Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík

Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Allir þurfa að vera með andlitsgrímur

Dómsmálaráðherra segir að fleiri ferðamenn virðist vera væntanlegir til landsins næstu tvær vikurnar en búist var við. Allir farþegar sem koma til Íslands þurfa að vera með andlitsgrímur á leið til landsins og í Leifsstöð.

Innlent
Fréttamynd

Play áætlar að hefja leik næsta haust

Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins Play, segir félagið stefna á að hefja sig til flugs í október á þessu ári. Hann segir flugmarkaðinn gjörbreyttan í kjölfar kórónuveirufaraldursins og segir stöðuna hagstæða fyrir nýtt flugfélag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun

Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegasta smithættan á djamminu

Fimm hundruð manns mega koma saman frá og með næsta mánudegi þegar samkomubanni verður aflétt frekar. Skemmti- og vínveitingastöðum verður áfram lokað klukkan ellefu en óvíst er hvenær því verður breytt.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair fer í heims-sókn

Í dag hefst myndaleikur á samfélagsmiðlum á vegum Icelandair þar sem allir á Íslandi eru hvattir til að taka þátt. 15 ferðavinningar, innanlands og utan, eru í pottinum og vefsvæðið icelandisopen.is er helgað leiknum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný

Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu.

Innlent
Fréttamynd

Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg

Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg.

Innlent
Fréttamynd

WOW Air hefur fraktflug

Flugfélagið WOW Air er væntanlegt í loftið að nýju en tilkynnt var á Facebooksíðu flugfélagsins að starfsemi væri hafin í fraktflutningum frá flugvellinum í Martinsburg í Vestur-Virginíu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Greina ekki sýni á nóttunni

Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram.

Innlent