

Fréttir af geimvísindum og geimferðum.
Tilkynnt var um hverjir fá Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í Stokkhólmi í morgun.
Nýju tunglin eru lítil og á víðri braut um Satúrnus. Þau eru talin leifar stærra tungls sem splundraðist við árekstur, annað hvort við annað tungl eða utankomandi hnullung.
Sprengingin hefði átt uppruna sinn í risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar. Áhrifin hefðu fundist í að minnsta kosti 200.000 ljósára fjarlægð, í nálægum dvergvetrarbrautum.
Enkeladus hefur lengi vakið athygli vísindamanna vegna möguleikans á að neðanjarðarhaf undir yfirborðinu geti verið lífvænlegt.
Meðal þess sem Michael Byers mun velta upp er hvort Elon Musk gæti orðið forseti á Mars.
Gasrisi á braut um rauðan dverg storkar kenningum manna um hvernig reikistjörnur geta myndast við litlar stjörnur.
Nafnasamkeppnin er haldin í tilefni af aldarafmæli Alþjóðasambands stjarnfræðinga. Nöfnin sem verða ofan á verða notuð til frambúðar.
Þrír geimfarar eru nú á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Baikonur í Kasakstan.
Þúsundir einstaklinga svöruðu kalli samsæriskenningaáhugamanna um að ráðast inn á Bandarísku herstöðina Area 51 eða Svæði 51 á föstudag.
Á meðan utanríkisráðuneytið skoðar hugsanlega aðild að Evrópsku geimferðastofnuninni (ESA) hefur verið stofnuð íslensk geimferðastofnun.
Reikistjarnan er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar. Þó að hún sé ekki talin lífvænleg sjálf vekur fundurinn vonir um að vatn finnist á vænlegri hnöttum í framtíðinni.
Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands telja sig hafa fundið tunglfar þeirra sem týndist eftir að samband tapaðist við það við skömmu fyrir lendingu á laugardaginn.
Ekki er vitað hvort lendingarfarið Vikram hafi farist eða hvort fjarskiptabúnaður þess hafi brugðist.
Sömu vísindamenn og tóku fyrstu myndina af svartholi vilja færa út kvíarnar og ná mynd úr miðju okkar vetrarbrautar.
Helga Kristín Torfadóttir var ein þeirra sem fékk það magnað tækifæri að prófa geimbúning, sem stendur til að nota á plánetunni Mars, við Grímsvötn á Vatnajökli í síðasta mánuði.
Rússar skutu eldflaug sem inniheldur vélmenni á stærð við fullorðna manneskju út í geim í dag. Áfangastaður vélmennisins er Alþjóðlega geimstöðin (ISS).
Ómannað tunglfar Indverja er nú komið á sporbaug um tunglið en því var skotið á loft fyrir tæpum mánuði og hingað til hefur aðgerðin tekist vel.
Háskerpulitrófsgreinir sem íslenskur vísindamaður tók þátt í að smíða er þegar byrjaður að finna merki um fjarreikistjörnur sem gætu líkst jörðinni. Hundruð fjarreikistjörnufræðinga hittast á ráðstefnu í Reykjavík í vikunni.
Hópur á vegum Iceland Space Agency dvaldi fyrr í mánuðinum við Grímsvötn á Vatnajökli til þess að safna gögnum og prófa geimbúning sem iðnhönnuður hannaði í samstarfi við NASA, bandarísku geimferðastofnunina. Markmiðið var að kanna hvernig geimbúningurinn virkar í umhverfi sem líkist því sem finna má á Mars
Frumgerð af Exomars-geimfarinu brotlenti á miklum hraða við tilraunir í Norður-Svíþjóð í síðustu viku.
Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim.
Íslenskur drengur, sem talaði við geimfara hjá Alþjóðlegu geimstöðinni nú rétt fyrir fréttir, segist áhugasamur um himinhvolfin en helst hafi hann viljað spyrja út í það hvernig geimmatur bragðast. Hann var dregin úr hópi fimmtíu þúsund barna sem stödd eru á alheimsmóti skáta sem öll vildu spjalla við geimfarann.
Hann var dregin úr hópi fimmtíu þúsund barna sem stödd eru á alheimsmóti skáta.
Rusl úr breskum geimflaugum, sem rigna mun inn í íslenska og færeyska lögsögu á næstu árum, er til skoðunar innan tveggja ráðuneyta.
Chris Kraft kom á fót leiðangursstjórn fyrir mannaðar geimferðir Bandaríkjamanna og stýrði fyrstu geimferð þeirra árið 1961.
Skotið var framkvæmt viku á eftir áætlun, þegar Indverjar hættu skyndilega við geimskotið vegna tæknilegra örðuleika.
Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969.
Kristján Eldjárn var á meðal 73 þjóðarleiðtoga sem sendi kveðju með Apolló 11-leiðangrinum fyrir fimmtíu árum.
Hálf öld er í dag liðin frá fyrstu ferð mannsins til tunglsins. Á þessum degi fyrir 50 árum var Apollo 11 geimflauginni skotið á loft frá Kennedyhöfða á Flórída og lentu geimfararnir þrír sem voru um borð á tunglinu fjórum dögum síðar.
Rannsóknarbúnaður sem notaður verður á Mars er til prófunar á hálendi Íslands. Tilgangurinn er að prófa vél- og hugbúnað fyrir svokallaðan Mars-jeppa sem verður notaður í leiðangri til reikistjörnunnar á næsta ári.