Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Innlent 12. júní 2020 23:02
Allir þurfa að vera með andlitsgrímur Dómsmálaráðherra segir að fleiri ferðamenn virðist vera væntanlegir til landsins næstu tvær vikurnar en búist var við. Allir farþegar sem koma til Íslands þurfa að vera með andlitsgrímur á leið til landsins og í Leifsstöð. Innlent 12. júní 2020 18:25
Segir ekkert ríki í raun vita hvernig eigi að opna landamæri eftir heimsfaraldur Víðir Reynisson ræddi fyrirhugaða opnun landamæranna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 12. júní 2020 11:22
Stærstu flugfélög Norðurlanda skulda milljarða Tvö stærstu flugfélög Norðurlandanna, SAS og Norwegian, eru sögð skulda viðskiptavinum um sjö milljarða danskra króna. Viðskipti erlent 12. júní 2020 07:50
„Ég tapa aldrei!“ Gummi Ben og Bibba eru lögð af stað í Heims-sókn með Icelandair Myndaleikur Icelandair er hafinn. Allir á Íslandi geta tekið þátt og merkt mynd af Íslandi #icelandisopen. Gummi Ben og Bibba eru ekkert að grínast með þetta! Lífið samstarf 11. júní 2020 16:45
Lufthansa segir upp 22 þúsund manns Þýska flugfélagið hefur greint frá því að til standi að segja upp 22 þúsund manns þar sem félagið reynir að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskipti erlent 11. júní 2020 13:14
Íslendingar hvattir til að dreifa myndum sem sýna hversu gott lífið er hér Myndaleikur Icelandair 2020 heitir Heimssókn og er markmiðið er að fá Íslendinga til þess að taka myndir af landinu, deila á Facebook eða Instagram og merkja þær #icelandisopen. Lífið 11. júní 2020 10:29
Play áætlar að hefja leik næsta haust Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins Play, segir félagið stefna á að hefja sig til flugs í október á þessu ári. Hann segir flugmarkaðinn gjörbreyttan í kjölfar kórónuveirufaraldursins og segir stöðuna hagstæða fyrir nýtt flugfélag. Viðskipti innlent 11. júní 2020 08:26
Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. Innlent 10. júní 2020 23:33
Alvarlegasta smithættan á djamminu Fimm hundruð manns mega koma saman frá og með næsta mánudegi þegar samkomubanni verður aflétt frekar. Skemmti- og vínveitingastöðum verður áfram lokað klukkan ellefu en óvíst er hvenær því verður breytt. Innlent 10. júní 2020 17:09
Icelandair fer í heims-sókn Í dag hefst myndaleikur á samfélagsmiðlum á vegum Icelandair þar sem allir á Íslandi eru hvattir til að taka þátt. 15 ferðavinningar, innanlands og utan, eru í pottinum og vefsvæðið icelandisopen.is er helgað leiknum. Lífið samstarf 10. júní 2020 15:20
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. Innlent 9. júní 2020 23:24
Brottfarareftirlit ef Ísland slakar á ferðatakmörkunum Schengen Áfram stendur til að opna landamærin þann 15. júní næstkomandi fyrir ferðamönnum innan Schengen og byrja að skima þá við komuna til landsins. Innlent 9. júní 2020 19:24
Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. Innlent 9. júní 2020 17:22
Ráðherra hvattur til að kanna hvort borgin sé að brjóta gegn ríkissjóði Fjármálaráðherra var hvattur til þess á Alþingi í dag að kanna hvort Reykjavíkurborg væri að brjóta gegn kaupsamningi við ríkið um flugvallarland í Skerjafirði með því að útdeila lóðum þar í stað þess að selja þær á markaði. Innlent 8. júní 2020 20:53
Ólíklegt að sýnatakan reynist flöskuháls þar sem færri verða á ferðinni Ólíklegt er að afkastageta við sýnatökur í Keflavík verði hindrun þar sem ferðamenn verða að líkum færri í fyrstu að sögn Icelandair. Hátt í fjörutíu prósent landsmanna hyggja á ferðalög til útlanda á þessu ári samkvæmt könnun. Innlent 8. júní 2020 20:00
Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. Innlent 8. júní 2020 14:49
Icelandair wprowadza loty do nowych miast Od połowy czerwca, islandzkie linie lotnicze Icelandair, planują latać do jedenastu miast. Polski 8. júní 2020 13:12
Allir sem koma til Bretlands í tveggja vikna sóttkví Forstjóri Ryanair lággjaldaflugfélagsins er afar ósáttur við reglurnar og segir þær munu valda ómældu tjóni á ferðamannaiðnaðinum í landinu. Erlent 8. júní 2020 07:57
Icelandair flýgur til ellefu áfangastaða Icelandair stefnir á flug til tíu áfangastaða frá og með 15. júní næstkomandi, en þá verður ferðatakmörkunum hingað til lands breytt. Innlent 8. júní 2020 06:52
Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. Innlent 7. júní 2020 15:41
Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. Innlent 7. júní 2020 08:25
Einkaþota sækir dýrmæt blóðkorn úr Íslendingum Einkaþota lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan átta í kvöld í þeim eina tilgangi að sækja einn pappakassa. Innihald kassans gæti hins vegar reynst einhver dýrmætasta fraktsending sögunnar frá Íslandi. Innlent 6. júní 2020 22:16
WOW Air hefur fraktflug Flugfélagið WOW Air er væntanlegt í loftið að nýju en tilkynnt var á Facebooksíðu flugfélagsins að starfsemi væri hafin í fraktflutningum frá flugvellinum í Martinsburg í Vestur-Virginíu. Viðskipti innlent 6. júní 2020 17:07
Greina ekki sýni á nóttunni Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. Innlent 6. júní 2020 13:32
Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Innlent 6. júní 2020 12:45
Segir flugskýlið sem borgin vill rífa með merkustu flugminjum Íslands Höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands hefur óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. Innlent 5. júní 2020 21:34
Segir gjaldið fyrir Covid-19 sýnatöku allt of hátt Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýnar segir að stjórnvöld hljóti að endurskoða ákvörðun sína um að láta alla borga 15.000 krónur fyrir covid19 sýnatöku frá og með næstu mánaðamótum. Viðskipti innlent 5. júní 2020 19:30
Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. Innlent 5. júní 2020 17:39
Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Skimunin gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur. Innlent 5. júní 2020 12:05