Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 74-72 | Frábær endurkoma Keflavíkur í háspennuleik Anna Ingunn Svansdóttir og Ameryst Alston voru í sérflokki hjá liðum sínum þegar Keflavík og Valur leiddu saman hesta sína í Blue-höllinni við Sunnubraut í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir sveiflukenndan leik fór Keflavík með sigur af hólmi enþað var Daniela Wallen Morillo sem tryggði heimakonum 74-72 sigur með þriggja stiga körfu þegar skammt var eftir af leiknum. Körfubolti 23. mars 2022 22:00
Bikarmeistaraþynnka í Haukum sem töpuðu fyrir botnliði Grindavíkur Grindavík, botnlið Subway-deildar kvenna í körfubolta, gerði sér lítið fyrir og lagði nýkrýnda bikarmeistara Hauka á þeirra heimavelli í leik liðanna í kvöld. Lokatölur 83-77 gestunum frá Grindavík í vil. Körfubolti 23. mars 2022 21:30
Njarðvík ekki í neinum vandræðum með Breiðablik Njarðvík vann einkar sannfærandi 27 stiga sigur á Breiðabliki í fyrsta leik kvöldsins í Subway-deild kvenna í körfubolta, lokatölur 82-55. Körfubolti 23. mars 2022 20:10
Sara Rún einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu í stórsigri Phoenix Sara Rún Hinriksdóttir átti frábæran leik er Phoenix Constanta vann stórsigur á útivelli gegn Targu Secuiesc, lokatölur 40-78. Sara Rún lék 35 mínútur í leiknum og átti sannkallaðan stórleik. Körfubolti 23. mars 2022 19:00
Bikarmeistarasystkinin vita að þögnin hjá pabba segir svo mikið Systkinin Lovísa Björt Henningsdóttir og Hilmar Smári Henningsson urðu bæði bikarmeistarar um helgina þegar Haukar og Stjarnan tryggðu sér sigur í VÍS-bikarnum. Körfubolti 23. mars 2022 09:30
Tveggja ára bið eftir launum: „Auðvitað leiðinlegt að þessi leið skyldi vera farin“ Körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson bíður enn þolinmóður eftir því að fá laun sín greidd frá því að hann var leikmaður ÍR keppnistímabilið 2019-20. Launadeila hans við ÍR fer fyrir Hæstarétt. Körfubolti 23. mars 2022 08:30
Faðmaði Spike Lee fyrir leik og þaggaði svo niður í áhorfendum í MSG Trae Young virðist hvergi njóta sín betur en í Madison Square Garden og sýndi það enn og aftur í nótt þegar Atlanta Hawks vann New York Knicks, 111-117, í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 23. mars 2022 08:02
Lögmál leiksins: Philly á ekki séns á titli og LeBron endar stigahæstur í sögunni „Nei eða já. Við elskum þennan leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins í seinasta þætti af Lögmál leiksins. Körfubolti 22. mars 2022 23:31
Mæðgin komin bæði í sextán liða úrslit Marsfársins Úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans er í fullum gangi og nú er komið að sextán liða úrslitum karla og kvenna. Körfubolti 22. mars 2022 16:31
Mál Sigurðar og ÍR alla leið í Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni körfuknattleiksdeildar ÍR um að áfrýja dómi Landsréttar í máli Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar sem dæmdar höfðu verið tæplega tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa. Körfubolti 22. mars 2022 12:31
Varð margfaldur meistari í tveimur íþróttagreinum um helgina Það er óhætt að segja að það hafi verið mikið að gera hjá Ísold Sævarsdóttur um helgina. Þessi fimmtán ára stelpa safnaði þá að sér titlum í tveimur íþróttagreinum. Körfubolti 22. mars 2022 11:31
LeBron með 38 stig á gamla heimavellinum og segist aldrei hafa notið þess meira að spila Þrátt fyrir að Los Angeles Lakers geti lítið er LeBron James að spila vel og segist aldrei hafa notið þess jafn mikið að spila körfubolta. Körfubolti 22. mars 2022 08:00
Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða NBA-leikmann Maður frá Tennesse var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða Lorenzen Wright, fyrrverandi leikmann í NBA-deildinni í körfubolta, fyrir tólf árum. Körfubolti 22. mars 2022 07:31
Haukur Helgi: „Ég er bara aumingi“ Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur verður eitthvað frá leiks vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Njarðvíkur og Breiðabliks á dögunum. Haukur ferðaðist ekki með Njarðvíkingum til Ísafjarðar í gær þar sem liðið lék gegn Vestra. Körfubolti 22. mars 2022 07:00
Benedikt: Liðin tíð að eltast við auðveldari viðureign í úrslitakeppnini Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, gat ekki annað en verið ánægður með 33 stiga sigur á Vestra í kvöld, 82-115. Benedikt hafði áður kallað eftir því að hans menn myndu svara fyrir stórt tap liðsins gegn KR í síðasta leik. Körfubolti 21. mars 2022 23:30
Njarðvík sótti stigin tvö fyrir Vestan Njarðvíkingar unnu öruggan 33 stiga sigur á Vestra á Ísafirði í eina leik kvöldsins í Subway-deild karla í körfubolta, 82-115. Körfubolti 21. mars 2022 21:44
Nurkic gerði sig líklegan að hjóla í stuðningsmann Pacers í nótt Miðherji Portland Trail Blazers, Jusuf Nurkic, lenti í útistöðum við aðdáanda Indiana Pacers eftir leik liðanna í nótt. Nurkic, sem spilaði ekki leikinn vegna meiðsla, gekk þá að stuðningsmanni Pacers sem sat á fremsta bekk, reif af honum símann og kastaði símanum svo upp í stúku. Körfubolti 21. mars 2022 18:00
Systkini bikarmeistarar og valin best með tveggja klukkutíma millibili Stjarnan var lið helgarinnar í bikarkeppnum körfuboltans því alls unnu flokkar félagsins fimm bikarmeistaratitla af þeim níu sem voru í boði. Körfubolti 21. mars 2022 14:30
Tvítug körfuboltastelpa átti troðslu helgarinnar í Marsfárinu Fran Belibi átti mögulega og mjög líklega tilþrif helgarinnar í bandaríska háskólakörfuboltanum þegar Stanford skólinn vann 78-37 stórsigur á Montana State í 64 liða úrslitunum úrslitakeppninnar. Körfubolti 21. mars 2022 11:01
Jókerinn með skeifu eftir að hafa lent í Boston-vörninni Gott gengi Boston Celtics í NBA-deildinni hélt áfram í nótt þegar liðið vann Denver Nuggets á útivelli, 104-124. Körfubolti 21. mars 2022 08:01
Martin hafði naumlega betur gegn Tryggva Landsliðsmennirnir Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason mættust í ACB-deildinni í körfubolta í dag er Valencia vann nauman tveggja stiga sigur á Basket Zaragoza, lokatölur 81-79. Körfubolti 20. mars 2022 18:16
LeBron James orðinn næst stigahæstur í sögunni LeBron James, leikmaður Los Angeles Lakers, varð í nótt sá leikmaður í deildinni sem hefur skorað næst flest stig í sögu deildarinnar en hann tók fram úr Karl Malone í nótt. Körfubolti 20. mars 2022 10:15
NBA: Úlfarnir áfram á siglingu Minnesota Timberwolves hélt áfram góðu gegni sínu í NBA deildinni í nótt þegar að liðið bar sigurorð af ríkjandi meisturum Milwaukee Bucks, 138-119. Þeir Anthony Edwards og Karl Anthony-Towns skoruðu 25 stig hvor fyrir Timberwolves en Khris Middleton skoraði 15 stig fyrir Bucks. Körfubolti 20. mars 2022 09:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Breiðablik 88-81 | Haukar bikarmeistarar 2022 Haukar voru og verða áfram ríkjandi bikarmeistarar eftir sjö stiga sigur á Breiðabliki í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 88-81. Körfubolti 19. mars 2022 22:45
Telma Lind: Verðum að halda þessu áfram og gera betur á næsta tímabili Breiðablik voru ekki langt í frá að vinna bikarmeistaratitilinn í fyrstu tilraun þegar þær töpuðu fyrir Haukum 88-81 í Smáranum í kvöld. Telma Lind Ásgeirsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, var viss um að þetta myndi nýtast liðinu í framtíðinni. Körfubolti 19. mars 2022 22:10
Helena Sverrisdóttir: Ég er gífurlega stolt af þessum stelpum Helena Sverrisdóttir var virkilega ánægð með liðsheildina þegar Haukar urðu bikarmeistarar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Þær lögðu Breiðablik 88-81 í Smáranum í hörkuleik en varnarleikur og reynsla liðsins kláraði verkefnið í fjórða leikhluta en leikurinn var jafn nánast allar 40 mínúturnar. Körfubolti 19. mars 2022 22:05
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þ. 93-85 | Stjarnan bikarmeistari 2022 Stjarnan er VÍS-bikarmeistari 2022 eftir frábæran sigur á Íslandsmeisturum Þórs Þorlákshafnar, lokatölur 92-85. Þetta er þriðji bikarúrslitatitill Stjörnunnar á síðustu fjórum árum. Körfubolti 19. mars 2022 20:10
Ragnar: Stjarnan betri en við á öllum sviðum Ragnar Örn Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var afar svekktur með tap í bikarúrslitum gegn Stjörnunni 93-85. Körfubolti 19. mars 2022 19:25
„Gaman að hafa lánað Loga VÍS-bikarinn í smá tíma“ Stjarnan varð bikarmeistari í þriðja skiptið á síðustu fjórum tímabilum. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var í skýjunum eftir sigur á Þór Þorlákshöfn 93-85. Körfubolti 19. mars 2022 19:15
Styrmir og félagar úr leik í Marsfárinu eftir naumt tap Styrmir Snær Þrastarson og félagar hans í Davidson háskólaliðinu í körfubolta féllu úr leik í fyrstu umferð Marsfársins eftir tap með minnsta mun gegn Michigan State í nótt, 74-73. Körfubolti 19. mars 2022 10:31