spila fyrir enska úr­vals­deildar­félagið New­cast­le United jafn­vel þó að hann verði ekki seldur í yfir­standandi félags­skipta­glugga.

Enski boltinn
Fréttamynd

Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn

KR-ingar unnu sinn fyrsta sigur í rúmlega fjörutíu daga þegar þeir tóku Aftureldingu 2-1 í Frostaskjólinu í gær. Fyrir utan fótboltann var mikið rætt um einn tiltekinn boltasæki sem var höfðinu hærri en restin og virtist alltof gamall fyrir starfið.

Lífið
Fréttamynd

Fegin að hvítir leik­menn Eng­lands klikkuðu líka á vítum

Jess Carter, leikmaður Evrópumeistara Englands í fótbolta, óttaðist að samherji hennar, Lauren James, yrði fyrir barðinu á stjarnfræðilega miklum kynþáttafordómum ef hún hefði verið eini leikmaður enska liðsins sem hefði klikkað á sinni spyrnu í vítakeppninni gegn Svíþjóð á EM.

Fótbolti