Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Í gegnum tíðina hafa fjölmargar íslenskar fótboltakonur leikið með Kristianstad og nú hefur ein í viðbót bæst í hópinn. Íslenski boltinn 1. september 2025 17:16
Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Leikjahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins frá upphafi, Birkir Bjarnason, hefur lagt skóna á hilluna. Fótbolti 1. september 2025 16:12
Hárprúður Eiður heillar Þykkt hár Eiðs Smára Guðjohnsen í nýrri auglýsingu fyrir veðmálasíðuna Epicbet hefur vakið athygli. Stutt er síðan hár hans var farið að þynnast ansi mikið. Eiður hefur ekki tjáð sig um það sjálfur en virðist hafa farið í hárígræðslu. Lífið 1. september 2025 16:05
Suárez hrækti á þjálfara Hinn 38 ára gamli Luis Suárez bætti skammarstriki á ferilskrá sína þegar hann sást hrækja á þjálfara úr teymi Seattle Sounders eftir 3-0 tap Inter Miami í úrslitaleik bandaríska deildabikarsins í fótbolta. Fótbolti 1. september 2025 11:31
Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Unai Emery, knattspyrnustjóri Aston Villa, fór í afar sérstakt viðtal fyrir leikinn gegn Crystal Palace á Villa Park í gær. Hann svaraði öllum spurningum blaðamanns með nafni markvarðar Villa. Enski boltinn 1. september 2025 11:03
Ten Hag rekinn frá Leverkusen Erik ten Hag hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra Bayer Leverkusen eftir aðeins tvo leiki í þýsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 1. september 2025 09:52
Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Það var vægast sagt rosalegur dagur í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar næstsíðasta umferðin fyrir skiptingu fór fram. Stórleikur Víkings og Breiðabliks olli engum vonbrigðum. Öll mörk umferðarinnar og umdeilda brottreksturinn í Fossvogi má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 1. september 2025 09:02
Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjaldan verið eins margt spennandi í gangi á lokadegi félagaskiptagluggans á Englandi. Enn er óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn en glugganum hefur verið lokað. Enski boltinn 1. september 2025 08:35
Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Það var nóg um að vera í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og nú má sjá öll mörkin úr umferðinni á Vísi. Enski boltinn 1. september 2025 07:31
Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Norska fótboltafélagið Bodö/Glimt er komið alla leið í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Uppkoma þessa félags nyrst í Noregi hefur verið engu öðru lík. Fótbolti 1. september 2025 06:30
Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano fullyrðir að Liverpool hafi náð samkomulagi við Newcastle um kaup á sænska framherjanum Alexander Isak. Fótbolti 31. ágúst 2025 23:27
„Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var að vonum kátur með sigur sinna manna á toppliði Vals í 21. Umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Fótbolti 31. ágúst 2025 22:47
Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni James Milner varð í dag næstelsti leikmaðurinn í sögunni til að skora í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er hann skoraði úr vítaspyrnu gegn Manchester City. Fótbolti 31. ágúst 2025 22:45
„Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Valur tapaði gegn Fram í 21. Umferð Bestu deildar karla í kvöld þegar Fram skoraði sigurmarkið í uppbótartíma úr vítaspyrnu. Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals ræddi við Vísi eftir leik og var sársvekktur. Fótbolti 31. ágúst 2025 22:31
„Maður verður að telja það sterkt andlega“ Breiðablik sótti sterk stig í Víkina í kvöld þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli við Víkinga í stórleik 21. umferð Bestu deild karla í kvöld. Höskuldur Gunnlaugsson ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir leikinn í kvöld. Sport 31. ágúst 2025 21:48
Lazio í stuði og óvænt tap Inter Lazio vann öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Hellas Verona í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Á sama tíma mátti Inter þola óvænt tap gegn Udinese. Fótbolti 31. ágúst 2025 20:44
„Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var sáttur við lærisveina sína fyrstu 70 mínúturnar í dramatískum ósigri liðsins gegn Stjörnunni í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Hallgrímur fannst lið sitt hins vegar falla of djúpt of snemma og það hafi orðið liðinu að falli þegar upp var staðið. Fótbolti 31. ágúst 2025 20:17
„Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sá lið sitt koma til baka úr snúinni stöðu í leik liðsins gegn KA í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld og sýna gríðarlegan karakter. Jökull var sáttur við sigurinn en kallar eftir heilsteyptari frammistöðu frá leikmönnum sínum. Fótbolti 31. ágúst 2025 20:12
Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Eftir tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins vann Crystal Palace öruggan 0-3 sigur er liðið heimsótti Aston Villa í síðasta leik þriðju umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Fótbolti 31. ágúst 2025 19:59
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Stjarnan kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn KA og fór með 3-2 sigur af hólmi þegar liðin áttust við í 21. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld. Það var Guðmundur Baldvin Nökkvason sem tryggði Stjörnunni stigin þrjú með næstsíðasta sparki leiksins. Íslenski boltinn 31. ágúst 2025 19:02
Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu þurftu Spánarmeistarar Barcelona að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Rayo Vallecano í kvöld. Fótbolti 31. ágúst 2025 19:01
Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Fram vann dramatískan 2-1 sigur er liðið tók á móti toppliði Vals í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartíma. Íslenski boltinn 31. ágúst 2025 18:32
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Þrátt fyrir að leika stóran hluta seinni hálfleiks manni færri nældu Íslandsmeistarar Breiðabliks í stig er liðið heimsótti Víking í stórleik umferðarinnar í Bestu-deild karla í kvöld. Íslenski boltinn 31. ágúst 2025 18:32
Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Albert Guðmundsson og félagar hans í Fiorentina gerðu markalaust jafntefli er liðið heimsótti Torino í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 31. ágúst 2025 16:03
Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Sigurður Bjartur Hallsson tryggði FH-ingum öll þrjú stigin í Mosfellsbænum í dag en FH vann þá 2-1 sigur á Aftureldingu i 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 31. ágúst 2025 16:00
Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Útlitið er enn dekkra hjá botnliði Skagamanna eftir þriðja tapið í röð í Bestu deild karla í fótbolta. Þorlákur Breki Þ. Baxter skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum í efstu deild þegar hann kom Eyjaliðinu yfir í þessum góða 2-0 sigri. Íslenski boltinn 31. ágúst 2025 15:58
Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Vestri og KR mættust á Kerecisvellinum á Ísafirði í dag fyrir framan um 250 áhorfendur sem sáu liðin skipta bróðurlega á milli sín stigunum. Íslenski boltinn 31. ágúst 2025 15:56
Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Dominik Szoboszlai skoraði eina mark leiksins er Liverpool vann 1-0 sigur gegn Arsenal í sannkölluðum risaslag í enska boltanum í dag. Enski boltinn 31. ágúst 2025 15:00
City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City fóru tómhentir heim af suðurströndinni í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir tap á móti Brighton. West Ham vann sinn fyrsta leik eftir markaveislu í lokin. Enski boltinn 31. ágúst 2025 15:00
Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk þegar Brann gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti Kristiansund í norski úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 31. ágúst 2025 14:27