Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Ís­lands­banka­skýrslan loks komin í um­sagnar­ferli

Ríkisendurskoðun hefur nú sent fjármála- og efnahagsráðuneyti, Bankasýslu ríkisins og stjórn hennar drög að skýrslu embættisins um sölu ríkisins á hlut sínum í Íslandsbanka til umsagnar. Ríkisendurskoðun hefur veitt aðilum frest til miðvikudagsins 19. október til að skila umsögnum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá því að verð­bólga haldi á­­fram að minnka

Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs í októbermánuði. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan minnka úr 9,3 prósentum í 9,0 prósent. Það yrði þá þriðji mánuðurinn í röð sem verðbólga minnkar og telur deildin að verðbólga hafi náð hámarki.

Neytendur
Fréttamynd

30 prós­ent­a vöxt­ur á mill­i ára hjá Icel­and Spring

Framleiðsla á vatninu Iceland Spring jókst um 30 prósent á milli ára á fyrri helmingi ársins. Framleiddum einingum fjölgaði úr 12 milljónum á fyrri helmingi ársins í fyrra í 16 milljónir á fyrri helmingi ársins í ár. Þetta sagði forstjóri Ölgerðarinnar á kynningarfundi þegar uppgjör fyrirtækisins var kynnt eftir lok markaðar í gær.

Innherji
Fréttamynd

Síminn braut ekki samkeppnislög með sölu enska boltans

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi ekki brotið gegn ákvæða sáttar við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónvarpsþjónustu, enska boltann á Símanum Sport, í svonefndum Heimilispakka. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

For­dæm­a­laus­ar verð­hækk­an­ir frá birgj­um Öl­gerð­ar­inn­ar

Ölgerðinni berast tilkynningar um verðhækkanir frá erlendum birgjum „í gríð og erg“. Þær eru „fordæmalausar og hlaupa stundum á tugum prósenta.“ Þetta sagði forstjóri fyrirtækisins á uppgjörsfundi eftir lokun markaða í gær þegar afkoman á fyrri helmingi ársins var kynnt og nefndi að verðhækkanirnar myndu leiða út í verðlag.

Innherji
Fréttamynd

Bandaríski risinn Vanguard stækkar stöðu sína í Arion

Sjóðastýringarfélagið Vanguard, sem keypti sig inn í fimmtán íslensk fyrirtæki í Kauphöllinni um miðjan síðasta mánuð, hefur á síðustu dögum stækkað nokkuð eignarhlut sinn í Arion banka. Fimm vísitölusjóðir í stýringu Vanguard eru núna komnir í hóp með tuttugu stærstu hluthöfum íslenska bankans og er félagið um leið orðið stærsti einstaki erlendi fjárfestirinn í eigendahópnum.

Innherji
Fréttamynd

Sýn þurfi að bæta reksturinn „enn meira til að skila ásættanlegri“ afkomu

Þótt tekjur Sýnar hafi verið að aukast og stjórnendur séu að ná betri tökum á rekstrarkostnaði fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins þá er ljóst að það þarf að bæta reksturinn „enn meira til að félagið skili ásættanlegri“ afkomu, að sögn hlutabréfagreinenda, sem mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu að svo stöddu.

Innherji
Fréttamynd

Vísbendingar um að markaðurinn hafi „tekið alltof skarpa dýfu“

Staðan á hlutabréfamarkaði hefur umturnast á síðustu tólf mánuðum. Fyrir um ári mátti sjá merki þess að markaðurinn væri búinn að ofrísa, meðal annars út frá þróun peningamagns í umferð, en núna eru vísbendingar um hið gagnstæða og verðmöt gefa til kynna að meirihluti félaga í Kauphöllinni séu verulega vanmetin, að sögn hlutabréfagreinenda.

Innherji
Fréttamynd

Enn til skoðunar að skrá Íslandshótel í Kauphöll

Það er enn til skoðunar að skrá Íslandshótel, stærstu hótelkeðju landsins, í Kauphöllina, þrátt fyrir að miklar lækkanir á hlutabréfamörkuðum. Þetta segir Davíð T. Ólafsson, forstjóri samstæðunnar, aðspurður í samtali við Innherja. „Það hefur ekki breyst.“

Innherji
Fréttamynd

Útgreiðslur skráðra félaga til fjárfesta að nálgast um 180 milljarða

Á sama tíma og hlutabréfafjárfestar eru að upplifa sitt versta ár á mörkuðum frá fjármálahruninu 2008 þá er allt útlit fyrir að útgreiðslur skráðra félaga til hluthafa í ár meira en tvöfaldist frá því í fyrra. Þar munar mikið um væntanlegar greiðslur til hluthafa Símans og Origo á næstu vikum eftir sölu félaganna á stórum eignum.

Innherji
Fréttamynd

Aftur byrjuð að á­varpa far­þega fyrst á ís­lensku

Flugliðar í áhöfn flugvéla Icelandair eru aftur farnir að ávarpa farþega fyrst á íslensku og að því loknu á ensku við flugtak og lendingu. Með þessu er horfið aftur til þess sem áður var, en fyrir nokkrum árum var fyrirkomulaginu breytt og farþegar fyrst ávarpaðir á ensku.

Innlent
Fréttamynd

Líklegt að megnið af söluverði Tempo verði greitt til hluthafa Origo

Líklega verður megnið af söluverði Origo á Tempo greitt til hluthafa. Það er þó ekki hægt að útiloka að félagið nýti fjármunina til að fjárfesta í öðrum félögum eða sameinist. Ef fjárhæðin verður öll greitt út til hluthafa verður Origo langminnsta félagið á Aðallista Kauphallarinnar og markaðsvirðið um sex til tíu milljarðar króna.

Innherji
Fréttamynd

Þóra Eggertsdóttir yfirgefur Play

Þóra Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálsviðs Play, hefur sagt starfi sínu lausu hjá flugfélaginu en hún hefur starfað þar frá því í maí 2021. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að Þóra muni áfram sinna stöðunni þar til eftirmaður hennar tekur við en frekari upplýsingar verða veittar um hann síðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skel kaupir Klett og Kletta­garða á sam­tals 3,8 milljarða

Skeljungur ehf., sem er í fullri eigu Skel fjárfestingafélags hf, keypt alls hlutafé í Kletti – sölu og þjónustu. Samhliða kaupunum hefur Skel samþykkt að kaupa allt hlutafé í Klettagörðum 8-10 ehf., félagi sem á og rekur húsnæðið sem hýsir starfsemi Kletts. Samanlagt kaupverð er 3,8 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áttföldun á fjórum árum

Fyrirtæki og stjórnendur hafa mikinn hag af því að gefa sér ráðrúm til að finna sín Tempo verkefni. Ég er sannfærður um að margs konar þekking verður til í fyrirtækjum sem getur nýst langt umfram fyrirtækið sjálft. Tempo varð til í kringum vandamál sem starfsfólk Nýherja stóð frammi fyrir.

Umræðan
Fréttamynd

Verðmetur Solid Clouds á tvo milljarða

Jakobsson Capital verðmetur tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds á um tvo milljarða króna eða 10,9 krónur á hlut. Það er um þriðjungur yfir markaðsvirði. Gert er ráð fyrir að helmings líkur séu á að nýi leikurinn muni ganga eins og vonast er til.

Innherji