
Jólamolar: Viðhorfið til jólanna breyttist þegar hann fór að vinna á leikskóla
Skemmtikrafturinn og gleðigjafinn Hjálmar Örn Jóhannsson, sem meðal annars er þekktur sem hin skrautlega hvítvínskona, varð fyrst jólabarn þegar hann hóf störf á leikskóla fyrir níu árum síðan. Hann er með ýmsar skemmtilegar jólahefðir eins og að færa fyrrverandi tengdaforeldrum sínum fisk.