Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Ýmir og félagar gerðu jafntefli | Kristján Örn skoraði tvö

Forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta er í fullum gangi og í dag voru fjórir Íslendingar í eldlínunni. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen gerðu jafntefli gegn Benfica, 31-31, og Kristján Örn Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir franska liðið PAUC í jafntefli gegn norska liðinu ØIF Arendal.

Handbolti
Fréttamynd

Þjálfari Lem­go varar við van­mati

Valur og Lemgo mætast að Hlíðarenda í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handbolta. Florian Kehrmann, þjálfari þýska félagsins, segir mikilvægt að sýnir menn vanmeti ekki Val.

Handbolti
Fréttamynd

Sel­fyssingar á­fram í Evrópu eftir jafn­tefli

Selfyssingar eru komnir áfram í 2. umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta eftir að hafa gert jafntefli gegn tékkneska liðinu Koprivnice í dag. Lokatölur 28-28, en Selfoss vann fyrri leikinn með sex mörkum og fara því áfram.

Handbolti
Fréttamynd

Einar: Fullt af möguleikum til að ná stigum

Einar Jónsson stýrði Fram í fyrsta sinn í deildarleik í átta ár þegar liðið tapaði fyrir Haukum í kvöld, 29-27. Hann kvaðst nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna en var svekktur með tapið.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar og Valur með góða sigra

Haukar og Valur hófu tímabilið í Olís deild kvenna á góðum sigrum í dag. Valur lagði Aftureldingu örugglega í Mosfellsbæ, lokatölur 20-31. Haukar unnu svo sex marka sigur á HK, 21-15.

Handbolti
Fréttamynd

Martha Hermannsdóttir: Honum verður ekki að ósk sinni í ár

Martha Hermannsdóttir leikmaður KA/Þór var frábær fyrir liðið í dag þegar þær mættu ÍBV í fyrsta leik Olís deildar kvenna. Hún skoraði 9 mörk, þar af eitt af vítalínunni þegar 15 sekúndur voru til leiksloka. Það mark tryggði sigur KA/Þór á móti ÍBV í háspennuleik sem endaði 26-24.

Handbolti
Fréttamynd

Seinni bylgjan fór yfir frábæra frammistöðu Sigurjóns Guðmundssonar

Sigurjón Guðmundsson stóð vaktina í marki HK þegar að liðið tók á móti KA í fyrstu umferð Olís-deildar karla síðasta fimmtudag. Sigurjón varði 18 bolta og sérfræðingar Seinni bylgjunnar veittu honum verðskuldaða athygli. Sigurjón er sonur Guðmundar Hrafnkelssonar, fyrrum landsliðsmarkmanns Íslands.

Handbolti
Fréttamynd

Selfyssingar með sex marka forystu eftir fyrri leikinn

Selfyssingar heimsóttu tékkneska liðið Koprivnice í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handbolta í dag. Selfyssingar voru með frumkvæðið allan leikinn og unnu að lokum öruggan sex marka sigur, 25-31.

Handbolti
Fréttamynd

Seinni bylgjan kynnir nýjan dagskrárlið þar sem Gaupi fer á stúfana

Í gærkvöldi var Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, kynntur sem nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar. Gaupi verður með fastan lið sem ber heitið „.Eina“ þar sem að hann fer á stúfana og hittir merkilegt fólk í tengslum við handboltann. Gaupi hitti fyrir Sigurð Örn Þorleifsson, bakarameistara og liðsstjóra handboltaliðs FH.

Handbolti
Fréttamynd

Kristján Örn hafði betur í Íslendingaslag

Elvar Ásgeirsson og félagar hans í Nancy tóku á móti Kristjáni Erni Kristjánssyni og félögum hans í PAUC í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld. Kristján Örn og félagar höfðu mikla yfirburði strax frá byrjun og unnu að lokum sannfærandi 12 marka sigur, 26-38.

Handbolti
Fréttamynd

Teitur skoraði fimm í naumu tapi

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í IFK Kristianstad heimsóttu Redbergslids IK í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Teitur skoraði fjögur mörk þegar að liðið tapaði með minnsta mun, 30-29.

Handbolti