Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Aukið álag og engin árshátíð vegna WOW

Afleiðingar gjaldþrots WOW air teygja anga sína víða. Hætt hefur verið við árshátíðarferð starfsfólks Vinnumálastofnunar, sem fara átti fram erlendis, vegna gjaldþrots flugfélagsins. Starfsfólkið svekkt en stendur þó þétt saman.

Innlent
Fréttamynd

Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu

Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Isavia fær frest til að skila gögnum

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation krefst þess að fá afhenta Airbus flugvél sem Isavia kyrrsetti við gjaldþrot WOW air í lok síðasta mánaðar. Héraðsdómur Reykjaness tók í dag fyrir dómsmál bandaríska félagsins gegn Isavia og veitti Isavia frest til þriðjudags til að skila greinargerð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bilun í vél Icelandair í Stokkhólmi

Bilun kom upp í flugvél Icelandair sem fara átti frá Arlanda flugvelli í Stokkhólmi til Reykjavíkur. Áætlað er nú að vélin, sem lenda átti í Keflavík klukkan 15:05, lendi á Íslandi 19:05.

Innlent
Fréttamynd

Isavia krafði flugvélaleigu um greiðslu skuldar WOW

Í samkomulagi sem gert var milli Isavia og flugfélagsins WOW Air í september síðastliðnum var gengið út frá því að flugfélagið greiddi milljarðaskuld við Isavia í þrettán afborgunum, þá var einnig gerð krafa að ein flugvéla sem WOW hafði til umráða yrði kyrrsett á Keflavíkurflugvelli.

Viðskipti innlent