Fjárfestar minnka lítillega við sig í hlutabréfasjóðum í skugga stríðsátaka Innlausnir fjárfesta í innlendum hlutabréfasjóðum voru rúmlega 840 milljónum krónum meiri en sem nam fjárfestingum þeirra í slíkum sjóðum í febrúar. Þetta er í fyrsta sinn frá því þegar faraldurinn stóð hvað hæst á fyrri hluta ársins 2020 sem merkja má útflæði úr hlutabréfasjóðum en markaðir, bæði hér heima og erlendis, einkenndust af mikilli óvissu í liðnum mánuði vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Innherji 28. mars 2022 11:21
Áhættan af sambandsrofi við kerfi Nasdaq innan „ásættanlegra marka“ Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að áhættan af því að samband rofni við verðbréfauppgjörskerfi Nasdaq, sem geymir nær öll íslensk verðbréf og er hýst í gagnaverum í Svíþjóð, sé innan „ásættanlegra marka“ eins og staðan er í dag. Ef stríðið í Úkraínu breiðist út gæti Seðlabankinn hins vegar þurft að endurmeta stöðuna. Innherji 28. mars 2022 08:51
Óábyrgt að bregðast ekki við hækkandi olíuverði, segir forstjóri PLAY Forstjóri PLAY segir óhjákvæmilegt að sérstakt eldsneytisálag sé greitt ofan á farmiða félagsins, líkt og tilkynnt var um í síðustu viku. Innherji 28. mars 2022 07:01
Icelandair hækkar farmiðaverð 1. apríl Sérstakt eldsneytisálag, sem er hluti af farmiðaverði Icelandair, verður hækkað frá og með 1. apríl. Hækkar það úr 5.100 krónum í 6.900 krónur þegar flogið er til Evrópu og úr 8.900 í 12.300 krónur fyrir þegar flogið er til áfangastaða í Norður-Ameríku. Neytendur 25. mars 2022 14:49
Aðfangaverð flækist fyrir uppbyggingu húsnæðis, stálvirki upp um 65 prósent Miklar hækkanir á aðfangaverði munu hækka byggingarkostnað almennt, þar með talið á íbúðahúsnæði, og líklega leiða af sér tafir í uppbyggingu. Jafnframt gætu þær fælt verktaka frá þátttöku í útboðum. Þetta segir Þorvaldur H. Gissurarson, eigandi og forstjóri ÞG Verks. Innherji 25. mars 2022 12:45
Keldan setur nýja og uppfærða útgáfu í loftið Upplýsinga- og fréttaveitan Keldan setti nýja og uppfærða útgáfu í loftið í dag sem miðar að því að bæta notendaupplifun og virkni í farsímum og spjaldtölvum. Innherji 24. mars 2022 12:17
Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. Innherji 23. mars 2022 20:15
Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. Viðskipti innlent 23. mars 2022 12:02
Ríkið felldi tillögu um að jafnræði sé tryggt við endurkaup á Íslandsbankabréfum Stór hópur hluthafa í Íslandsbanka, annarra en Bankasýslunnar sem heldur utan um 65 prósenta hlut ríkissjóðs, lagðist gegn því að stjórn bankans fengi heimild til kaupa á eigin hlutum sem opnar á að félagið geti gert einstökum hluthöfum, eins og til dæmis íslenska ríkinu, tilboð um kaup á bréfum þeirra án þess að aðrir hluthafar hafi möguleika á þátttöku í slíkum endurkaupum. Innherji 22. mars 2022 16:00
Nýsköpunarfyrirtækið Curio metið á fjóra milljarða við kaup Marels í fyrra Marel greiddi 408 milljónir króna þegar félagið bætti við sig um 10,7 prósenta hlut í íslenska hátæknifyrirtækinu Curio, sem framleiðir fiskvinnsluvélar, í byrjun síðasta árs en eftir þau kaup fór Marel með helmingshlut. Miðað kaupverðið á þeim hlut var Curio því verðmetið á samtals rúmlega 3,8 milljarða króna í viðskiptunum. Innherji 21. mars 2022 18:03
Stjórnarformaður Reita segir seinagang tefja uppbyggingu á 1100 íbúðum Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Reita fasteignafélags, telur ámælisvert að ekki sé settur meiri kraftur í afgreiðslu skipulagstillagna svo að hægt sé að bregðast við verulegri vöntun á íbúðarhúsnæði. Þetta kom fram í ávarpi Þórarins á aðalfundi Reita. Innherji 21. mars 2022 14:01
Marel borgaði yfir fimm milljarða fyrir hátæknifyrirtækið Völku Áætlað kaupverð Marels á íslenska hátæknifyrirtækinu Völku, sem framleiðir fiskvinnslulausnir fyrir alþjóðamarkað, er samtals vel á sjötta milljarð króna. Tilkynnt var um kaup Marels á fyrirtækinu um mitt síðasta ár en þau kláruðust undir lok nóvembermánaðar eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gefið samþykki sitt fyrir samruna félaganna. Innherji 21. mars 2022 11:54
Þörf fyrir skrifstofur hefur ekki minnkað eftir faraldurinn, segir forstjóri Regins Kórónuveirufaraldurinn hafði ekki marktæk áhrif á eftirspurn eftir skrifstofuhúsnæði eða að minnsta kosti ekki eftir húsnæði sem uppfyllir auknar kröfur fyrirtækja og starfsfólks um gæði. Þetta segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Regins. Innherji 20. mars 2022 13:27
Almennir fjárfestar orðnir „ansi sjóaðir“ Örvar Snær Óskarsson, sjóðstjóri Eldgjár, blandaðs sjóðs á vegum Kviku eignastýringar, býst ekki við því að hræringar síðustu vikna á hlutabréfamarkaði muni fæla almenna fjárfesta frá markaðinum. Hann gerir ráð fyrir að áform um nýskráningar á þessu ári muni ganga eftir en þær hafa verið einn stærsti drifkrafturinn að baki aukinni þátttöku almennra fjárfesta. Innherji 19. mars 2022 12:07
Hispurslaus kveðja Baldvins Nýjan tón mátti merkja í hispurslausu ávarpi Baldvins Þorsteinssonar, fráfarandi stjórnarformanns Eimskips, í ársskýrslu Eimskips sem kynnt var fyrir aðalfund félagsins í gær. Klinkið 18. mars 2022 20:01
VÍS vill breikka tekjustoðir félagsins og „horfir til tækifæra á markaði“ VÍS hefur að „undanförnu haft til skoðunar möguleika til útvíkkunar á ýmiskonar fjármálatengdri starfsemi sem fellur vel“ að tryggingafélaginu. Innherji 18. mars 2022 11:38
Óskar nýr stjórnarformaður Eimskips Óskar Magnússon hefur verið kjörinn nýr formaður stjórnar Eimskips. Viðskipti innlent 17. mars 2022 20:52
Play tekur upp olíugjald á miðaverð vegna hækkana Flugfélagið Play mun taka upp sérstakt olíugjald á miðaverð eftir helgi til þess að mæta miklum hækkunum á eldsneytisverði. Félagið skilaði nærri þriggja milljarða króna tapi á síðasta ári - sem forstjórinn segir engan veginn til marks um skipsbrot. Viðskipti innlent 17. mars 2022 11:37
Bein útsending: Kynning á uppgjöri fjórða ársfjórðungs hjá Play Flugfélagið Play mun kynna uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 8:30. Þar mun þau Birgir Jónsson forstjóri og Þóra Eggertsdóttir fjármálastjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. Viðskipti innlent 17. mars 2022 08:01
2,9 milljarða tap en gera ráð fyrir hagnaði á síðari hluta ársins Tekjur flugfélagsins Play námu 16,4 milljónum Bandaríkjadala á árinu 2021 en tap ársins nam 22,5 milljónum dala, eða um 2,9 milljörðum íslenskra króna. Tekjur voru lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 en kostnaður var samkvæmt áætlunum. Viðskipti innlent 16. mars 2022 18:29
Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ Innherji 16. mars 2022 06:00
Krafa ríkisbréfa rýkur upp fyrir fimm prósent, ekki verið hærri í þrjú ár Lánskjör ríkissjóðs við að fjármagna sig á innlendum skuldabréfamarkaði hafa farið hratt versnandi á undanförnum vikum samhliða því að fjárfestar óttast að verðbólgan muni reynast mun meiri en áður var spáð. Þar ræður mestu hækkandi hrávöruverð á alþjóðamörkuðum vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Innherji 15. mars 2022 09:41
Tímaspursmál hvenær kaupaukar tengdir sjálfbærni spretta upp í Kauphöllinni Það er aðeins „tímaspursmál“ hvenær sjálfbærnitengdir kaupaukar verða innleiddir hjá fleiri skráðum félögum í Kauphöllinni. Kaupaukar af þessu tagi hafa rutt sér til rúms á erlendum hlutabréfamörkuðum og viðmælendur Innherja benda á að nýjungar á sviði sjálfbærni berist iðulega til Íslands með nokkurra ára töf. Innherji 13. mars 2022 10:00
Hafa samið um kaup á Eldum rétt Hagar hf. og eigendur Eldum rétt ehf. hafa náð samkomulagi um kaup Haga á öllu hlutafé Eldum rétt. Viðskipti innlent 11. mars 2022 14:28
Forstjóri Síldarvinnslunnar kallar eftir samkomulagi við ESB um lækkun tolla Gunnþór B. Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, kallar eftir því að stjórnvöld nái samkomulagi við Evrópusambandið um tollaívilnanir svo að liðka megi fyrir sölu á uppsjávarafurðum til ríkja innan sambandsins. Þetta kom fram í máli Gunnþórs á uppgjörsfundi Síldarvinnslunnar í gær. Innherji 11. mars 2022 06:01
Skortstöðum fækkaði í takt við hækkanir í Kauphöllinni Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands bárust 44 tilkynningar um skortstöður í fyrra en til samanburðar bárust 163 slíkar tilkynningar árið 2020. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálaeftirlit 2022 sem Seðlabankinn birti í morgun. Innherji 10. mars 2022 12:03
Hæstiréttur staðfestir úrskurð Félagsdóms í máli Ólafar Helgu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Félagsdóms frá í febrúar þar sem hafnað var kröfu Icelandair um frávísun á kröfu ASÍ, fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, þess efnis að viðurkennt yrði með dómi að uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair í ágúst síðastliðinn fæli í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og væri af þeim sökum ólögmæt. Innlent 10. mars 2022 11:59
Fimmtán flugfélög með reglulegt flug til Íslands í ár og 25 í sumar Fimmtán flugfélög hyggjast fljúga hingað til lands reglulega í ár og alls munu 25 bjóða upp á flug til Íslands í sumar. Árið 2019, fyrir heimsfaraldur, voru það fjórtán flugfélög sem flugu allan ársins hring til Íslands, en líkt og í ár voru það 25 flugfélög sem flugu til Íslands sumarið 2019. Viðskipti innlent 10. mars 2022 07:15
Fjárfestar eiga von á 60 milljörðum í arð, gæti virkað sem vítamínsprauta fyrir markaðinn Hlutabréfafjárfestar eiga von á því að fá samanlagt nærri 60 milljarða króna í sinn hlut í arð og aðrar greiðslur í tengslum við lækkun hlutafjár á komandi vikum frá þrettán félögum í Kauphöllinni. Það er um þrefalt hærri upphæð en skráð fyrirtæki greiddu út í arð til fjárfesta á öllu árinu 2021. Innherji 10. mars 2022 06:00
Vægi hlutabréfa „fullmikið“ í efnahagsreikningi Kviku Þrátt fyrir að lánastarfsemi Kviku banka hafi skilað góðri afkomu í fyrra þá er hún „afskaplega smá í sniðum“ og stendur undir rúmlega 29 prósentum af heildareignum félagsins. Hlutfall efnahagsreiknings Kviku sem fellur undir útlánastarfsemi er þannig vel undir helmingur þess sem gerist hjá viðskiptabönkunum. Innherji 9. mars 2022 20:01