Jafnt í Íslendingaslagnum | Bjarki og Viggó fóru á kostum Íslendingalið Stuttgart og Lemgo gerðu jafntefli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, lokatölur 26-26. Bjarki Már Elísson gerði sjö mörk í liði Lemgo á meðan Viggó Kristjánsson gerði sex mörk í liði Stuttgart. Handbolti 18. október 2020 15:55
Öruggur sigur Kiel í stórleik dagsins Fyrsti leikur dagsins í þýska handboltanum var stórleikur Kiel og Flensburg. Fór það svo að Kiel vann nokkuð öruggan átta marka sigur, lokatölur 29-21. Handbolti 18. október 2020 13:26
Valinn í lið umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu Sigvaldi Björn Guðjónsson, leikmaður Kielce frá Póllandi, átti mjög góðan leik er liðið vann sjö marka sigur í síðustu umferðar Meistaradeildar Evrópu. Hefur hann verið valinn í lið umferðarinnar. Handbolti 18. október 2020 09:31
Viktor Gísli hafði betur í Íslendingaslagnum Viktor Gísli var á sínum stað er GOG vann Ribe-Esjberg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Rúnar Kárason, Gunnar Steinn og Daníel Ingason leika með Ribe-Esjberg. Arnar Birkir og Sveinbjörn Pétursson voru í eldlínunni með liði sínu í þýsku B-deildinni. Handbolti 16. október 2020 19:10
Ólafur Andrés og Teitur Örn markahæstir í enn einum sigri Kristianstad Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson áttu báðir stórleik í liði Kristianstad sem vann stórsigur á Lugi á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Daníel Freyr Andrésson í stóru tapi Eskilstuna Guif er liðið tapaði gegn Malmö á heimavelli. Handbolti 16. október 2020 18:35
HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. Handbolti 16. október 2020 17:46
Afturelding dregur lið sitt úr Evrópukeppninni í handbolta Karlalið Aftureldingar mun ekki taka þátt í Evrópukeppninni eins og stefnan var en félagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag. Handbolti 16. október 2020 15:34
„Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. Handbolti 16. október 2020 14:00
Fjórir sigrar í röð hjá Skjern Elvar Örn Jónsson og félagar í Skjern unnu sinn fjórða sigur í röð í dönsku úrvalsdeildinni er þeir mættu Holstebro, lokatölur 37-31. Handbolti 15. október 2020 21:25
Lið Stefáns Rafns lá í Portúgal | Abalo snéri aftur til Parísar Þrír leikir fóru fram í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Ungverska stórliðið Pick Szeged tapaði fyrir Porto á útivelli. Þá sneri franska goðsögnin Luc Abalo aftur til Parísar er Elverum heimsótti Paris Saint-Germain. Handbolti 15. október 2020 20:45
Ómar Ingi frábær í sigri Magdeburgar | Fyrsta tap Löwen og Bergischer Alls léku fjórir Íslendingar með liðum sínum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Aðeins einn þeirra var þó í sigurliði. Handbolti 15. október 2020 19:30
Gísli Þorgeir með gleðifréttir: Ég finn ekki fyrir neinu núna Íslenska handboltalandsliðið gæti verið að endurheimta einn efnilegasta handboltamann landsins nú þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson er farinn að spila á fullu með Magdeburg í þýsku deildinni. Handbolti 15. október 2020 17:30
Ekkert getur stöðvað Börsunga þessa dagana Barcelona átti í litlum vandræðum með Zagreb frá Króatíu í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk í 18 marka sigri Börsunga, lokatölur 45-27. Handbolti 14. október 2020 20:21
Sigvaldi átti góðan leik í sigri Kielce Sigvaldi Björn Guðjónsson átti góðan leik í liði Vive Kielce er liðið lagði Meshkov Brest í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, lokatölur 34-27 þar sem Sigvaldi skoraði fjögur mörk. Þá vann Álaborg frábæran útisigur á Nantes. Handbolti 14. október 2020 18:31
Einar Andri og Gústi völdu bestu leikmenn Olís-deildarinnar Þeir Einar Andri Einarsson og Ágúst Jóhannsson völdu fimm bestu leikmenn Olís-deildar karla í Seinni bylgjunni. Handbolti 14. október 2020 15:30
Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. Handbolti 14. október 2020 12:32
Smit í þremur handboltaliðum á Íslandi Kórónuveiran herjar á handboltalið á Íslandi og leikmenn þriggja liða eru nú í einangrun. Handbolti 14. október 2020 08:32
Handboltinn á Íslandi ætlar að gefa sér út júnímánuð til að klára tímabilið Íslandsmótið í handbolta var nýhafið þegar það þurfti að gera tveggja vikna hlé og það hlé gæti lengst enn frekar. Handbolti 13. október 2020 15:00
Stressuð og áhyggjufull af því hún hafði heyrt svo margar hryllingssögur Hafdís Renötudóttir ræddi óvænt félagsskipti sín til Svíþjóðar í viðtali við Seinni bylgjuna sem og hvernig gengur hjá henni í endurkomunni eftir höfuðmeiðslin. Handbolti 13. október 2020 13:00
Leikmaður Aftureldingar með kórónuveiruna Ofan á öll meiðslin sem herja á karlalið Aftureldingar í handbolta greindist leikmaður liðsins með kórónuveiruna. Handbolti 13. október 2020 12:00
Enn kvarnast úr liði Fram Perla Ruth Albertsdóttir leikur ekki meira með deildar- og bikarmeisturum Fram á þessu tímabili. Handbolti 12. október 2020 14:31
HSÍ féllst á beiðni Ísraela Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun taka á móti Litháen og Ísrael í undankeppni EM í Laugardalshöll 4. og 7. nóvember. Handbolti 12. október 2020 13:01
Viggó næstmarkahæstur í Þýskalandi Seltirningurinn Viggó Kristjánsson hefur farið feykilega vel af stað með Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Handbolti 12. október 2020 09:00
Íslendingarnir á sigurbraut í Þýskalandi Þrír íslenskir handboltamenn voru í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag og fögnuðu þeir allir tveimur stigum. Handbolti 11. október 2020 17:14
Spiluðu heilan handboltaleik með grímur | Myndband Leikur Ademar León og Balonmano Sinfín í spænsku úrvalsdeildinni í gær var athyglisverður svo vægt sé til orða tekið. Léku leikmenn beggja liða með grímur. Handbolti 11. október 2020 16:45
Viggó bestur í Íslendingaslag Viggó Kristjánsson átti frábæran leik þegar Stuttgart bar sigurorð af Balingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Handbolti 10. október 2020 21:31
Íslendingalið Aue fer vel af stað Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í leikjum sem var að ljúka í þýsku B-deildinni í handbolta. Handbolti 10. október 2020 19:38
Gummersbach með fullt hús stiga Þjálfaraferill Guðjóns Vals Sigurðssonar fer vel af stað en Gummersbach hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í þýsku B-deildinni í handbolta. Handbolti 10. október 2020 18:09
Elvar Örn öflugur í þriðja sigri Skjern í röð Skjern er á fljúgandi ferð í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið vann sinn þriðja leik í röð í dag er það heimsótti Ringsted. Elvar Örn Jónsson átti góðan leik í liði Skjern. Handbolti 10. október 2020 17:00
Með fullt hús stiga á toppi deildarinnar Sandra Erlingsdóttir átti góðan leik fyrir Álaborg er liðið lagði AGF í dönsku B-deildinni í handbolta í dag. Lokatölur 29-20 Álaborg í vil. Handbolti 10. október 2020 14:46