„Hitti hann ágætlega í andlitið“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2024 08:00 Elliði Snær Viðarsson varð að láta sér nægja að vera uppi í stúku stóran hluta leiksins gegn Serbíu og mætir úthvíldur í leikinn við Svartfellinga. VÍSIR/VILHELM Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. Elliði var rekinn af velli eftir tæplega korters leik gegn Serbum og tók því mun minni þátt en ella í 27-27 jafnteflinu. „Ég horfði nú bara á þetta atvik einu sinni og þurfti ekki að sjá þetta oft. Ég var líka nokkuð viss um það inni á vellinum að þetta væri búið, þegar dómararnir fóru í VAR. Ég var að vonast eftir tveggja mínútna brottvísun en ég hitti hann ágætlega í andlitið,“ sagði Elliði sem að sjálfsögðu ætlaði sér ekki að veita þetta kjaftshögg: „Nei, alls ekki. Hann smeygir sér frá þegar ég ætla að fara í líkamann hans og það endaði á að ég rakst í andlitið hans, því miður. Þetta var réttur dómur. Auðvitað vill maður vera inni á vellinum og sérstaklega þegar það var ekki allt að ganga. Þá vill maður geta hjálpað liðinu en maður getur lítið gert uppi í sætaröð tvö. Á sama tíma var geggjað að ná í stig úr því sem komið var,“ sagði Elliði á æfingu landsliðsins í gær. Klippa: Elliði ætlar að spila meira í dag Orðið var við Eyjamennina Hundruð Eyjamanna eru í München vegna mótsins og Elliði, sem er frá Vestmannaeyjum en býr í Þýskalandi og spilar með Gummersbach, hefur orðið var við það: „Það eru alveg nokkrir Eyjamenn hérna, maður hefur alveg orðið var við þá. Það er alvöru stemningsfólk þar. Það er bara geggjað. Maður þekkir mikið af fólki og það var mikil gæsahúð í þjóðsöngnum, eins og venjulega, en hún var extra mikil fyrir þennan leik og væntanlega verður enn betur tekið undir [í dag].“ „Vonandi endist ég aðeins lengur“ Aðspurður hvernig leikmenn hefðu almennt tekið frammistöðunni og úrslitunum gegn Serbíu svaraði Elliði: „Þetta var á báða bóga. Svekkelsi en samt léttleiki. Menn voru fljótir að líta á björtu hliðarnar. Það hefði verið mikið, mikið verra að tapa þessu stigi. Þetta hjálpar okkur gríðarlega mikið.“ Sigur gegn Svartfjallalandi í dag myndi svo hjálpa enn meira og Elliði er klár í þann erfiða slag: „Ég er bara drulluferskur. Tíu mínútur voru fín upphitun í þessu móti en vonandi endist ég aðeins lengur í næsta leik.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Elliði var rekinn af velli eftir tæplega korters leik gegn Serbum og tók því mun minni þátt en ella í 27-27 jafnteflinu. „Ég horfði nú bara á þetta atvik einu sinni og þurfti ekki að sjá þetta oft. Ég var líka nokkuð viss um það inni á vellinum að þetta væri búið, þegar dómararnir fóru í VAR. Ég var að vonast eftir tveggja mínútna brottvísun en ég hitti hann ágætlega í andlitið,“ sagði Elliði sem að sjálfsögðu ætlaði sér ekki að veita þetta kjaftshögg: „Nei, alls ekki. Hann smeygir sér frá þegar ég ætla að fara í líkamann hans og það endaði á að ég rakst í andlitið hans, því miður. Þetta var réttur dómur. Auðvitað vill maður vera inni á vellinum og sérstaklega þegar það var ekki allt að ganga. Þá vill maður geta hjálpað liðinu en maður getur lítið gert uppi í sætaröð tvö. Á sama tíma var geggjað að ná í stig úr því sem komið var,“ sagði Elliði á æfingu landsliðsins í gær. Klippa: Elliði ætlar að spila meira í dag Orðið var við Eyjamennina Hundruð Eyjamanna eru í München vegna mótsins og Elliði, sem er frá Vestmannaeyjum en býr í Þýskalandi og spilar með Gummersbach, hefur orðið var við það: „Það eru alveg nokkrir Eyjamenn hérna, maður hefur alveg orðið var við þá. Það er alvöru stemningsfólk þar. Það er bara geggjað. Maður þekkir mikið af fólki og það var mikil gæsahúð í þjóðsöngnum, eins og venjulega, en hún var extra mikil fyrir þennan leik og væntanlega verður enn betur tekið undir [í dag].“ „Vonandi endist ég aðeins lengur“ Aðspurður hvernig leikmenn hefðu almennt tekið frammistöðunni og úrslitunum gegn Serbíu svaraði Elliði: „Þetta var á báða bóga. Svekkelsi en samt léttleiki. Menn voru fljótir að líta á björtu hliðarnar. Það hefði verið mikið, mikið verra að tapa þessu stigi. Þetta hjálpar okkur gríðarlega mikið.“ Sigur gegn Svartfjallalandi í dag myndi svo hjálpa enn meira og Elliði er klár í þann erfiða slag: „Ég er bara drulluferskur. Tíu mínútur voru fín upphitun í þessu móti en vonandi endist ég aðeins lengur í næsta leik.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira