Heiðursmyndband eftir tólfta deildarmeistaratitilinn á öldinni „Haukar verða alltaf bestir,“ eins og segir í laginu, hefur átt vel við ansi margar leiktíðir á 21. öldinni, í handbolta karla. Enn ein verðlaunin bættust í safnið þegar Haukar urðu deildarmeistarar um helgina. Handbolti 17. maí 2021 12:30
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 22-28 | Valskonur sendu Hauka í sumarfrí í KFUM slag Valskonur sendu Hauka í sumarfrí eftir sigur í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar kvenna í dag. Valskonur byrjuðu leikinn af krafti og voru með yfirhöndina allan tímann, lokatölur 22-28. Handbolti 16. maí 2021 20:30
Mikill liðsheildar bragur yfir okkur Ágúst Þór Jóhannesson, þjálfari Vals var að vonum sáttur eftir að Valskonur tryggðu sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar kvenna með sigri á Haukum í dag. Sigur Vals var aldrei í hættu og lokatölur leiksins 22-28. Handbolti 16. maí 2021 20:15
Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 29-27 | Akureyringar nánast öruggir í úrslitakeppnina KA vann góðan tveggja marka sigur á ÍBV í dag og hefur svo gott sem tryggt sæti sitt í úrslitakeppni Olís-deildar karla. Lokatölur á Akureyri 29-27 KA í vil. Handbolti 16. maí 2021 17:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 26-29 | ÍBV sendi Stjörnukonur í sumarfrí ÍBV vann öruggan þriggja marka sigur á Stjörnunni, 26-29 á útivelli og tryggði sér þar af leiðandi sæti í undanúrslitum Olís deildarinnar. Handbolti 16. maí 2021 16:45
Árni Bragi: Við ætlum okkur í úrslitakeppnina Árni Bragi var frábær fyrir KA í dag þegar þeir sigruðu ÍBV á heimavelli með tveimur mörkum, 29-27. Árni með 9 mörk úr 15 skotum. Handbolti 16. maí 2021 16:35
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Fram 32-28 | Selfoss upp um þrjú sæti eftir sigur á Frömurum Selfoss vann góðan sigur á Frömurum í Hleðsluhöllinni í dag. Góður fyrri hálfleikur Selfyssinga gerði það verkum að þeir voru komnir með ágætis forystu sem þeir byggðu ofan á í seinni hálfleik og því niðurstaðan 4 marka sigur 32-28. Handbolti 16. maí 2021 16:30
Fjórir íslenskir sigrar í danska handboltanum Það voru fjórir leikir á dagskrá í danska handboltanum í dag. Í öllum leikjum dagsins voru Íslendingar í eldlínunni og enduðu allir leikirnir með íslenskum sigri. Handbolti 16. maí 2021 16:15
„Dómararnir gerðu sitt besta en mér liður eins og boðflenna meðal gesta“ Fram tapaði á móti Selfoss í dag með 4 mörkum 32 - 28. Selfoss spiluðu frábærlega í 50 mínútur og var Sebastian Alexanderson þjálfari Fram afar ósáttur með frammistöðu Fram. Sport 16. maí 2021 16:00
Afturelding hristi ÍR-inga af sér á seinasta korterinu Afturelding tók á móti föllnum ÍR-ingum í Olís-deild karla í dag. Leikurinn var nokkuð jafn fyrstu 45 mínúturnar, en þá náðu Mosfellingar góðu forskoti og kláruðu að lokum góðan sex marka sigur, 33-27. Fótbolti 16. maí 2021 15:45
Ómar Ingi skoraði sex í óvæntu tapi Magdeburg gegn Leipzig Ómar Ingi Magnússon og félagar hans í Magdeburg töpuðu óvænt gegn Leipzig í þýska handboltanum í dag. Ómar Ingi var markahæstur í liði Magdeburg með sex mörk, en það dugði ekki til og þeir þurftu að sætta sig við naumt eins marks tap, 34-33. Handbolti 16. maí 2021 14:38
Fücshe Berlin fór illa með Göppingen Gunnar Steinn Jónsson og félagar hans í Göppingen heimsóttu Füchse Berlin í þýska handboltanum í dag. Füchse Berlin tók afgerandi forystu snemma leiks og unnu að lokum öruggan sjö marka sigur, 34-27. Gunnar Steinn skoraði eitt mark fyrir gestina. Handbolti 16. maí 2021 11:41
Björgvin Páll: Sauð upp úr fjórum, fimm sinnum í vikunni Björgvin Páll Gústavsson var á meðal bestu manna vallarins er lið hans, Haukar, vann öruggan 34-26 sigur á nágrönnum sínum í FH að Ásvöllum í kvöld. Haukar tryggðu jafnframt deildarmeistaratitilinn með sigrinum. Handbolti 15. maí 2021 22:40
Tap hjá Íslendingaliðunum Oddur Gretarsson og Ýmir Örn Gíslason máttu báðir þola tap í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Handbolti 15. maí 2021 22:01
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 34-26 | Haukar tryggðu deildarmeistaratitilinn með stórsigri Haukar eru deildarmeistarar Olís-deildar karla eftir stórsigur á erkifjendum sínum í FH. Lokatölur á Ásvöllum 34-26 Haukum í vil. Handbolti 15. maí 2021 21:35
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 31-28 | Stjarnan vann Val á heima og útivelli Stjarnan vann góðan sigur á Val 31-28 og jafnaði í leiðinni Val að stigum í deildinni. Leikurinn var kaflaskiptur en lengst af leik voru Stjörnumenn með yfirtökin á leiknum sem varð til þess að leikurinn endaði með sigri Stjörnunnar. Handbolti 15. maí 2021 20:25
Mjög gott að sjá að við getum líka spilað vörn Stjarnan vann góðan þriggja marka sigur á Val í kvöld, 31-28. Góður lokakafli Stjörnunnar varð til þess að þeir lönduðu sigrinum sem Patrekur Jóhannesson þjálfari liðsins var sáttur með. Handbolti 15. maí 2021 20:05
Umfjöllun og viðtal: Grótta - Þór 27-21 | Grótta tryggði sæti sitt og sendi Þór niður Grótta vann sex marka sigur á Þór Akureyri, 27-21 eftir hörkuspennandi leik hérna á Seltjarnarnesinu. Með sigrinum tryggði Grótta sér sæti í olísdeildinni á næsta tímabili. Þór Akureyri eru hins vegar fallnir koma til með að spila í Grill 66 deildinni í haust. Handbolti 15. maí 2021 17:45
HK tryggði sér sæti í Olís-deildinni HK tryggði sér sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili með öruggum 13 marka sigri gegn ungmennaliði Fram í lokaumferð Grill 66 deildinni. Lokatölur 29-16, en HK náði í 32 stig af 36 mögulegum. Handbolti 14. maí 2021 23:01
Öruggt hjá Sigvalda og félögum og Kielce komnir með níu fingur á níunda titilinn í röð Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar hans í Vive Kielce unnu öruggan 11 marka sigur gegn Chrobry Glogow í pólsku úrvalsdeildinni. Lokatölur 20-31 og Kielce með fullt hús stiga eftir 23 umferðir. Handbolti 14. maí 2021 17:52
Íslensku landsliðsmennirnir áberandi í dag Í dag fór fram fjöldi leikja í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þar ber helst að nefna Íslendingaslag Lemgo og Stuttgart. Handbolti 13. maí 2021 20:00
Hlutverk dómara er að vernda leikmennina Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar, var afar svekktur með að ná ekki að landa sigri gegn KA eftir að Mosfellingar voru yfir lungann af leiknum og missa hann niður í jafntefli 27-27. Handbolti 13. maí 2021 18:10
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KA 27-27 | Liðin skiptu stigunum á milli sín Afturelding leiddi leikinn lengst af en góður lokakafli KA varð til þess að leikurinn endaði með jafntefli 27-27. Handbolti 13. maí 2021 17:45
„Þær munu koma dýrvitlausar í næsta leik“ „Mér fannst við spila rosalega vel, allar sem ein, í vörn og sókn - þar fannst mér vörnin mjög góð í dag. Bara góður sigur.“ sagði Lovísa Thompson, skytta Vals, eftir 25-19 sigur liðsins á Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna á Hlíðarenda í dag. Handbolti 13. maí 2021 17:15
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 25-19 | Sterkur sigur Valskvenna Valur vann 25-19 sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Valur er einum leik frá sæti í undanúrslitum. Handbolti 13. maí 2021 16:35
Þetta var algjörlega til fyrirmyndar „Ég er mjög sáttur og stoltur af stelpunum,“sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Stjörnunni í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í dag. Lokatölur 21-17 Eyjastúlkum í vil. Handbolti 13. maí 2021 15:55
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 21-17 | Heimastúlkur hófu úrslitakeppnina á sigri ÍBV vann öruggan fjögurra marka sigur á Stjörnunni í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Handbolti 13. maí 2021 15:00
HK og Grótta með yfirhöndina HK og Grótta eru með yfirhöndina eftir fyrri leikina í umspilsleikjum um sæti í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Handbolti 12. maí 2021 21:33
Aron dældi út stoðsendingum í Meistaradeildarsigri Aron Pálmarsson var funheitur er Barcelona vann fjögurra marka sigur á HC Meshkov Brest, 33-29, á útivelli í kvöld. Handbolti 12. maí 2021 18:34
„Fannst vanta algjört drápseðli í FH-inga“ „Ég var óánægður með FH. Mér fannst vanta drápseðlið,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um framgöngu FH-inga í seinni hálfleik gegn Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta á sunnudag. Handbolti 12. maí 2021 17:30