Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Kane kominn í jóla­frí?

    Bayern München verður án markahróksins Harry Kane annað kvöld í stórleiknum gegn meisturum Leverkusen í þýsku bikarkeppninni, og mögulega spilar Kane ekki meira á þessu ári.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mbappé fékk tvo í ein­kunn

    Kylian Mbappé átti ekki sinn besta leik þegar Real Madrid laut í lægra haldi fyrir Liverpool, 2-0, í Meistaradeild Evrópu í gær og fékk enga miskunn í frönskum fjölmiðlum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Dramatík á Villa Park

    Morgan Rogers hélt hann hefði tryggt Aston Villa dramatískan sigur á Juventus með marki í uppbótartíma þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. Markið var hins vegar dæmt af og leiknum lauk með markalausu jafntefli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liver­pool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst

    Gott gengi lærisveina Arne Slot hjá Liverpool virðist engan endi ætla að taka. Í kvöld vann Rauði herinn sannfærandi 2-0 sigur á Real Madríd þar sem bæði liðin brenndu af vítaspyrnu. Gestirnir frá Madríd eru hins vegar í vondum málum eftir þrjú töp í fimm leikjum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guardiola allur útklóraður eftir leik

    Manchester City kastaði frá sér þriggja marka forystu gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu í gær. Útgangurinn á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra liðsins, eftir leik vakti athygli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Við erum brot­hættir“

    Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, átti ekki mörg svör eftir 3-3 jafntefli við Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Eftir fimm töp í röð komust City-menn 3-0 yfir en gestirnir skoruðu þrívegis á síðasta stundarfjórðung leiksins og tryggðu sér stig.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Atlético skoraði sex

    Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atlético Madríd vann 6-0 útisigur á Sparta Prag á meðan AC Milan vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ótrú­leg endur­koma Feyenoord í Manchester

    Lærisveinar Pep Guardiola hjá Manchester City höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Það stefndi í að Man City væri á leið á beinu brautina á ný eftir að liðið komst 3-0 yfir snemma í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og ótrúlegur endasprettur gestanna tryggði þeim stig, lokatölur 3-3.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Skytturnar léku á als oddi

    Skytturnar hans Mikel Arteta gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Sporting saman á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur 1-5 og ljóst að Sporting saknar þjálfara síns fyrrverandi, Rúben Amorim.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Henry harð­orður í garð Mbappé

    Franska goðsögnin Thierry Henry gagnrýndi landa sinn Kylian Mbappé eftir frammistöðu hans með Real Madríd tapi liðsins fyrir AC Milan í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Hann auðveldi liðsfélögum sínum ekki lífið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Atlético Madríd stal sigrinum í París

    Atlético Madríd tryggði sér frækinn sigur á París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu. Eftir að lenda undir komu gestirnir frá Madríd til baka og tryggðu sér stigin þrjú með síðustu spyrnu leiksins. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Aftur skutu Skytturnar púður­skotum á Ítalíu

    Inter Milan lagði Arsenal 1-0 í einum af stórleikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Skytturnar hans Mikel Arteta hafa nú farið tvívegis til Ítalíu á leiktíðinni og mistekist að skora í báðum leikjum sínum þar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Glóru­laus Mings kostaði Villa

    Aston Villa komst ekki á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 tap gegn Club Brugge á útivelli. Sigurmarkið kom eftir að Tyrone Mings, miðvörður Villa, fékk á sig glórulausa vítaspyrnu.

    Fótbolti