
Besta heilsufarslega ákvörðun sem ég hef tekið
Óhætt er að segja að Jóhanna Elínborg Sveinsdóttir sé lífsglöð og geislandi. Hún hefur alla tíð verið að dugleg að hreyfa sig og lætur aldurinn ekki draga úr þeirri löngun. Sem fyrr nýtur hún þess að synda, dansa og stunda golf og ræktar innri anda með að syngja í kór. Hún er í góðu formi og þakkar reglubundnum æfingum hjá Osteostrong fyrir aukinn styrk, betri vöðvamassa, bætta líkamsstöðu og síðast en ekki síst verkjaleysi í stoðkerfi.