Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Elda­buskan græjar þriðju vaktina

Hvað er í matinn?! Hver kannast ekki við að koma heim eftir langan vinnudag, ísskápurinn hálftómur, börnin svöng og kvöldmatartíminn stefnir í algjört kaos. Þetta þekkir matreiðslumaðurinn Guðmundur Óli Sigurjónsson vel og stofnaði því Eldabuskuna í félagi við Elínu Bjarnadóttur, þjónustu sem sendir tilbúna rétti heim að dyrum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Gerir mánudagsfiskinn skemmti­legri

Heilsukokkurinn Jana fer frumlegar og fjölbreyttar leiðir í eldhúsinu og töfrar fram ýmsa skemmtilega rétti. Mánudagsfiskurinn er eflaust fastur liður á mörgum heimilum og hér má finna skemmtilega útfærslu á honum frá Jönu.

Matur
Fréttamynd

Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On

Alþjóðlega veitingastaðakeðjan Wok to Walk opnaði fyrsta staðinn sinn hér á landi í desember en í dag eru þeir þrír talsins; í Borgartúni í Reykjavík, á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og á Smáratorgi. Staðirnir bjóða upp á ferskan asískan götubita sem er eldaður á wok pönnum yfir opnum eldi fyrir framan gestina.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Upp­skrift að umræddasta súkku­laði landsins

Dúbaí-súkkulaðið umrædda hefur vakið ómælda athygli síðustu misserin eftir að svokallað taste-test varð vinsælt á samfélagsmiðlinum TikTok. Súkkulaðið á rætur sínar að rekja til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hefur nú náð að hrífa íslenska súkkulaðunnendur.

Lífið
Fréttamynd

Ný ríkis­stjórn sé að efla er­lenda mjólkur­fram­leiðslu

Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir nýja ríkisstjórn styrkja og efla erlenda mjólkurframleiðslu á kostnað þeirrar innlendu. Það sé vegna áforma fjármálaráðherra um lagasetningu sem breytir tollflokkun á innfluttum osti. Ísland hefur verið sett á lista yfir viðskiptahindranir af Evrópusambandinu vegna málsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dúbaí-súkkulaðið um­talaða: „Þetta er galin sala“

Líkt og oft áður taka ákveðin trend yfir samfélagsmiðlana TikTok og Instagram. Nýjasta æðið er svokallað Dúbaí-súkkulaði sem á rætur sínar að rekja til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. En hvað er svona sérstakt við þetta súkkulaði? 

Lífið
Fréttamynd

Ís­land komið í skammar­krókinn vegna osts

Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mögu­lega hafi bakterían komist af ó­þvegnum höndum í þorra­matinn

Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn.

Innlent
Fréttamynd

Hækka lág­marks­verð mjólkur

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. Verðlagsbreytingin tekur gildi þann 17. febrúar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svekktar og reiðar yfir við­brögðum veitingamannsins

Ásta Þórdís Skjalddal, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er svekkt og reið yfir viðbrögðum veitingamannsins, Árna Bergþórs Hafdal Bjarnasonar, eiganda Veisluþjónustu Suðurlands, sem sá um veitinga á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi. 

Innlent
Fréttamynd

Kryddbrauðið sem kom við­ræðunum af stað

Oddvitar borgarstjórnarflokkanna fimm sem eru í meirihlutaviðræðum hafa verið kallaðir kryddpíurnar eftir að þær borðuð kryddbrauð heima hjá oddvita Samfylkingarinnar í gær. Hér má sjá uppskrift að kryddbrauðinu umtalaða.

Matur
Fréttamynd

Andrés, Daníel og Ás­björn Ís­lands­meistarar

Það var stuð og stemning og mikil spenna í loftinu þegar Íslandsmót nema- og ungsveina í veitingagreinum fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi um helgina. Þrír hlutu Íslandsmeistaratitilinn og sköruðu fram úr í fagmennsku, nákvæmni, skapandi eiginleika og seiglu.

Matur