Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

HM ekki í hættu hjá Viktori Gísla

Aðdáendur íslenska karlalandsliðsins í handbolta geta varpað öndinni léttar því allar líkur eru á því að Viktor Gísli Hallgrímsson verji mark þess á HM í Svíþjóð og Póllandi í byrjun næsta árs.

Handbolti
Fréttamynd

Gunnar Mal­mquist og Sigurður slíðra sverðin

Fyrr í dag var greint frá því að Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, stjakaði við Gunnari Malmquist Þórssyni, leikmanni Aftureldingar, eftir leikinn gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gær, sunnudag.

Handbolti
Fréttamynd

Um­fjöllun og við­töl ÍR - Fram 27-31 | Eftir þrjá tap­­leiki í röð komst Fram loks á sigur­braut

Það voru Frammarar sem sóttu tvö stig í Breiðholtið þegar þeir unnu heimamenn í ÍR, 27-31, í frábærum handboltaleik í Olís-deild karla í kvöld. Fram hafði tapað þremur leikjum í röð á heimavelli en sneri við blaðinu og sótti loks sigur. ÍR-ingar hafa verið gríðarlega sterkir á heimavelli í vetur en slæmur kafli í upphafi leiks varð þeim að falli.

Handbolti
Fréttamynd

Viktor Gísli þurfti að fara meiddur af velli

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson meiddist á olnboga í leik Nantes og Sélestat í frönsku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Rétt rúmur mánuður er í þangað til HM í handbolta hefst en mótið fer fram í Svíþjóð og Póllandi.

Handbolti
Fréttamynd

Segir að Erlingur vilji ekki taka þátt í þessum skrípaleik

Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar og þáttastjórnandi Handkastsins, furðar sig á því að Erlingur Richardsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta, mæti ekki í viðtöl eftir leiki. Hann segir að þar sé hann að tala við stuðningsfólk ÍBV.

Handbolti
Fréttamynd

„Við vorum nálægt því að sigla þessum heim“

„Þeir skora úr sinni sókn, þeir fara í 7 á 6 og skoruðu mark sem við hefðum átt að gera betur í en þeir gerðu það vel,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA þegar hann var spurður að leikslokum hvernig KA hefði tapað niður tveggja marka forystu á 25 sekúndum. 

Sport
Fréttamynd

Von Eyjakvenna veik

Möguleikar ÍBV á að komast í 4. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta eru ekki miklir eftir sjö marka tap fyrir Madeira Anadebol, 23-30, í dag.

Handbolti