Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

„Mætum til­búnar í úr­slita­keppnina“

Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, steig mikinn sigurdans á vellinum í leikslok í kvöld þegar Grindavík tryggði sig inn í úrslitakeppni Bónus-deildar kvenna með eins stigs sigri á Hamar/Þór í miklum spennuleik, 91-90.

Körfubolti
Fréttamynd

Evans farinn frá Njarð­vík

Evans Ganapamo hefur yfirgefið herbúðir Njarðvíkur fyrir lokaumferðina og úrslitakeppnina sem framundan er í Bónus deild karla. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðsins, segir bæði körfuboltalegar og ekki körfuboltalegar ástæður spila þar inn í en um sameiginlega ákvörðun sé að ræða.

Körfubolti
Fréttamynd

Kippti í hár körfu­bolta­stelpu og var rekinn

Reynslumikill körfuboltaþjálfari í New York hefur verið rekinn eftir að hann greip utan um tagl stelpu sem hann þjálfaði og kippti í hárið. Þetta gerði hann þegar leikmaðurinn var grátandi eftir naumt tap, eins og sjá má á myndbandi.

Körfubolti
Fréttamynd

Segir „ind­verskt rottuhlaup“ hafa toppað hand­bolta í vin­sældum

Eftir að hann hlaut kjör á ársþingi KKÍ ákvað Kristinn Albertsson að nýta tækifærið til að segja frá „vinsældakosningu“ sem hann rakst á fyrir einhverjum árum, þar sem fullyrt var að „indverskt rottuhlaup“ væri vinsælli íþrótt en handbolti. Ummælin hafa ekki fallið í kramið hjá handboltasamfélaginu hér á landi.

Sport
Fréttamynd

Máluðu Smárann rauðan

Valur varð í gær bikarmeistari í annað sinn á þremur árum þegar liðið lagði KR örugglega að velli, 78-96, í Smáranum í Kópavogi.

Körfubolti
Fréttamynd

Græn gleði í Smáranum

Njarðvík varð í gær bikarmeistari kvenna í körfubolta í annað sinn eftir sigur á Grindavík, 81-74, í Smáranum í Kópavogi.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég er alltaf bjart­sýnn en alltaf stressaður“

„Það er bara spenna. Það er gaman að fá að taka þátt í svona leikjum. Ég er spenntur fyrir, vonandi, góðum degi,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, sem mæta KR í bikarúrslitum karla í körfubolta í Smáranum klukkan 16:30.

Körfubolti
Fréttamynd

Bronny stiga­hæstur hjá Lakers

Körfuboltamaðurinn Bronny James átti sinn besta leik fyrir Los Angeles Lakers þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Milwaukee Bucks, 89-118, í NBA-deildinni í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­selt á úr­slita­leik KR og Vals

Uppselt er á úrslitaleik KR og Vals um bikarmeistaratitil karla í körfubolta sem fram fer í Smáranum á morgun. Ljóst er að spennan er afar mikil fyrir slag fornra Reykjavíkurfjenda og allir 1.825 miðarnir á leikinn farnir.

Körfubolti