United hélt hreinu í Barcelona Ekkert mark var skorað í viðureign Barcelona og Manchester United í kvöld þó svo að heimamenn hafi verið mun meira með boltann og Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu. Fótbolti 23. apríl 2008 18:47
Eiður á bekknum - Vidic ekki með Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona sem tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 23. apríl 2008 18:12
Óvíst með Vidic í kvöld Óvíst er hvort varnarmaðurinn Nemanja Vidic verði með Manchester United gegn Barcelona í kvöld. Vidic hefur verið að kljást við meiðsli á hné en það er þó ekki ástæðan fyrir því að hann tók ekki þátt í æfingu í gær. Fótbolti 23. apríl 2008 12:00
Þessir kljást í kvöld Það verður risaleikur í Meistaradeildinni í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Manchester United í fyrri leik þessara liða í undanúrslitum. Búast má við mikilli skemmtun enda mætast þarna tvö lið sem hafa sóknarleik sem aðalsmerki sitt. Fótbolti 23. apríl 2008 10:30
Lineker segir United að varast Henry Gary Lineker, fyrrum sóknarmaður Barcelona, hefur varað Manchester United við því að Thierry Henry gæti orðið erfiður viðureignar í kvöld. Þá mætast Barcelona og United í fyrri undanúrslitaleik sínum í Meistaradeildinni. Fótbolti 23. apríl 2008 09:38
Benitez ósáttur við dómgæsluna Rafa Benitez setur spurningamerki við ákvörðun dómarans um að bæta við fjórum mínútum af uppbótartíma í leik Liverpool og Chelsea í kvöld. Chelsea jafnaði leikinn á lokaandartaki leiksins með sjálfsmarki John Arne Riise. Fótbolti 22. apríl 2008 21:46
Grant: Áttum skilið að ná jafntefli Avram Grant, stjóri Chelsea, segir að hans menn hafi átt skilið að ná jafntefli gegn Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Fótbolti 22. apríl 2008 21:40
Sjálfsmark Riise tryggði Chelsea jafntefli Fyrri leik Liverpool og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar lauk með 1-1 jafntefli á Anfield í kvöld. Dirk Kuyt kom Liverpool í 1-0 skömmu fyrir leikhlé, en varamaðurinn John Arne Riise jafnaði metin fyrir Chelsea með sjálfsmarki þegar rúmar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Fótbolti 22. apríl 2008 20:38
Liverpool hefur forystu í hálfleik Liverpool hefur yfir 1-0 gegn Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það var Hollendingurinn Dirk Kuyt sem skoraði mark Liverpool skömmu áður en flautað var til hálfleiks. Fótbolti 22. apríl 2008 19:29
Ráðlagt að mæta ekki á Anfield Liverpool Echo greinir frá því að lögreglan hafi ráðlagt eigendum Liverpool að vera ekki á Anfield í kvöld þegar liðið tekur á móti Chelsea. Lögreglan í Liverpool-borg telur að þeir skapi öryggi sínu í hættu með því að mæta á leikinn. Fótbolti 22. apríl 2008 12:58
Van der Sar með á morgun Markvörðurinn Edwin van der Sar hefur jafnað sig af meiðslunum sem héldu honum frá leik Manchester United gegn Blackburn um síðustu helgi. Hann verður því í markinu í fyrri leiknum gegn Barcelona í Meistaradeildinni annað kvöld. Fótbolti 22. apríl 2008 10:06
Leikmenn Chelsea styðja Grant John Terry, fyrirliði Chelsea, segir að leikmenn liðsins styðji Avram Grant, knattspyrnustjóra liðsins. Fótbolti 21. apríl 2008 22:27
Eiður: Ég vildi helst mæta Man Utd Eiður Smári Guðjohnsen segir félaga sína hjá Barcelona vel stemmda fyrir leikina gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Í samtali við Guardian segist hann helst hafa óskað þess að mæta United af liðunum þremur sem eru í undanúrslitunum ásamt Barcelona. Fótbolti 21. apríl 2008 15:52
Benitez saknar ekki Mourinho Rafa Benitez stjóri Liverpool segir að það sé eigandinn Roban Abramovich sem sé lykilmaðurinn á bak við velgengni Chelsea en ekki stjórarnir Jose Mourinho og Avram Grant. Fótbolti 21. apríl 2008 12:57
Ronaldo vill ná sigri á Nou Camp Cristiano Ronaldo hjá Manchester United segist sjálfur stefna á að ná sigri þegar lið hans mætir Barcelona á Nou Camp í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Hér er um að ræða fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum keppninnar. Fótbolti 21. apríl 2008 12:45
Eiður lofar Paul Scholes Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við Sunday Mirror í dag að félagar sínir í Barcelona þurfi að hafa sérstaklega góðar gætur á Paul Scholes. Fótbolti 20. apríl 2008 18:44
Abidal vill ekki spila Eric Abidal hefur beðið Frank Rijkaard, stjóra Barcelona, að kippa sér út úr byrjunarliðinu vegna þess að hann er óánægður með eigin frammistöðu. Fótbolti 17. apríl 2008 14:24
Torres vonar að Barcelona vinni Manchester United Fernando Torres, sóknarmaður Liverpool, vonast til að Barcelona slá Manchester United út úr Meistaradeild Evrópu. Spænski landsliðsmaðurinn vonast til að mæta spænska stórliðinu í úrslitaleiknum 21. maí. Fótbolti 15. apríl 2008 19:00
United er ekki endilega sigurstranglegra Thierry Henry hjá Barcelona segir að þó Manchester United sé vissulega að leika vel þessa dagana, geti liðið ekki endilega talist sigurstranglegra þegar það mætir Barcelona í undanúrslitum keppninnar í lok mánaðarins. Fótbolti 10. apríl 2008 10:21
United og Barcelona í undanúrslit Manchester United vann ellefta sigur sinn í röð á heimavelli í Meistaradeildinni í kvöld en það er met. Liðið vann Roma 1-0 og kemst því í undanúrslitin á 3-0 sigri samtals. Fótbolti 9. apríl 2008 18:45
Enginn hefndarhugur Frank Lampard segir að hefnd verði ekki efst í huga leikmanna Chelsea þegar þeir mæta Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur slegið Chelsea út úr síðustu tveimur einvígjum þessara liða í keppninni. Fótbolti 9. apríl 2008 18:14
Byrjunarlið kvöldsins í Meistaradeildinni Átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld og eru Manchester United og Barcelona í vænlegri stöðu. Búið er að tilkynna byrjunarliðin. Fótbolti 9. apríl 2008 17:45
Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni á Wembley í vor? Breska blaðið Times segist hafa heimildir fyrir því að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafi ritað Knattspyrnusambandi Evrópu bréf þar sem þess er farið á leit að úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu í vor fari fram á Wembley ef tvö ensk lið komast í úrslitaleikinn. Fótbolti 9. apríl 2008 16:00
Houllier: Dómgæslan var Arsenal í óhag Fyrrum Liverpool-stjórinn Gerard Houllier segir að Arsenal hafi liðið fyrir slaka dómgæslu í einvígi sínu við Liverpool í Meistaradeildinni. Fótbolti 9. apríl 2008 15:43
Torres: Stærsta augnablikið á ferlinum Spænski markahrókurinn Fernando Torres hjá Liverpool segir sigurinn á Arsenal í gær hafa markað eftirminnilegasta kvöld sitt á ferlinum. Torres skoraði glæsilegt mark í 4-2 sigri Liverpool. Fótbolti 9. apríl 2008 14:56
Gaman að mæta Chelsea aftur Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segist hlakka til að mæta Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Fótbolti 9. apríl 2008 14:00
Scholes spilar sinn 100. leik í kvöld Miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United nær merkum áfanga í kvöld þegar hann spilar væntanlega sinn 100. leik í Meistaradeildinni. Fótbolti 9. apríl 2008 13:13
Sami hópur hjá Rijkaard í kvöld Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur valið sama leikmannahópinn fyrir síðari leikinn gegn Schalke í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann fyrri leikinn 1-0 í Þýskalandi á dögunum. Fótbolti 9. apríl 2008 12:42
Ferguson er bjartsýnn Sir Alex Ferguson er bjartsýnn á að hans menn í Manchester United klári verkefnið með sóma í kvöld þegar þeir taka á móti Roma í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Old Trafford. Fótbolti 9. apríl 2008 11:30
Erfitt að kyngja vítinu Varnarmaðurinn Kolo Toure hjá Arsenal segist eiga erfitt með að kyngja því að á hann hafi verið dæmd vítaspyrna í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gær. Liverpool vann leikinn 4-2 og tryggði sér sæti í undanúrslitum. Fótbolti 9. apríl 2008 10:27
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti