Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Tapið minna og sölu­tekjur meiri en í fyrra

Tap íslenska líftæknilyfjafélagsins Alvotech á fyrri helmingi þessa árs nemur 86,9 milljónum dollara, það samsvarar rúmum ellefu milljörðum í íslenskum krónum. Það er talsvert minna tap en á síðasta ári þegar tapið var 184,5 milljónir dollara. Þá voru sölutekjur félagsins næstum sexfalt meiri í ár en í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heitir í háloftunum

Karlkyns flugþjónum, eða heitum háloftaprinsum, hefur fjölgað ört á síðastliðnum árum. Í gegnum tíðina hafa konur verið kenndar við starfið út frá gömlum staðalímyndum. Flugfreyjur áttu að vera ógiftar og snotrar í vexti.

Lífið
Fréttamynd

Hagnaður Sýnar á fyrri hluta árs eykst

Rekstrarhagnaður Sýnar hf nam 1.002 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst um 39 prósent á milli ára. Rekstrarhagnaður á öðrum ársfjórðungi var 574 milljónir króna samanborið við 322 milljónir á fyrra ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjó­vá dregið úr vægi skráðra hluta­bréfa um fjórðung á árinu

Eftir að hafa selt skráð hlutabréf fyrir á fjórða milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins hefur vægi þeirra ekki verið minna sem hlutfall af eignasafni Sjóvá um árabil. Tryggingafélagið bætti við sig í Arion fyrir nærri hálfan milljarð á öðrum fjórðungi samhliða því að það seldi fyrir sambærilega upphæð í Íslandsbanka.

Innherji
Fréttamynd

Haustið og heimilisbókhaldið

Haustið markar alltaf ákveðin tímamót í huga mér. Á þessum tíma kemst rútínan aftur í gang, allir komnir aftur í skóla og þessi tilfinning að merkja bækur og koma sér aftur af stað í hreyfingu er nokkuð sem ég held að margir tengi vel við.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr bankastjóri Kviku kaupir í félaginu fyrir 34 milljónir

Ármann Þorvaldsson, sem var ráðinn bankastjóri Kviku í síðustu viku, hefur keypt bréf í bankanum fyrir jafnvirði tæplega 34 milljónir króna. Hlutabréfaverð Kviku hefur verið undir þrýstingi til lækkunar um langt skeið og er niður um nærri 20 prósent á síðustu tólf mánuðum.

Innherji
Fréttamynd

Arnar­lax boðar skráningu í Kaup­höllina síðar á árinu

Icelandic Salmon, móðurfélag fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax á Vestfjörðum, hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á Íslandi síðar á þessu ári en félagið er fyrir skráð á Euronext Growth markaðinn í Noregi. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins með markaðsvirði upp á meira en 60 milljarða.

Innherji
Fréttamynd

Vaxta­á­lag á lánum banka til heimila og fyrir­tækja sjaldan verið lægra

Vaxtaálagið á nýjum útlánum í bankakerfinu til atvinnulífsins og heimila hefur fallið skarpt á síðustu misserum, einkum þegar kemur að íbúðalánum en munurinn á markaðsvöxtum og þeim vaxtakjörum sem bankarnir bjóða á slíkum lánum er nú sögulega lítill. Aukin samkeppni á innlánamarkaði á síðustu árum hefur meðal annars valdið því að vextir á óbundnum sparireikningum hafa nú aldrei verið hærri sem hlutfall af stýrivöxtum Seðlabankans.

Innherji
Fréttamynd

Rekstrarhagnaður Marels verður sá lægsti í átta ár

Rekstur Marels verður ekki „sérlega glæsilegur“ í ár. Það stefnir í að rekstrarhagnaður fyrirtækisins verði sá lægsti síðan árið 2015. Verðmat Jakobsson Capital á Marel lækkaði aftur í kjölfar uppgjörs annars fjórðungs, nú um átta prósentum í evrum talið. 

Innherji
Fréttamynd

Lögbrotin hafi verið ásetningur en ekki mistök

Bankastjóri Íslandsbanka ætlar að gera sitt besta til að endurnýja traust hjá þeim viðskiptavinum sem snúið hafa baki við bankanum. Ekki sé þó að vænta frekari breytinga á næstunni á stjórn eða starfsmannahaldi. Forseti ASÍ segir lögbrot bankans hafa verið alvarlegur ásetningur og því hafi samtökin ákveðið að hætta viðskiptum við hann.

Innlent