„Get eiginlega ekki beðið“ „Mér líður ótrúlega vel og ég get eiginlega ekki beðið,“ segir Elliði Snær Viðarsson leikmaður íslenska landsliðsins fyrir fyrstu æfingu liðsins í Kristanstad Arena í dag. Liðið mætir Portúgal í fyrsta leik á HM annað kvöld. Handbolti 11. janúar 2023 14:47
„Er hundrað prósent heill“ „Við fengum þau svör sem við bjuggumst í rauninni við. Við vorum búnir að ræða hlutina heima og vissum alveg hvað tæki lengsta tímann til að smella saman. Það hefur yfirleitt verið þannig að fínpússa vörnina tekur mestan tíma,“ segir Aron Pálmarsson fyrir fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í Kristanstad Arena fyrr í dag. Handbolti 11. janúar 2023 14:37
Myndasyrpa: Fyrsta æfingin í gryfjunni í Kristianstad Íslenska landsliðið í handbolta æfði í fyrsta sinn í Kristianstad Arena í dag en liðið leikur sinn fyrsta leik á HM annað kvöld gegn Portúgal. Handbolti 11. janúar 2023 14:20
Shaq handboltans og Shaq sjálfur ætla að stofna handboltadeild í Bandaríkjunum Shaq handboltans og Shaquille O'Neal sjálfur gætu tekið höndum saman til að koma handboltadeild á laggirnar í Bandaríkjunum. Handbolti 11. janúar 2023 11:00
Ísland á ekki einn af bestu handboltamönnum heims Íslenskir handboltamenn fengu ekki náð fyrir augum sérfræðinganna eða handboltaáhugafólksins sem kusu um þá bestu í heimi ef marka má verðlaun Handball-Planet vefsins fyrir síðasta handboltaár. Handbolti 11. janúar 2023 10:31
Svona hafa Strákarnir okkar spilað í vetur - Seinni hluti Vísir fer yfir hvernig leikmenn íslenska handboltalandsliðsins hafa spilað með sínum félagsliðum í vetur. Í seinni hluta yfirferðarinnar verður fjallað um útispilarana (skyttur og leikstjórnendur) í HM-hópnum. Handbolti 11. janúar 2023 10:00
Spáir Íslandi 6. sæti og að Ómar Ingi verði markakóngur Ef spá danska handboltasérfræðingsins Rasmusar Boysen rætist endar íslenska karlalandsliðið í 6. sæti á HM 2023. Handbolti 11. janúar 2023 09:16
Mads Mensah nú neikvæður og má vera með á HM Danska handboltastjarnan Mads Mensah óttaðist um tíma að hann myndi missa af fyrstu leikjum Dana á HM í handbolta en nú hefur kappinn aftur fengið grænt ljós. Handbolti 11. janúar 2023 09:02
Logi var hataður í Þýskalandi: „Það varð allt vitlaust“ Eftir nokkrar uppákomur var Logi Geirsson nánast hataður í Þýskalandi eftir Ólympíuleikana í Peking. Handbolti 11. janúar 2023 08:00
Segir Íslendinga besta í heimi í einvígum Fábio Magalhães, leikmaður portúgalska handboltalandsliðsins, segir leikmenn íslenska liðsins vera besta í heimi þegar kemur að einvígum á handboltavellinum. Handbolti 11. janúar 2023 07:00
Tekur út tæplega tveggja ára gamalt bann gegn Íslendingum Paulo Pereira, þjálfari portúgalska landsliðsins í handbolta, verður ekki á hliðarlínunni þegar liðið mætir Íslandi í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta á fimmtudagskvöld. Pereira tekur út leikbann í leiknum. Handbolti 10. janúar 2023 17:30
Tók sérstaklega eftir betri líkamstjáningu hjá stórskyttunni Eyjakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir átti sannkallaðan stórleik þegar ÍBV vann topplið Vals á Hlíðarenda í Olís deild kvenna. Hrafnhildur Hanna skoraði fjórtán mörk í leiknum og fékk að sjálfsögðu hrós í Seinni bylgjunni. Handbolti 10. janúar 2023 17:01
Björgvin Páll ætti að vera búinn að verja miklu fleiri skot Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson kemur ekki allt of vel út í nýrri Xs tölfræði HB Statz handboltatölfræðivefarins. Handbolti 10. janúar 2023 16:00
Einn sigursælasti handboltamaður sögunnar stýrir Darra hjá Ivry Didier Dinart, einn besti varnarmaður handboltasögunnar, hefur verið ráðinn þjálfari franska úrvalsdeildarliðsins Ivry sem Darri Aronsson leikur með. Handbolti 10. janúar 2023 14:01
„Þá kviknar þessi viðbjóðslega tilfinning sem við gengum í gegnum“ Leikmönnum og starfsliði í kringum íslenska karlalandsliðið í handbolta er létt samkvæmt Kjartani Vídó Ólafssyni, upplýsingafulltrúa og markaðsstjóra Handknattleikssambands Íslands eftir að allir greindust neikvæðir fyrir kórónuveirusmiti í dag. Það bar hins vegar á stressi vegna prófanna. Handbolti 10. janúar 2023 13:01
Seinni bylgjan: Er ekki svolítið skrýtið að baráttumaðurinn hverfi í heilan mánuð? Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í Olís deild kvenna, er upptekinn með karlalandsliðinu þessa dagana í tengslum við HM í handbolta og stýrir því ekki sínu liði í Olís deild kvenna í þessum mánuði. Handbolti 10. janúar 2023 12:00
Kórónuveirusmit hjá stjörnuleikmanni Dana Íslenska karlalandsliðið í handbolta virðist hafa sloppið við kórónuveiruna en sömu sögu er ekki hægt að segja af frændum vorum Dönum. Handbolti 10. janúar 2023 11:45
„Ekki stærsti klúbburinn en hentar mér frábærlega á þessum tímapunkti“ Halldór Jóhann Sigfússon tekur við starfi aðalþjálfara hjá Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í vetur. Halldór klárar tímabilið sem aðstoðarþjálfari Holsterbro áður fyrrum landsliðsmaðurinn Arnór Atlason tekur við sem aðalþjálfari þar. Handbolti 10. janúar 2023 10:30
Frábærar neikvæðar fréttir af landsliðinu í handbolta Allir leikmenn og starfsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta fengu góðar fréttir eftir kórónuveirupróf hópsins. Handbolti 10. janúar 2023 10:19
Svona hafa Strákarnir okkar spilað í vetur - Fyrri hluti Vísir fer yfir hvernig leikmenn íslenska handboltalandsliðsins hafa spilað með sínum félagsliðum í vetur. Í fyrri hluta yfirferðarinnar verður fjallað um markverðina, horna- og línumennina í HM-hópnum. Handbolti 10. janúar 2023 10:01
„Þeir undirstrikuðu veikleikana hjá okkur“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson segir enga breytingu hafa orðið á kröfunum til íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir leiki þess við Þýskaland um helgina. Þó hafi ákveðnir vankantar á leik liðsins sýnt sig. Handbolti 10. janúar 2023 08:00
Logi reyndi að útskýra handbolta fyrir Kobe á Ólympíuleikunum Logi Geirsson lenti í því að reyna að skýra út fyrir einni skærustu stjörnu NBA-deildarinnar í körfubolta hvað handbolti væri á Ólympíuleikunum í Peking. Handbolti 10. janúar 2023 07:31
Tvær útgáfur af hægri vængnum í aðalhlutverki hjá íslenska liðinu um helgina Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilaði tvo æfingarleiki á móti Þjóðverjum um helgina og það er ekki hægt að segja annað en að þar hafi breidd íslenska liðsins á hægri vængnum komið í ljós. Handbolti 9. janúar 2023 14:31
Guðjón Valur: Ég er svo heppinn að vera með tvo kolvitlausa Eyjamenn Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach í þýsku bundesligunni en lið hans er nú í níunda sæti deildarinnar sem nýliði í deildinni. Handbolti 9. janúar 2023 13:31
Sigfús ósáttur við línumennina: „Þeir gripu illa og skotnýtingin var mjög léleg“ Sigfús Sigurðsson var ekki ánægður með frammistöðu línumanna íslenska handboltalandsliðsins gegn því þýska um helgina. Handbolti 9. janúar 2023 09:00
Óli Stef: „Gummi á ekkert að vera pæla í því sem við erum að pæla í“ Ólafur Stefánsson segir að Guðmundur Guðmundsson eigi ekki að gefa umræðunni hér heima um íslenska karlalandsliðið í handbolta gaum. Handbolti 9. janúar 2023 07:34
„Við eigum bara að keyra á medalíu og ekkert annað“ Íslenska þjóðin ræður vart við sig fyrir spenningi fyrir heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst næstkomandi fimmtudag. Svava Kristín Grétarsdóttir fór á stúfana, hitti nokkra handboltaþjálfara fyrrum leikmenn íslenska karlalandsliðsins og spurði þá hvort við værum að setja markið of hátt. Handbolti 9. janúar 2023 07:01
Umfjöllun og viðtöl: HK - Stjarnan 22-26 | Stjarnan heldur í við toppliðið Stjarnan vann góðan fjögurra marka sigur er liðið heimsótti botnlið HK í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 22-26 og Stjörnukonur eru nú þremur stigum á eftir toppliði Vals og með einn leik til góða. Handbolti 8. janúar 2023 18:32
Norðmenn léku sér að Bandaríkjamönnum og Portúgal hafði betur gegn Brasilíu Norðmenn tryggðu sér sigur í Gulldeildinni, æfingamóti fyrir heimsmeistaramótið í handbolta, er liðið vann öruggan 17 marka sigur gegn Bandaríkjamönnum fyrr í dag, 43-26. Þá tryggðu Portúgalar sér annað sætið með þriggja marka sigri gegn Brasilíu, lokatölur í þeim leik 31-28. Handbolti 8. janúar 2023 17:23
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 33-31 | Herslumuninn vantaði upp á aðra endurkomu Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði fyrir Þýskalandi, 33-31, í seinni vináttulandsleik þjóðanna í dag. Ómar Ingi Magnússon og Aron Pálmarsson voru hvíldir hjá Íslandi í dag. Handbolti 8. janúar 2023 16:20