Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Eyjakonur gjör­sigruðu Gróttu

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna en topplið ÍBV valtaði yfir Gróttu á Nesinu 0-5 en Grótta var fyrir leikinn í 3. sæti. Allison Patricia Clark skoraði tvö mörk og er því næst markahæst í deildinni með ellefu mörk.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar Grétars­son tekinn við Fylki

Fylkismenn hafa gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu en það er Arnar Grétarsson sem fær það verkefni að rétta skútuna af.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta var bara byrjunin“

Mörg hundruð Crystal Palace stuðningsmenn efndu til kröfugöngu og mótmæltu ákvörðun UEFA um að banna félaginu að taka þátt í Evrópudeildinni í vetur. Forsvarsmaður mótmælanna segir þau bara rétt að byrja.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool reynir líka við Ekitike

Liverpool hefur sett sig í samband við þýska liðið Eintracht Frankfurt vegna mögulegra kaupa á Frakkanum Hugo Ekitike. Sá hefur verið í viðræðum við Newcastle United en Liverpool er einnig á eftir framherja þeirra svarthvítu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri

Breiðablik rúllaði yfir Albaníumeistara Egnatia í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta er liðin áttust við í síðari leik einvígis þeirra í 1. umferð. Leiknum lauk 5-0 eftir sýningu grænklæddra á Kópavogsvelli.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“

Ágúst Orri Þorsteinsson skoraði tvö mörk af fimm Breiðabliks í kvöld á móti Egnatia í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Breiðablik sem tapaði fyrri leiknum í Albaníu á grátlegan hátt varð að sækja til sigurs í kvöld og það tókst og rúmlega það.

Fótbolti
Fréttamynd

Cifuentes tekur við Leicester

Forráðamenn Leicester City hafa fundið eftirmann Ruud van Nistelrooy til að stýra liðinu á komandi tímabili en það er Spánverjinn Marti Cifuentes sem fær það verkefni að reyna að koma liðinu á ný í úrvalsdeild.

Fótbolti