Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Hjátrú í hófi

Rúnar og Signý Arnórsbörn fögnuðu sigri á Eimskipamótaröðinni sem lauk í rigningu og roki á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Foreldrar þeirra stóðu vaktina á hliðarlínunni enda glerharðir stuðningsmenn. Signý vann þriðja árið í röð en sigur Rúnars var sá fyrsti.

Golf
Fréttamynd

Valdís Þóra ætlar í atvinnumennsku

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur hjá Leyni á Akranesi, hefur sett stefnuna á úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer í Marokkó í desember.

Golf
Fréttamynd

Hafði betur gegn Tiger og Rose

Ástralinn Adam Scott vann sigur á Barclays-mótinu í New Jersey í gærkvöldi eftir mikla samkeppni frá köppum á borð við Tiger Woods og Justin Rose.

Golf
Fréttamynd

Tiger fjórum höggum frá sjötta sigrinum

Tiger Woods er fjórum höggum á eftir á Matt Kuchar og Gary Woodland sem eru efstir fyrir lokahringinn á Liberty National mótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem er fyrsta mótið í FedEx Cup úrslitakeppninni.

Golf
Fréttamynd

Segja dómarann hafa átt að grípa strax inn í

"Af fréttaflutningi af úrslitum sveitakeppni kvenna má ætla að GKG hafi beðið með kæru vegna reglugerðarbrots Þórdísar Geirsdóttur þar til bráðabana hennar og Særósar Evu Óskarsdóttur var lokið. Það er rangt."

Golf
Fréttamynd

Keilismenn og GKG-konur unnu Sveitakeppni GSí

Karlalið Golfklúbbsins Keilis og kvennalið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar tryggðu sér í dag sigur í Sveitakeppni GSÍ. Keilismenn unnu á heimavelli í úrslitaleik karla en það var mikil dramatík í gangi hjá konunum sem spiluðu suður með sjó. Keiiskonur héldu að þær hefði unnið en GKG var dæmdur sigur eftir kæru.

Golf
Fréttamynd

Keilir og GKG mætast bæði í úrslitaleik karla og kvenna

Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar eiga lið í bæði úrslitaleik karla og kvenna í Sveitakeppninni í golfi en það var ljóst eftir undanúrslitaleikina í dag. Karlalið Keils er á heimavelli á Hvaleyrarvellinum en úrslitaleikirnir fara fram á morgun.

Golf
Fréttamynd

Undanúrslitin klár í Sveitakeppninni í golfi

Sveitakeppni GSÍ fer fram um helgina en keppt er í sjö deildum í karla- og kvennaflokkum á hinum ýmsu golfvöllum á landinu. Nú er riðlakeppnin búin og ljóst hvaða félög mætast í undanúrslitunum.

Golf
Fréttamynd

Lee Westwood baðst afsökunar eftir Twitter-kastið

Kylfingurinn Lee Westwood varð að biðjast afsökunar á twitterfærslum sínum í gær en hann fór mikinn á samskiptavefnum þar sem hann úthúðaði mörgum, þar á meðal Joey Barton og Colin Montgomerie.

Golf
Fréttamynd

Furyk leiðir á Oak Hill

Jim Furyk leiðir PGA-meistaramótið þegar einn hringur er eftir á Oak Hill vellinum. Hann tók fram úr landa sínum Jason Dufner á þriðja hring og leiðir fyrir lokahringinn.

Golf
Fréttamynd

Signý á þrjú högg á Karen

Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili er í forystu í kvennaflokki eftir annan hringinn af þremur á Símamótinu. Leikið er á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.

Golf
Fréttamynd

Guðmundur Ágúst á tveimur yfir pari

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur spilaði lokahringinn á Evrópumóti einstaklinga á 74 höggum. Hann er sem stendur í 32.sæti.

Golf
Fréttamynd

Jafnaði metið og er efstur

Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner er með forystu að loknum tveimur hringjum á PGA-meistaramótinu á Oak Hill vellinum í New York-fylki vestanhafs.

Golf
Fréttamynd

Ólafur Björn og Signý í forystu á Símamótinu

Ólafur Björn Loftsson og Signý Arnórsdóttir eru efst eftir fyrsta daginn á fimmta móti sumarsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi, Símamótinu, en mótið hófst á Leirdalsvelli í morgun. Þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambandsins.

Golf
Fréttamynd

Guðmundur Ágúst komst í gegnum niðurskurðinn á EM

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur mun leika lokahringinn á Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fram fer á Spáni en mótinu lýkur á morgun. Hann er eini íslenski kylfingurinn sem komst í gegnum niðurskurðinn.

Golf
Fréttamynd

Sunna í þriðja sæti í Þýskalandi

Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, nýkrýndur Íslandsmeistari kvenna í höggleik, varð í þriðja sæti á RB German Junior mótinu sem fór fram á vegum Heddesheim-golfklúbbsins í Þýskalandi frá 6. til 8. ágúst.

Golf
Fréttamynd

Haraldur á þremur yfir

Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr GR, lauk fyrsta hring á Evrópmóti einstaklinga í golfi á þremur höggum yfir pari.

Golf