Slæm höfuðmeiðsli Le Normand eftir áreksturinn við Tchouaméni Varnarmaðurinn Robin Le Normand lenti illa í því þegar hann og Aurélien Tchouaméni skullu saman í leik Atlético Madríd og Real Madríd í síðustu umferð La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Fótbolti 1. október 2024 23:33
Dortmund í sjöunda himni | Stórsigrar hjá Barcelona og Inter Það var sannkölluð markaveisla í Meistaradeild Evrópu karla í dag þar sem 32 mörk litu dagsins ljós í níu leikjum. Fótbolti 1. október 2024 21:30
Öruggt hjá Skyttunum Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 1. október 2024 21:00
Þægilegt í Slóvakíu Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. Fótbolti 1. október 2024 21:00
Á met sem enginn vill Ben Brereton Diaz á nú met sem enginn vill í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Hann hefur leikið 20 leiki án þess að næla í einn einasta sigur. Fótbolti 1. október 2024 20:00
Brest tímabundið á topp Meistaradeildarinnar Brest er komið á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 útisigur á Salzburg. Þá gerði Sparta Prag 1-1 jafntefli við Stuttgart ytra. Fótbolti 1. október 2024 18:46
Rauða spjaldið hans Bruno dregið til baka Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, mun ekki missa af næstu þremur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem rauða spjaldið sem hann fékk gegn Tottenham Hotspur hefur verið dregið til baka. Enski boltinn 1. október 2024 18:02
„Vil ekki snúa þessu upp í sápuóperu“ Ég myndi gera þetta í hundrað af hverjum hundrað skiptum, segir stjóri Paris Saint-Germain sem setti stórstjönu út í kuldann fyrir stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 1. október 2024 17:15
Chiesa ekki með gegn Ítölunum Ítalinn Federico Chiesa verður ekki með Liverpool gegn liði Bologna í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Diogo Jota ætti þó að ná leiknum eftir að hafa glímt við smávægileg meiðsli í vikunni. Fótbolti 1. október 2024 16:31
Tarik í bann eftir fræknu frammistöðuna Tarik Ibrahimagic, leikmaður Víkings, var í dag dæmdur í eins leiks bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Hann missir af næsta leik Víkinga um komandi helgi. Íslenski boltinn 1. október 2024 15:51
Sonur Zlatans í fyrsta sinn í landslið Maximilian Seger Ibrahimovic, hinn 18 ára sonur sænsku goðsagnarinnar Zlatan Ibrahimovic, fær nú sitt fyrsta tækifæri í gulu landsliðstreyjunni eftir að hafa verið valinn í U18-landslið Svíþjóðar í fótbolta. Fótbolti 1. október 2024 14:15
Klopp heiðraður af Þýskalandsforseta Fótboltaþjálfarinn Jürgen Klopp var í dag heiðraður af forseta Þýskalands vegna vinnu hans í þágu þýska ríkisins. Fótbolti 1. október 2024 13:32
Scholes brjálaður: De Ligt geti ekkert og ten Hag þjálfi liðið varla Paul Scholes, goðsögn hjá Manchester United, vandar Erik ten Hag, þjálfara liðsins, ekki kveðjurnar. Hann segir United-liðið óþjálfað og leikmannakaupin ekki góð. Enski boltinn 1. október 2024 13:02
Gáfu skít í yfirmann sem hreykti sér af þeirra afrekum Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård eru lítt hrifnar af tilraunum Roger Palmgren, yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu, til að eigna sér heiður að gríðarlegri velgengni liðsins í ár. Segja má að þær gefi skít í ummæli hans. Fótbolti 1. október 2024 11:30
Sjáðu slysalegt sjálfsmark og Emil skora í tólfta sinn Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur gegn ÍA og kom sér af fullum þunga í baráttuna um Evrópusæti í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Mörkin má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 1. október 2024 10:31
Hélt hann væri laus við þessi mál Eysteinn Pétur Lárusson kann vel við sig í nýju hlutverki, sem framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Fyrstu vikurnar í starfi hafa verið viðburðaríkar. Fótbolti 1. október 2024 10:01
Kraftaverk hjá Mbappé sem kannski spilar á morgun Kylian Mbappé er afar óvænt í leikmannahópi Real Madrid sem ferðast til Frakklands og spilar þar við Lille í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á morgun. Fótbolti 1. október 2024 09:02
Ronaldo benti til himins: „Vildi að pabbi væri enn á lífi“ Cristiano Ronaldo hélt áfram að nálgast þúsundasta markið á ferlinum í gær þegar hann skoraði í sigri Al-Nassr. Hann tileinkaði markið föður sínum heitnum, José Dinis Aveiro. Fótbolti 1. október 2024 08:03
Í beinni þegar tilkynnt var að hann væri rekinn Danski fótboltaþjálfarinn David Nielsen var í þriðja sinn á þessu ári rekinn úr starfi í gær, þegar forráðamenn norska félagsins Lilleström ákváðu að láta hann fara. Hann var í beinni útsendingu þegar greint var frá brottrekstrinum. Fótbolti 1. október 2024 07:32
Fyrirliðinn segir Íslendingaliðið of gott fyrir C-deildina Krystian Bielik, fyrirliði enska C-deildarliðsins Birmingham City, er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið. Hann segir sína menn alltof góða fyrir C-deildina og að eftir hálft ár verði liðið komið upp í B-deildina á nýjan leik. Enski boltinn 1. október 2024 07:03
Brasilíski miðvörðurinn gríðarlega eftirsóttur Vitor Reis, 18 ára gamall miðvörður Palmeiras í heimalandinu Brasilíu, er heldur betur eftirsóttur. Hann er á óskalista Arsenal, Real Madríd sem og annarra stórliða. Fótbolti 30. september 2024 23:30
Forsetinn Eto‘o fær ekki að mæta á leiki þjóðar sinnar Samuel Eto‘o, fyrrverandi leikmaður Barcelona og Inter er í dag forseti Fecafoot, Knattspyrnusambands Kamerún. Hann hefur nú verið settur í sex mánaða bann af aganefnd FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, og má ekki mæta á neina landsleiki hjá þjóð sinni. Fótbolti 30. september 2024 23:03
Versta byrjun í sögu efstu deildar Á sunnudagskvöld vann FC Kaupmannahöfn 2-1 útisigur á Vejle. Það var 10. tap Vejle í röð í efstu deild danska fótboltans. Tapið þýðir að Vejle á nú metið yfir slökustu byrjun í sögu efstu deildar þar í landi. Fótbolti 30. september 2024 22:30
Hilmar Árni: Þurftum að vinna, gerðum það og svo bara næsti leikur Besti maður vallarins í sigri Stjörnunnar á ÍA fyrr í kvöld gat verið ánægður með dagsverkið. Hilmar Árni Halldórsson átti tvær stoðsendingar og skotið sem varð til þess að Johannes Vall skoraði sjálfsmark í 3-0 sigri Stjörnunnar. Íslenski boltinn 30. september 2024 21:21
Kolbeinn með glæsimark í sigri Gautaborgar Gautaborg lagði GAIS 2-0 í efstu deild sænska fótboltans. Leikurinn tafðist vegna fjölda blysa sem stuðningsfólk GAIS kveikti á. Fótbolti 30. september 2024 21:17
Heimamenn kláruðu dæmið í fyrri hálfleik Bournemouth vann Southampton í hálfgerðum nágrannaslag í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Heimamenn gerðu út um leikinn með þremur mörkum í fyrri hálfleik. Enski boltinn 30. september 2024 20:55
Dómarinn fyrrverandi segir Bruno hafa átt að fá gult Dermot Gallagher, fyrrverandi dómari í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og núverandi sérfræðingur Sky Sports, segir að fyrirliðinn Bruno Fernandes hefði ekki átt að fá beint rautt spjald gegn Tottenham Hotspur um helgina. Enski boltinn 30. september 2024 19:01
Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - ÍA 3-0 | Stjarnan gerir atlögu að Evrópusætinu Stjarnan fór með sigur af hólmi þegar ÍA kom í heimsókn í annarri umferð efri helmings Bestu deildar karla. Stjarnan stýrði leiknum lengst af þó Skagamenn hafi þjarmað að þeim. Leiknum lauk með 3-0 sigri Stjörnunnar sem kom sér í stöðu til að gera atlögu að þriðja sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 30. september 2024 18:30
Fyrirliðinn Popp leggur landsliðsskóna á hilluna Alexandra Popp, fyrirliði þýska landsliðsins í fótbolta og samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg, hefur tilkynnt að hún muni leggja landsliðsskóna á hilluna síðar í þessum mánuði. Frá þessu greindi hin 33 ára gamla Popp í dag, mánudag. Fótbolti 30. september 2024 18:16
Oliver við æfingar á Englandi eftir frábært tímabil með ÍBV Oliver Heiðarsson, leikmaður ÍBV sem vann Lengjudeild karla í fótbolta, er nú við æfingar i Englandi þar sem faðir hans spilaði lengi vel. Íslenski boltinn 30. september 2024 17:31