Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2024 17:28 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir vel hafa gengið í viðræðum breiðfylkingarinnar og SA í dag og líkur á að skrifað verði undir samninga á morgun. Stöð 2/Sigurjón Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. Samingar breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ við Samtök atvinnulífsins fela í sér hóflegar launahækkanir næstu fjögur árin og er ætlað að stuðla að því að verðbólga minnki hratt og vextir lækki. Laun hækka að lágmarki um 23.250 krónur á ári en hjá þeim sem eru með um 750 þúsund krónur á mánuði og meira hækki laun um 3,25 prósent á þessu ári og 3,5 prósent á ári næstu þrjú ár. Það er hins vegar ókyrrð í samskiptum VR og Icelandair. VR hefur boðað atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls starfsmanna hjá flugfélaginu á Keflavíkurflugvelli sem myndi hefjast hinn 22. mars vegna deilna um vaktafyrirkomulag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að reynt hafi verið árangurslaust á undanförnum árum að ná eyrum Samtaka atvinnulífsins og Icelandair um breytingar á því fyrirkomulagi að dagvaktir starfafólks í innritun og hleðslu væru slitnar í sundur. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir með ólíkindum að boða atkvæðagreiðslu um verkfall þegar Icelandair hafi ekki gefist kostur á að kynna sér og bregðast við kröfurgerð VR.Stöð 2/Steingrímur Dúi Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið og ferðaþjónustuna ekki mega við áföllum eftir krefjandi aðstæður á undanförnum árum. Þá hafi einungis verið haldinn einn fundur í deilunni og ekki boðað til annars fundar. „Þá er það með algerum ólíkindum að það sé búið að boða verkfall án þess að félaginu hafi verið gefið ráðrúm til að fara yfir málin og ræða við mótaðilann. Sem er alltaf gert í samningaviðræðum. Þannig að þessi staða sem upp er komin er með miklum ólíkindum,“ segir Bogi Nils. Þarf ekki að spyrja, þú vonar auðvitað að þetta verkfall skelli ekki á? „Að sjálfsögðu. En fyrst þarf auðvitað að ræða málin. Það er algerlega ótrúlegt að búið sé að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall án þess að búið sé að halda einn fund um kröfugerðina,“ segir Bogi Nils Bogason. Kjaraviðræður 2023-24 ASÍ Atvinnurekendur Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekki hlustað á starfsmenn í mörg ár Formaður VR segir ekki boðlegt að slíta sundur dagvinnuvaktir starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Ekki hafi verið hlustað á kröfur um breytingar undanfarin ár og þess vegna hafi verið ákveðið að boða til verkfalls þessara starfsmanna hjá Icelandair. 6. mars 2024 11:46 Verslunarmenn boða atkvæðagreiðslu um verkfall á Keflavíkurflugvelli Samninganefnd VR hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall félagsmanna í farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Með aðgerðunum á að þrýsta á breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsfólksins á flugvellinum. 6. mars 2024 10:05 Framsókn hvetur sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi í gærkvöldi segir að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila. 6. mars 2024 08:11 Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Samingar breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ við Samtök atvinnulífsins fela í sér hóflegar launahækkanir næstu fjögur árin og er ætlað að stuðla að því að verðbólga minnki hratt og vextir lækki. Laun hækka að lágmarki um 23.250 krónur á ári en hjá þeim sem eru með um 750 þúsund krónur á mánuði og meira hækki laun um 3,25 prósent á þessu ári og 3,5 prósent á ári næstu þrjú ár. Það er hins vegar ókyrrð í samskiptum VR og Icelandair. VR hefur boðað atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls starfsmanna hjá flugfélaginu á Keflavíkurflugvelli sem myndi hefjast hinn 22. mars vegna deilna um vaktafyrirkomulag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að reynt hafi verið árangurslaust á undanförnum árum að ná eyrum Samtaka atvinnulífsins og Icelandair um breytingar á því fyrirkomulagi að dagvaktir starfafólks í innritun og hleðslu væru slitnar í sundur. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir með ólíkindum að boða atkvæðagreiðslu um verkfall þegar Icelandair hafi ekki gefist kostur á að kynna sér og bregðast við kröfurgerð VR.Stöð 2/Steingrímur Dúi Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið og ferðaþjónustuna ekki mega við áföllum eftir krefjandi aðstæður á undanförnum árum. Þá hafi einungis verið haldinn einn fundur í deilunni og ekki boðað til annars fundar. „Þá er það með algerum ólíkindum að það sé búið að boða verkfall án þess að félaginu hafi verið gefið ráðrúm til að fara yfir málin og ræða við mótaðilann. Sem er alltaf gert í samningaviðræðum. Þannig að þessi staða sem upp er komin er með miklum ólíkindum,“ segir Bogi Nils. Þarf ekki að spyrja, þú vonar auðvitað að þetta verkfall skelli ekki á? „Að sjálfsögðu. En fyrst þarf auðvitað að ræða málin. Það er algerlega ótrúlegt að búið sé að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall án þess að búið sé að halda einn fund um kröfugerðina,“ segir Bogi Nils Bogason.
Kjaraviðræður 2023-24 ASÍ Atvinnurekendur Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekki hlustað á starfsmenn í mörg ár Formaður VR segir ekki boðlegt að slíta sundur dagvinnuvaktir starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Ekki hafi verið hlustað á kröfur um breytingar undanfarin ár og þess vegna hafi verið ákveðið að boða til verkfalls þessara starfsmanna hjá Icelandair. 6. mars 2024 11:46 Verslunarmenn boða atkvæðagreiðslu um verkfall á Keflavíkurflugvelli Samninganefnd VR hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall félagsmanna í farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Með aðgerðunum á að þrýsta á breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsfólksins á flugvellinum. 6. mars 2024 10:05 Framsókn hvetur sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi í gærkvöldi segir að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila. 6. mars 2024 08:11 Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Ekki hlustað á starfsmenn í mörg ár Formaður VR segir ekki boðlegt að slíta sundur dagvinnuvaktir starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Ekki hafi verið hlustað á kröfur um breytingar undanfarin ár og þess vegna hafi verið ákveðið að boða til verkfalls þessara starfsmanna hjá Icelandair. 6. mars 2024 11:46
Verslunarmenn boða atkvæðagreiðslu um verkfall á Keflavíkurflugvelli Samninganefnd VR hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall félagsmanna í farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Með aðgerðunum á að þrýsta á breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsfólksins á flugvellinum. 6. mars 2024 10:05
Framsókn hvetur sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi í gærkvöldi segir að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila. 6. mars 2024 08:11
Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45