Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Heldur ekki á­fram með Leicester

Leicester City hefur gert samkomulag við Ruud van Nistelrooy og hann lætur af störfum sem þjálfari liðsins eftir að hafa mistekist að stýra því frá falli úr ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: Serbía - Ís­land 1-3 | Allt klappað og klárt fyrir EM

Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu fara á góðum nótum upp í flugvélina til Sviss, með 3-1 sigur í æfingaleik gegn Serbíu að baki. Þær bundu þar með enda á langa sigurlausa hrinu og mæta Finnum fullar sjálfstrausts í fyrsta leik á EM. Tveggja marka forysta var tekin á innan við fimm mínútum ogSveindís Jane skoraði svo stórbrotið mark í seinni hálfleik eftir sprett upp allan völlinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Fær­eyja

Daniel Obbekjær hefur yfirgefið herbúðir Breiðabliks og heldur nú aftur til Færeyja, þaðan sem hann kom fyrir ári síðan. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir leikstíl liðsins ekki hafa hentað honum og Daniel sé of góður miðvörður til að sitja bara á bekknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pogba og Fati mættir til Móna­kó

Paul Pogba og Ansu Fati eru báðir mættir til Mónakó og munu gangast undir læknisskoðun í dag áður en þeir sem við félagið þar í bæ sem leikur í frönsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu allan þáttinn um Norðurálsmótið

Gleðin var við völd á Norðurálsmótinu á Akranesi, þar sem strákar og stelpur í 7. og 8. flokki skemmtu sér í fótbolta. Andri Már Eggertsson var á svæðinu og ræddi við krakkana í nýjasta þætti Sumarmótanna sem nú má sjá á Vísi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Beckham á spítala

David Beckham hefur verið lagður inn á spítala af óþekktum ástæðum. Victoria Beckham birti mynd á samfélagsmiðlum af knattspyrnumanninum fyrrverandi í sjúkrarúmi með hægri handlegginn í fatla.

Lífið
Fréttamynd

Albert og Guð­laug saman í fríi á Ibiza

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir eru stödd saman í fríi ásamt börnum sínum tveimur á spænsku eyjunni Ibiza. Bæði hafa birt myndir frá dvölinni á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Real rústaði Salzburg og vann riðilinn

Real Madrid vann afar öruggan 3-0 sigur gegn RB Salzburg í lokaleik riðlakeppninnar á heimsmeistaramóti félagsliða, endaði þar af leiðandi í efsta sæti H-riðilsins og mætir Juventus í sextán liða úrslitum.

Fótbolti