Allir stjórnarmenn Festi tilnefndir til áframhaldandi setu Tilnefningarnefnd Festi hefur skilað inn skýrslu sinni til stjórnar félagsins. 21 bauð sig fram í stjórn og tilnefningarnefnd tilnefnir níu frambjóðendur til stjórnar sem fimm skipa, þar af alla núverandi stjórnarmenn. Viðskipti innlent 5. júlí 2022 10:25
Innri endurskoðandi Kviku ráðinn yfir til Arion banka Anna Sif Jónsdóttir, sem hefur verið innri endurskoðandi Kviku banka í nærri áratug, hefur söðlað um og ráðið sig yfir til Arion banka. Þar mun hún gegna starfi forstöðumanns innri endurskoðunar Arion banka, samkvæmt upplýsingum Innherja. Klinkið 4. júlí 2022 19:49
Taka varfærin skref í átt að stækkun eftir faraldurinn Icelandair tekur á leigu BOEING 767 breiðþotu næstu tvær vikurnar til að bregðast við ástandinu sem nú ríkir á flugvöllum í Evrópu. Truflanir á aðfangakeðju og mannekla á flugvöllum hefur leitt til þess að flugfélög hafa neyðst til að fella niður flug eða seinka ferðum. Bogi Nils Bogason, forstjóri stjóri Icelandair, segir vélina auka sveigjanleika og þjónustu við viðskiptavini. Viðskipti innlent 4. júlí 2022 14:45
Ísland fært upp í flokk nýmarkaða hjá FTSE í þremur áföngum Íslenski hlutabréfamarkaðurinn mun færast að fullu upp í flokk nýmarkaðsríkja (e. Secondary Emerging Markets) hjá alþjóðlega vísitölufyrirtækinu FTSE Russell í þremur jafn stórum skrefum á tímabilinu frá september næstkomandi og til marsmánaðar á næsta ári. Innherji 4. júlí 2022 09:39
Icelandair leigir breiðþotu næstu tvær vikurnar Icelandair hefur gert samning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic um leigu á Boeing 767-300 flugvél sem nýtt verður í millilandaflugi Icelandair næstu vikur. Viðskipti innlent 4. júlí 2022 07:17
Þurfum að fara varlega í að halda að við séum best „Landslagið á Íslandi hefur breyst mikið síðustu árin og nú eru um 15% þjóðarinnar íbúar af erlendum uppruna. Samt erum við ekki að ræða nógu mikið um kynþátt, þjóðerni eða stöðu innflytjenda og tungumálið hefur ekki fylgt eftir þessum breytingum,“ segir Charlotte Biering hjá Marel. Atvinnulíf 4. júlí 2022 07:01
Gera allt til að vinna úr aðstæðunum Það hefur verið mikil áskorun fyrir Icelandair að halda uppi ásættanlegri flugáætlun innanlands samkvæmt Boga Nils Bogasyni, forstjóra flugfélagsins. Verið sé að gera allt sem hægt er að til að vinna úr aðstæðunum. Innlent 1. júlí 2022 17:44
Síminn Sport hækkað um 40 prósent frá áramótum Síminn hefur ákveðið að hækka verð á flestum vörum sínum en hækkanirnar taka gildi næstu mánaðamót. Þar á meðal hækkar verðið á Símanum Sport í 4.900 krónur en frá áramótum hefur verðið á sportpakka Símans hækkað um 40 prósent. Neytendur 1. júlí 2022 12:29
Sjötta þota Play komin til landsins Ný Airbus þota bætist við flota flugfélagsins Play en um er að ræða sjöttu þotu félagsins og kom hún til landsins frá Frakklandi en þotan er af gerðinni A30neo. Viðskipti innlent 1. júlí 2022 11:14
Icelandair fær fleiri MAX-vélar Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. Viðskipti innlent 1. júlí 2022 09:02
Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag. Innlent 30. júní 2022 22:33
Guðlaug færir sig frá Flugfreyjufélaginu til Icelandair Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, hefur óskað eftir lausn frá störfum sem formaður félagsins. Hún greindi frá þessu í færslu á lokuðum Facebook-hópi flugfreyja. Ástæðan að baki ákvörðuninni er að hún tekur við störfum sem deildarstjóri launadeildar Icelandair í september. Viðskipti innlent 30. júní 2022 13:04
Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. Innlent 30. júní 2022 12:12
Margir sagðir vilja í stjórn Festi Allt að þrjátíu eru sagðir hafa áhuga á því að taka sæti í stjórn Festi. Ný stjórn verður kosin á aukahluthafafundi þann 14. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 30. júní 2022 10:15
Fjárfestar selt sig út úr sjóðum fyrir um sjö milljarða á þremur mánuðum Nær stöðugt útflæði hefur verið úr innlendum hlutabréfasjóðum og blönduðum sjóðum samtímis miklum óróa og verðhruni á verðbréfamörkuðum eftir innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar á þessu ári og vaxtahækkunum beggja vegna Atlantshafsins vegna hækkandi verðbólgu og verðbólguvæntinga. Innherji 29. júní 2022 18:24
Sneru við til Reykjavíkur nokkrum mínútum fyrir lendingu Flugvél Icelandair á leið til Akureyrar í morgun var snúið nokkrum mínútum fyrir lendingu á Akureyri. Veðurskilyrði reyndust erfið á flugvellinum. Innlent 29. júní 2022 10:31
KKÍ og Ölgerðin endurnýja samstarf KKÍ og Ölgerðin hafa endurnýjað sitt góða samstarf með undirritun á nýjum samningi en Ölgerðin og vörumerkið Kristall hefur verið góður samstarfsaðili KKÍ undanfarin ár. Samstarf 29. júní 2022 09:53
Stelpurnar komast á heimsmeistaramótið í tæka tíð Búið er að tryggja öllum dansstelpunum frá danskólanum JSB flugfar frá Íslandi í dag eða á morgun. Að sögn aðstoðarskólastjóra skólans komast þær á áfangastað í tæka tíð til að keppa á heimsmeistaramóti í dansi, þótt litlu hafi mátt muna. Innlent 27. júní 2022 14:25
Leika sér ekki að því að aflýsa flugi Vél flugfélagsins Play er komin í gagnið á ný eftir að ekið var á hana fyrir helgi. Tafir urðu á viðgerð sem varð til þess að aflýsa þurfti flugferðum til og frá Madrid, flugfarþegum til mikils ama. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir flugfélagið ekki leika sér að því að aflýsa flugi - allt sé reynt áður en gripið sé til þess ráðs. Innlent 27. júní 2022 12:54
Dansstelpur óttast að missa af keppni eftir að flugi þeirra var aflýst Hópur stelpna frá danslistarskóla JSB lenti í því að flugi hans til Madrídar með flugfélaginu Play var aflýst. Stelpurnar, sem eru á aldrinum fimmtán til sautján ára, eru miður sín enda stefnir í að þær missi af alþjóðlegri danskeppni sem þær hafa æft fyrir í fleiri mánuði. Innlent 26. júní 2022 18:42
Sonja tekur við sölu- og markaðssviði Play Sonja Arnórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins Play. Sonja tekur við sem framkvæmdastjóri sviðsins af Georgi Haraldssyni sem verður framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs. Viðskipti innlent 24. júní 2022 10:01
Play fagnar ári í háloftunum Í dag er eitt ár frá fyrstu flugferð PLAY sem var farin til London þann 24. júní 2021. Fleiri en 320 þúsund manns hafa nú flogið með félaginu og áfangastöðum flugfélagsins hefur fjölgað úr sex fyrir ári síðan í 25 talsins í dag. Innlent 24. júní 2022 09:38
Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. Innlent 23. júní 2022 16:34
Róbert hringir lokabjöllunni í tilefni skráningar Alvotech Hlutabréf Alvotech voru tekin til viðskipta í Nasdaq First North Growth markaðnum í morgun. Í tilefni af því mun Róbert Wessmann, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja lokabjöllu kauphallarinnar við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum félagsins. Viðskipti innlent 23. júní 2022 14:46
Viðskipti með bréf Alvotech hafin á Íslandi Hlutabréf Alvotech verða tekin til viðskipta á Nasdaq First North Growth markaðnum í Reykjavík í dag. Félagið var skráð á markað í Bandaríkjunum fyrir viku síðan en um er að ræða fyrsta félagið sem skráð er á markað hér á landi og vestanhafs samtímis. Viðskipti innlent 23. júní 2022 10:09
Töskurnar fóru með út en komust ekki í hendur farþega Allur farangur sem farþegar tóku með sér í flug Icelandair til Amsterdam á mánudag fylgdi þeim út. Vegna manneklu á Schipol-flugvelli komst farangurinn hins vegar ekki til farþega að flugi loknu. Innlent 22. júní 2022 11:32
Fátt um svör hjá Icelandair eftir að allur farangurinn týndist Farþegar flugsins FI506 á vegum Icelandair til Schiphol flugvallar í Hollandi hafa ekki enn fengið farangurinn sinn afhentan síðan þau lentu um hádegi síðastliðinn mánudag. Farþegar hafa lítil svör fengið frá Icelandair þrátt fyrir að hafa reynt að hafa samband símleiðis og með netspjalli. Innlent 21. júní 2022 23:52
Hlutabréfaverð lækkaði eftir að Nova var hringt inn í Kauphöllina Nova var hringt inn í Kauphöllina í morgun klukkan hálf tíu en gengi hlutabréfa lækkaði fljótlega um tíu prósent frá fyrstu viðskiptum. Greinandi hjá Jakobsson Capital segir það afskaplega slæmt fyrir Nova og Arion, sem hélt úboðið, og telur þetta dæmi um að menn þurfi að vanda betur til verka. Viðskipti innlent 21. júní 2022 12:31
Lítur ætluð brot Eimskips alvarlegum augum Rannsókn héraðssaksóknara á meintum brotum Eimskips á lögum um meðhöndlun úrgangs er umfangsmikil og kallað hefur verið eftir gögnum erlendis frá. Forstjóri Umhverfisstofnunar lítur málið alvarlegum augum og framkvæmdastjóri hjá Eimskip er með réttarstöðu sakbornings. Innlent 21. júní 2022 11:52
Húsleit gerð hjá dönsku dótturfélagi Eimskips Danska samkeppniseftirlitið framkvæmdi í dag húsleit hjá Atlantic Trucking, dönsku dótturfélagi í eigu Eimskipafélags Íslands, í Álaborg í Danmörku. Viðskipti erlent 20. júní 2022 20:57